Afturelding - 01.04.1962, Blaðsíða 4

Afturelding - 01.04.1962, Blaðsíða 4
AFTURELDING og síðan skal ég segja þér hann!“ Konan hans stóð upp, og bjó til morgunverðinn. Því næst hélt gamli maðurinn af stað til borgarinnar. Guð gaf honum styrk og fararheill. Hann gekk upp aðalgötuna og því- næst inn í mjótt stræti, þar sem „djöfla Jón“, en það var smiðurinn nefndur, hafði vinnustofu sína. „En sé ég rétt, er þetta faðir Brún!“ hrópaði smiðurinn, yfir- kominn af undrun. „Hvaða erindi átt þú hingað svona snemma dags?“ Gamli maðurinn svaraði: „Ja, það er nú einmitt það, sem ég er kom- inn til að segja þér.“ „Við skulum fara innfyrir, svo að ég geti fengið mér sæti, því að ég er orðinn þreytt- ur.“ | Þeir fylgdust að inn, og þegar gamli maðurinn var setztur, sagði hann: „Jón, mig dreymdi draum í nótt, og ég er kominn til að segja þér hann. Mig dreymdi, að sú stund, sem ég hef hugsað svo mikið um og undirbúið mig fyrir svo lengi, var runnin upp. ÞaS var dauðastund mín. Og allt var nákvæmlega eins og ég var búinn að hugsa mér að það mundi verða, — því að Guö er búinn að lofa mér, að þannig verði það. Ég var ekki hið minnsta ótta- sleginn. Hvers vegna hefði ég átt að óttast? Herbergið mitt var fullt af englum, og þeir töluöu allir við mig. Ég elskaði þá og þeir elskuðu mig. Síðan voru það nokkrir þeirra, sem lögðu handleggina utanum mig og hrifu mig á braut. Við lyftumst upp á við — yfir tíma og rúm — lengra — lengra og hærra, — upp yfir fjöll og ský, — og hvílíkur söngur. Aldrei á ævi minni hef ég heyrt annan eins söng. Hærra og hærra bar okkur, unz einn þeirra sagði: „Líttu nú upp — þarna er him- inninn.“ Ó, Jón, ég á engin orð til að lýsa tilfinningum mínum, þegar ég leit 20 himininn, ekki get ég heldur sagt þér frá því, sem ég sá og heyrði. Ég er þess fullviss að enginn mundi megna að lýsa því. Þar var óvið- jafnanlegur friður, og allt svo hreint, fagurt og geislandi. Þegar við kom- um nær, sá ég að hliðin opnuðust, og við flugum inn um þau. Hví- líkar móttökur! Allt og allir buðu mig velkominn. Hver hæð virtist anda fögnuði. Það var óviðjafnan- legur blómailmur, hljómlist frá hörpum, söngur og fagnandi gleði, hvert sem ég leit. Það leit út fyrir að ég væri þýðingarmikil persóna, — en sjálfum var mér ljóst, að ég var aðeins veslings syndari, frelsaður af náð fyrir Jesú blóð. Ég sá öll börnin mín þarna, — ekkert einasta iþeirra var glatað, — drengurinn minn, sem þú varst vanur að Ieika þér við, Jón, þegar þið genguð saman í skóla, var þar, — og gamla mamman þín, sem var í sama bekk og ég, þegar ég gekk í skóla. Að nokkrum tíma liðnum, — ég veit ekki hve lengi það varaði, sá ég englana færa einhvern inn í borgina, og það var heittelskaða konan mín. Ég fann að ég unni henni heitara nú en nokkru sinni, þegar ég mætti henni þarna. Hún var langtum feg- urri en þegar hún var ung, og við giftum okkur. Við sátum saman undir lífsins tré og gengum hjá móðu lífsvatnsins, sem streymir frá hásæti Guðs. Ó, hvað við vorum sæl. Og ég sá englana koma með fleiri og fleiri, sem mér þótti vænt um. En allt í einu fór ég að hugsa um, að ég hafði hvergi séð þig, Jón, og ég fór út til að leita að þér. Ég gekk þar um og leitaði alls staðar að þér og spurði marga, — en eng- inn var þess umkominn, að segja mér neitt um þig. Ég varð hryggari og hryggari, og svo fór ég til Drott- ins, dýrmæta frelsarans míns, og spurði hann, hvar þú værir. Og, ó, Jón, þú hefðir átt að sjá, hve dapur hann var. Hann sagði mér, að þu værir ekki þar. „Er hann ekki hér ? spurði ég. „Hvers vegna er hann ekki kominn?“ Og frelsarinn grét> eins og ég hugsa mér að hann hafi grátið þegar hann var hér á jörðinni, og svo sagði hann: „Það hefur eng- inn viljað bjóða Jóni að koma.“ Ég féll að fótum frelsarans, grét og sagði: „Blessaði Drottinn, — gef mér aðeins y% klukkustund, og eS er fús að fara aftur til jarðarinnar og segja honum frá hjálpræðinu. — Og á sama augnabliki vaknaði ég- Það var byrjað að daga, — og ég var svo feginn, að ég var enn lif" andi, svo að ég gæti farið til þín’ og beðið þig að koma með til him- insins. — Og nú er ég hér og hef sagt þér drauminn minn, — og eg bið þig svo innilega að snúa við inn á veginn, sem til lífsins leiðir. Gamli maðurinn hafði nú lokið erindi sínu, að bera fram skilaboð Konungsins, — og smiðurinn stóð þarna og megnaði hvorki að hreyfu legg né lið. Faðir Brún stóð upp og sagði „Vertu sæll, Jón, — og minnztu þess, að þú ert boðinn heim, —- að það hefur einhver beðið þig &ð koma.“ Síðan tók hann stafinn sinn og hélt heim á leið. Koma Brúns hafði svo djúp a' hrif á smiðinn að hann fór að gráta: „0, Guð, vertu mér syndugum líkn- samur,“ — og hann yfirgaf verkstæði sitt og fór heim. Hann sagði konu sinni frá heimsókn föður Brúns, og hún sagði: „Ó, Guði sé lof, — við skulum senda hestinn og vagninn til hans og biðja hann að koma til okkar aftur.“ „Já, sagði smiðurinn, „því ég ætla að þiggja boðið, og ég ætla að biðja Guð að gefa mér náð til að varð- veitast allt til enda og reynast sann-

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.