Afturelding - 01.12.1959, Blaðsíða 20

Afturelding - 01.12.1959, Blaðsíða 20
HVAÐ STENDUR. SKR/FAÐ? LofaSur sé Drottinn Guð Israels; því aS hann hefur vitjað lýðs síns og búið lionum lausn; og hann hefur reist oss horn hjálprœðis í húsi DavíSs þjóns síns: eins og hann lalaSi jyrir munn sinna helgu spámanna frá öndverSu, frelsun frá óvinum vorum og úr höndurn allra, er hata oss; til aS auSsýna feSrum vorum miskunn og minnast síns lieilnga sáttmála, þess eiSs, er hann sór Abraham jöSur vorum, til þess aS veita oss, frelsuSum úr höndum fjandmanna vorra, aS þjóna sér óttalaust í heilagleik og réttlœti fyrir honum alla daga vora. Og þú, barn! munt nefndur verSa spámaSur hins hœsta, því aS þú munl ganga fyrir Drottni, til aS greiSa vegu hans — veita lýS hans þekking á hjálprœSinu meS fyrirgefningu synda þeirra. Þetta er aS þakka hjarlgróinni miskunn GuSs vors; fyrir hana mun Ijós af hœSum vitja vor, til aS lýsa þeim, sem silja í myrkri og skugga daúSans, til aS beina fótum vorum á friSarveg. Lúk. 1, 68—79. Áður er sköpunin átti sér stað, Áður en myrkrið fékk ljósgeisla bað. Hann var frá eilífu alveldið hátt. Aðeins vor frelsari á slíkan mátt. Kór: Þvílíkur Guð, þvílíkur Guð. Alheimsins Drottinn og eilífur Guð, færði oss á láð frelsisins ráð, friðarins konungur, Guð vor, af náð. Inni í himnanna dýrðlegu dýrð Drottins er hástóll, hvar þekkist ei rýrð. Hann hlaut að víkja frá himnum á láð, hér til að fullkomna frelsisins ráð. Fylltur Guðs kærleika frelsarinn var, fylling Guðs náðar til jarðar hann bar, til þess að færa oss blessunar brauð, boða oss deyjandi himneskan auð. Englar hann báru til hátignar heim, hljómar því lofsöngur vor út um geim. Þvílík mun dýrðin er þar komum vér, þegar vér sjáum hann eins og hann er. Þýtt. J. S. J. AfttutaldLný sendir öllum lesendum sínum innilegar jólakveðjur í Jesú nafni.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.