Afturelding - 01.04.1962, Blaðsíða 7

Afturelding - 01.04.1962, Blaðsíða 7
AFTURELDING (Dniutlagt uaú. I metodistakirkju í Ástralíu, sat hótel eigandi nokkur kvöld eitt, Georg Adams að nafni, og hlustaði á orð Guðs. Andi Guðs starfaði í samkom- unni á sérstakan hátt og Georg Adams var mjög hrærður. Hann fann greinilega köllun Guðs í hjarta sínu, að snúa við og gerast sannkristinn, en það voru tvö öfl, sem börðust um sál hans. Sálaróvinurinn hvíslaði: „Ef þú frelsast, þá getur þú ekki haldið áfram að reka drykkjukrána sem þú græðir svo mikið á.” Nei, það skildi hann mæta vel, og með það fyrir augum þorði hann ekki að taka nokkra ákvörðun, og fór út frá samkomunni án þess að gefast Drottni. Daginn eftir fór trúaður maður til hans í heimsókn, og reyndi á allan hátt að sannfæra hann um, hvað það væri nauðsynlegt að nota rétt sinn vitjunartíma. En nú var maðurinn breyttur. Andi Guðs virtist vera bú- inn að yfirgefa hann, og nú var hann harður og kaldur. Hann var þegar búinn að velja sína framtíð. Nokkrum árum seinna flutti hann til Sydney, en áður en hann fór frá Kiama, þar sem hann bjó, hafði hann séð líf fjölda fólks lagt í rústir vegna ofdrykkju. Kominn til Sydney, lét hann byggja stórt hótel, og fann upp spilakerfi, sem hann kenndi fólki að nota. Það var nokkurs konar happa- drætti í sambandi við stærri kappreið- ar. Gegnum þetta kerfi, hefur fólk í þúsundatali bæði karlar, konur og meira að segja börn, lært að spila á spil. Aftur og aftur berast frétlir gegn- um dagblöðin um þær hörmulegu af- leiðingar, sem spilaæði þessa kerfis hefur verið orsök að. Siðferðislegt hrun, fjölskylduóhamingja og sjálfs- Pí§larvottar Og Guð sagði: „Hvað hefur þú gjört? Heyr, blóð bróður þíns hróp- ar til mín af jörðinni.“ I frétt frá Viet Nam segir frá hryggilegum örlögum trúboðans T. H. og kristinnar Pakoh stúlku, sem báðum var rænt af kommúnist- um. Þau voru bæði teymd með morð í stórum stíl, eru beinar afleið- ingar spilavítisins. Adams var mjög ríkur, en sjálf- sagt aldrei hamingjusamur. Síðustu dagar hans voru hræðilegur ótti við dauðann og forsmekkur af kvöl glöt- unarinnar hertóku sál hans á svo hræðilegan hátt, að engin hjúkrunar- kona gat verið hjá honum meira en í tvo daga í mesta lagi. „Það er óhætt að fullyrða,” segir maður nokkur, sem þekkir ævisögu hans vel, að Georg Adams hafi með framkvæmdum sínum, lagt fleiri mannslíf í rústir, sundurmarið fleiri hjörtu og sent fleiri, konur, karla og börn beint út í spillingarlífið, en nokkur annar maður á suðurhelmingi jarðar. Hann neitaði að hlýða köllun Guðs til frelsis, og þess vegna varð hann til bölvunar fyrir samferðamenn sína. Ævisaga þessa manns, er átakan- legur vitnisburður um, hvað það er alvarlegt að standa á móti Anda Guðs. Þegar Georg Adams stóð frammi fyrir valinu að verða ríkur í Guði, eða verða miljónamæringur á jarðneskan hátt, kaus hann það síð- arnefnda, og af þeim sökum varð hann einn af óhamingjusömustu mönnum sinnar samtíðar. í Vi« ( \am reipi um hálsinn, inn i þéttan frum- skóg. Bróðir T. H. var ekki búinn að ná sér eftir þungbær veikindi. Þegar þau voru handtekin, var vonazt eftir að þau yrðu aöeins yfirheyrð og svo látin laus. Trúboðsritari hans gaf skýrslu á þessa leið: „Yfirvöldin hafa sagt okkur að kommúnistar hafi grafið hann lifandi, og einnig hina kristnu Pakoh stúlku. Herdeild hafði fundið staðinn þar sem þau höfðu verið grafin. Ódæðisverkið hafði verið framið langt inni í frumskóginum, eða fimm dagleiðir frá trúboðsstöðinni K. T. Og sjónarvottar hafa sagt frá því að þjáninaar þeirra hafi verið óbærileg- ar, að dauðinn hafi, þrátt fyrir að- feröina, verið lausn. Kona hans og fimm ung hörn voru flutt á staðinn sem þau voru áður en þau fluttu til þessarar frumskóga- stöðvar. Hún er alveg laus viS allan hefndarhug og heldur áfram með djörfung aS vitna og langar aS fara aftur til K. T.-stöSvarinnar til aS hjálpa hinum kristnu í Pakoh, jafn- vel eftir aS hafa heyrt um mikið áhlaup kommúnista á trúhoðsstöS nálægt K. T.-stö3inni. Frú T. H. hefur ekki aSeins orSið að sjá af manni sínum, heldur er hún einnig tilbúin að fórna sjálfri sér í þessu sama frumskógarhverfi, til að prédika hjálpræði og fyrirgefn- ingu fyrir kvalara sína. Og þetta pxslarvottablóð hrópar innan úr frumskóginum: „KomiS þið og hjálpið okkur!“ Fatth Dlgest. 23

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.