Afturelding - 01.04.1962, Blaðsíða 5

Afturelding - 01.04.1962, Blaðsíða 5
AFTURELDIN G ORAL ROBERTS: Lnn aini ftahLsuagni. fiftLt pLg Kæri vinur minn, mikilvægasta spurning þessa heims, sem þú getur spurt sjálfan þig að, er: „Hvað á ég að gjöra til þess að frelsast?“ Þessari spurningu var varpað fram af rómverskum embættismanni, fangaverðinum í Filíppiborg, fyrir nær 2000 árum síðan (Post. 16,30). Hann fékk ákveðið svar, skýrt og skorinort við spurningunni. Svarið til þín er eins ákveðið og jafnskýrt, af því að það er gefið þér í Guðs heilögu bók, Biblíunni. Það er aðeins ein leið fyrir þig til bjálpræðis. Það er aðeins einn, sein getur frelzað þig. Það er Jesús Krist- ur frá Nazaret, sonur hins lifanda Guðs. Biblían segir okkur skýrt: „Og ekki er hjálpræðið í neinum öðrum, því að eigi er heldur annað nafn undir himninum, er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyr- ir hólpnum að verða.“ (Post. 4,12). Jesús sagði sjálfur: „Ég er vegur- inn og sannleikurinn og lífið; eng- inn kemur til föðurins nema fyrir mig.“ (Jóh. 14,6). Úr því að ekki er neinn annar vegur, verðum við að komast inn á þennan veg. Vegur- inn er Jesús frá Nazaret. tlr því að hjálpræðið er ekki í nóinum öðrum, verðum við að taka á móti þessari persónu, Jesú Kristi. Jesús hefur sagt okkur frá fremur einföldum atriðum viðvíkjandi því að taka á móti frelsinu. Þau eru: 1. KomiS til mín. Auðvitað verðum við að finna þörf okkar að koma til hans. Sér- hver sem finnur nauðsyn þess má og getur komið. Hinir sjúku geta komið án þess að yfirgefa hvílubeð sinn. Hinir bækluðu og lömuðu geta komið, jafnvel þótt þeir geti ekki gengið. Hinir blindu geta komið. Þótt þeir sjái ekki náttúrlegan veg, geta þeir fundið veginn til Guðs. — Hinir heyrnardaufu og málhöltu geta komið því að engin skemmd, mannleg lífæri, geta lokað vegin- um til Jesú, þegar sál í auðmýkt hefur þörf fyrir að finna hann. Syndarinn má koma; fyrir því get- um hann og til fulls frelsað þá sem fyrir hann ganga fram fyrir Guð. Allir mega koma, og til sérhvers, sem kemur segir hann: „Ég mun veita yður hvíld.“ (Matt. 11,28). 2. GjöriS iiSrun, því aS himnaríki er nálœgt. Til þess að sjá sem sannasta mynd af okkur verðum við að auð- mýkja okkur og iðrast af einlægni. Við verðum að viðurkenna, að við höfum öll syndgað og skortir Guðs dýrð. (Róm.3,23). Vegna þess að iðr- un er nauðsynleg til frelsunar, þurf- um við að sjá okkur sjálf sem synd- ara, sakfelld og í brýnni þörf fyrir hjálpræðið. „Því að laun syndar- innar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf fyrir samfélagið við Krist Jesúm, Drottin vorn.“ (Róm. 6,23). Iðrun þýðir hugarfarsbreyt- ingu hjá j)ér, þú verður að snúa þér frá syndinni, til Krists, frelsara þíns. „Því að hryggðin Guði að skapi verkar afturhvarf til hjálp- ræðis, sem engan iðrar.“ (II. Kor 7, 10). 3. Jesús segir okkur aS trúa: „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir glat- ist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ — (Jóh. 3, 16). Páll sagði við fangavörðinn í Fil- ippíborg: „Trú þú á Drottin Jesúm, og þú munt verða hólpinn.“ (Post. 16,31. Jóhannes sagði: „Hver sem trúir að Jesús sé Kristur, er af Guði fæddur.“ Og einnig: „Sá sem hef- ur soninn hefur lífið; sá sem ekki hefur Guðs son hefur ekki lífið. — (1. Jóh. 5, 1 og 12). Svo að, vinur minn, vegur frels- isins er ekki margbrotinn eða tor- skilinn. Ilann er einfaldur. Taktu þessi þrjú einföldu og auðveldu skref til hjálpræðis og þú munt hljóta endurfæðingu að ofan. Því næst fylgir þú Jesú trúlega: Því að vér framgöngum í trú, en ekki í skoðun (II. Kor. 7). — Alveg eins og við erum ekki frelsuð vegna tilfinninga, heldur trúar. Þannig höldum við áfram í frelsinu fyrir trú á Guð, og gleðikennd og friður kemur sem ávöxtur af stöðugri notkun trúar okk- ar á Jesúm Krist. Komdu til hans núna. .. . hann vill frelsa og bjarga þér. Þýtt G. I. 21

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.