Afturelding - 01.04.1962, Blaðsíða 3

Afturelding - 01.04.1962, Blaðsíða 3
AFTURELDING Það rar ensrinn «cm bauð lioiuuii Hann var smiður, — og vondur og óguðlegur maður. Hann hataði allt, sem var gott, en elskaði allt, sem var illt. Hann leitaðist við með öllu móti að áreita og stríða þeim, sem trúðu á Guð, og hlýfði enda ekki eiginkonu sinni, sem reyndi á allan hátt að taka erfiðleikunum með þolinmæði, vegna trúar sinnar á Jesúm Krist. Allir sem til þekktu voru eiginlega búnir að gefa upp alla von, hvað áhrærði hann, þar sem leit út fyrir, að öllum kristilegum og siðferðis- legum áhrifum væri eytt til ónýtis, þegar um hann var að ræða. Þegar haldnar voru bænasamkomur, létu mcnn, sem þeir vissu alls ekki af honum. Kirkjan var opnuð og lokað aftur að lokinni guðsþjónustu, — en án umhugsunar um hann, — eng- mn í öllum heiminum virtist hafa hina minnstu áhyggju af honum eða sál hans. I nokkurra mílna fjarlægð frá heimili smiðsins, bjuggu einmana, eldri hjón, sem kölluð voru faðir og móðir Brún. Þau voru þvínær 90 ára gömul. Þau höfðu á langri ævi lifað í samfélagi við Guð, — og nú biðu þau án nokkurs kvíða dagsins, þegar þau fengju náð til að flytja heim til Guðs. Morgun einn vaknaði gamli mað- urinn mjög snemma og kallaði á konu sína. „Hvað er að, vinur minn?" spurði hún. Hann svaraði: „Ég get ekki sagt þér það, en ég verð að fara á fætur °g kveikja upp eldinn. Mig langar til að biðja þig að gefa mér morg- unverðinn fljótt, því að ég verS aS fara til borgarinnar." „Til borgarinnar? Ætlar þú að fara til borgarinnar? Það hlýtur að vera ógerlegt fyrir þig. Þú ert alls ekki fær um að ganga þangaS." „Já, en ég er búinn að segja þér, að ég ver& að fara. Mig dreymdi stórmerkilegan draum í nótt, —• og nú ætla ég að kveikja upp eldinn, r KVIKA DAGSINS 1 síðustu Kviku dagsins var talað nokkuð um rússneska geimfar- ann, Gagarín. Nú ætlum við að minnast á hinn bandaríska geimfara, John F. Glenn. Hann er alveg mótsetning við hinn rússneska, þar eð hann er maður sannlrúaður. Vegna ákveðinnar trúarreynslu, er Glenn virkur meSlimur í söfn- uði sínum. Þegar hann, vegna frábærs hugrekkis og mikilla afreka í flughernum, var beðinn að gefa kost á sér í fyrstu geimför Banda- ríkjamanna, hugleiddi hann málið, fyrst frá sjónarmiði hins kristna manns, áður en hann gaf jáyrði sitt. Hann bar þetta einnig undir forstöðumann safnaðar síns. Það var sem sagt eftir nána yfirvegun, sem hann kvaðst vera reiðubúinn að taka geimferðina að sér. Söfn- uður hans bað síðan fyrir honum meðan hann var í geimferðinni. Ut frá afturhvarfsreynslu geimfarans, ber að skilja orð þau, sem hann sagði við A. Wiley, öldungadeildarþingmann, er hann að lok- inni geimferð Glenns, spurði hann, hvað hann hefði verið að hugsa um á geimferðinni. „Tilfinningar mínar voru jákvæðar og ákveðn- ar. Eg hef verið sáttur við skapara minn árum saman, svo að ég hafði engar sérstakar áhyggjur út af því." Hann lýsti trúarreynslu sinni þannig, að hún væri ekki eitthvað, sem hann leitaði aðeins til á neyðarstundum, en legði svo frá sér, þegar erfiðleikarnir væru afstaðnir. Þegar öldungadeildarþingmaður- inn bar enn persónulega spurningu upp við hann, viðvíkjandi Guðs- þekkingu hans, svaraði Glenn, og bar fyrir sig orð kunns guðsmanns: „Eg vil lifa þannig hvern dag, sem það væri síðasti dagur í lífi mínu." Þingmaðurinn spurði hann, hvort það væri satt, sem haft væri eftir honum í sumum blöðum, að hann lifði daglega með Guði, og ætti alla sína tilveru í honum? Glenn játaði því, enda sagðist hann hvorki takmarka Guð né varðveitandi náð hans við stað eða stundu. „Fyrir vitund minni," sagði geimfarinn, „er Guð miklu stærri og meiri en svo, að hægt sé að takmarka hánn við neitt. Ég veit að hann er alls staðar nálægur mér, hvar sem ég fer." j Þetta voru niðurlagsorð hins bandaríska geimfara. En hins rúss- neska voru: „Ég hef hvergi séð Guð né orðið var við hann." A.E. 19

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.