Afturelding - 01.04.1962, Blaðsíða 2

Afturelding - 01.04.1962, Blaðsíða 2
AFTURELDING AFTURELDING kemur út annan hvorn mánuð — að undanteknum júlí og ágúst — og verður 84 siður á ári. — Árg. kostar kr. 35.00 og greiðlst 1 íebrúar. Verð i Vesturheiml 2 doll. Á Norðurlöndum 8 danskar kr. — í lausasölu kr. 8.00 eint. RITSXJÓItl: Asmundur ItirfksBOH. tJTGEFANDI: Fíladelfía. — Siml 16856. — Ritstjórn og afgreiösla: Hverfisgötu 44, Reykjavík. Borgarprent & Co. — Reykjavik. hann hendurnar í vösunum. Hann gekk um á þann hátt, sem einkenn- andi þann mann, sem hefur eitthvert sérstakt umhugsunarefni. En einhver hinna viðstöddu veitti því athygli, að hann hallaði sér upp að öldustokk skipsins. Síðan brosti hann á sinn hátt og tók upp úr vasa sínum örsmáan, glampandi hlut, fannhvítan og alveg hnöttóttan. Síð- an hóf hann að kasta honum með annarri hendinni og grípa hann síð- an fimlega með hinni. Svona fleygði hann honum upp í loftið og greip hann aftur hirðuleysislega. Fólkið hélt áfram að tala saman á sama tíma, sem það dáðist að hin- um örsmáa en fagra hlut, sem ljóm- aði svo yndislega, og að fimi manns- ins að grípa hann. Þá bar þar að konu, sem leit yfir þennan hóp af fólki, en um leið kom hún auga á þennan litla undurfagra hlut, sem geislaði svo mjög í hvert skipti, sem hann flaug gegnum loftið og sólar- geislarnir brotnuðu í honum, og hún hrópaði upp yfir sig: „Ó, þetta er alveg eins og gimsteinn!“ Fólkið Ieit fyrst á konuna, en síð- an á manninn. Hann hætti að kasta hinni geislandi kúlu. Hann hélt henni í hendi sinni og sagði: „Nei, þetta er ekki gimsteinn, frú, það er perla.“ Það var perla, sem Ijómaði með 18 eðlilegum Ijóma: Hvítur, heitur eld- ur af djúpri fegurð. Undrunaralda fór í gegnum hóp- inn. — „Ó, Sjáið þið hana!“ „En hve hún er fögur!“ „Ó, hversu dá- samlegt!“ Áreiðanlega er hún ein hinna dýr- mætustu, sem til er í heiminum. Sumir voguðu svo langt að spyrja: „Er hún mjög dýr?“ Hlýtt hros færðist yfir andlit mannsins og augu hans ljómuðu. „Mjög dýr?“ Hann bætti við: „Jú, jú, það er hún. 1 rauninni hefur hún kostað erfiði og auð heill- ar mannsævi. Er hún ekki falleg?“ Perlan tók vald yfir öllu fólkinu: „Hvernig eignuðust þér hana?“ Heyrið þér kannski til konungs- fjölskyldu?“ Sama brosið. Jæja, ég skal segja ykkur frá því. Sumir menn verzla með fasteignir, aðrir með sokka og silkibönd, enn aðrir með bíla og gamlar fiðlur. En ég verzla með perlur. En það er á sama hátt og önnur verzlun. Þú átt eina, en svo finnur þú aðra, sem er meira virði. Og þannig heldur þú áfram þar til Hann leit á hina geislandi perlu í hendi sér og hélt áfram: „Ég frétti um þessa perlu fyrir mörgum árum, og ég gerði tilraun til að eignast hana. Eg verzlaði með perlur. Ég seldi aleigu mína. Ég vann nætur og daga. Ég stríddi og fórnaði. Ég lagði aleigu mína í hana. Síðan eign- aðist ég hana, hina stærstu, fegurstu, dýrmætustu og skrautlegustu perlu í heimi! Lítið þið á hana! Fólkið kvískraði ákaft sín á milli: „Óviðjafnanleg, — milljónavirði!” „Hún er á við konunglegan lausnar- pening.“ „Hvílíkur heimskingi er maðurinn, að bera hana alltaf í vas- anum.“ Og sér til skelfingar og undrun- ar verða þeir að horfa á, að eigandi perlunnar byrjar á ný að kasta henni upp í loftið og grípa hana síðan, þegar hún fellur niður. Hann snýr bakinu í fólkið á þil- farinu, og um leið og hann beygir sig út fyrir borðstokkinn, kastar hann hinni geislandi perlu upp í loftið. Farþegarnir sjá hvernig hún myndar ljósrák í sólskininu um leið og hún flýgur gegnum loftið til þess síðan að falla á ný í eigandans öruggu hendur. Öllum létti, þegar maðurinn loks lét hana ofan í vasa sinn og fór burt. Næsti morgunn rann upp, fagur, sólríkur og hlýr. Smáhópar af fólki stóðu hér og þar og töluðu hljóðlega saman. Þeir sáu eiganda perlunnar stika eftir þilfarinu. Hann brosti á ný og heilsaði einhverjum. Þeir þyrptust umhverfis hann og hann hóf á ný að kasta perlunni upp í loftið. Allra augu fylgdu henni á meðan hún klauf loftið og féll síðan á ný, knúin af þyngdarlögmálinu. Þeir fylgdu henni, þar til hún lá á ný í þeim höndum, sem réttar voru út eftir henni, með mikilli fimi. Við þennan spenning, sem fólkið komst í, kom ólýsanlegur ótti yfir það, því að menn urðu sjónarvottar að þeim atburðum, sem þeir tæpast gátu trú- að — að horfa á mann, sem lék sér að svona dýrum verðmætum. Þetta varð almennt umræðuefni á skipinu. „Hefur þú séð manninn með perluna?“ „Þeir segja að hún sé hnefastór! Virði heils konungsríkis! — Það er búið að leggja milljónir í hana!“ Á hverjum morgni voru næstum allir farþegarnir samansafnaðir í hljóðri eftirvæntingu. Þeir viku til hliðar fyrir manninum, svo að hon- um stæði opin leið að þeim stað, sem hann var vanur að standa. Hann tók perluna upp úr vasanum, hélt á henni augnablik og síðan kastaði Framhald á bls. 22.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.