Afturelding - 01.12.1959, Blaðsíða 17

Afturelding - 01.12.1959, Blaðsíða 17
AFTURELDING hénni heppnaðist að fá aSra Auca-konuna meS sér. — Skömmu síSar flúðu Quichua-indíánarnir lengra í burtu af ótta við Aucana og þá kom einnig hin Auca-konan til Eetty Elliott, sem stöðugt bað Guð um leiðsögn og ráð til að komast yfir til Auca-indíánanna. Leiðin o|>naðist með því, að dag einn kom Auca-stúlkan Dayuma til bækistöðva þeirra. Idún hafði flúið fyrir tólf árum frá hinum blóðþyrstu frændum sínum. Hún hal'ði komizt á kristniboðsstöð og verið skírð þar, auk þess sem hún hafði aflagt hinar heiðnu venjur kynflokks sins. Það var gagntakandi að sjá endurfundi kvennanna, sem ekki höfðu hittst í tólf ár. Önnur konan sem dvaldi nieð Betty var föðursystir stúlkunnar, en hin móður- systir hennar. Dayuma dvaldi nú með þeim um hríð, en dag einn koni hún að máli við Betty og sagði: — Ég þrái að' fara til míns fólks á ný. Móðursystir mín og föðursystir ætla að fara líka. Vilt þú koma með okkur, Itaki? Itaki var það nafn, sem konurnar höfðu gefiö Betty. Það þýðir fugl. — Ilvaö á að verða um barnið mitt? spurði Bettý, sem var fullkomlega róleg þótt nú væri sú stund komin, sem hún hafði beðið eftir svo lengi. — Hún kemur líka. Við berum hana, svöruðu konurnar. — Mun okkur líða vel? spurði Betty. — Okkur mun líða vel. Við búum í húsi, þar sem ekki i'ignir í gegn um þakið eins og hér. Við fáum fisk og kjöt að eta. Við munum gefa þér mat og ef þú getur ekki borðað hann, getur flugvélin kastað niður mat til þín. Börn okkar munu elska þig. Þú skalt taka með þér sprautuna þína og hjálpa hinum sjúku. Okkur mun líða vel. — Mun fólk ykkar elska mig? — Itaki, þú ert móðir okkar. Við munum faðma þig og segja: Hún er móðir okkar. Hún er góð. Við elskum hana. — En fólk ykkar drap manninn minn með spjótum sínum. — Itaki, hann var maður, en þú ert kona. Guð hafði heyrt bænir hennar. En Betty beið lítið eitt ennþá. Hún vildi láta konurnar þrjár fara fyrst og til- kynna komu hennar. Með tár í augum horfði hún á eftir þeim, er þær hurfu léttum skrefum inn í frumskóginn. Hún beið í þrjár vikur. Þá allt í einu kom Quichua- indíáni hlaupandi með boðskapinn: „Þær koma!“ Og sannarlega komu þær. Fremst gekk Dayuma syngjandi uppáhaldssöng Bettyar: „Jesús elskar mig.“ Á eftir henni gengu Mintake, Man- Valcrie lcikur sér úhyggjulaus meðal indíánanna. kuma og sjö aðrar Aucakonur. Þær voru allsnaktar og sólin skein á rauðbrúna húð þeirra. Þær stönzuðu í tvo daga. Á þeim tíma sagði Dayuma Betty allt um örlög manns hennar og hinna kristniboð- anna. Georg, sem hafði komið í heimsókn til kristniboðanna og boðið þá velkomna, hafði strax eftir flugferðina farið beint til ættbræðra sinna og æst til manndrápa. Aðeins tveir vildu ekki vera með þegar allir hinir tóku spjót sin og réðust aftan að kristniboðunum. Þeir þvinguðu þá til að vaða út í fljótið og létu þá standa þar. Eins og eftir einni skipan flugu tugir spjóta gegn um loftið og hittu markið, bök kristniboðanna. Eljótið tók við þeim þegar þeir hnigu niöur og bar líkanti þeirra á bylgjum sínum. — Að svo búnu eyðulögðu Auca- indíánarnir flugvélina og smugu síðan hljóðlaust inn í frumskóginn. 81

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.