Afturelding - 01.04.1962, Side 8

Afturelding - 01.04.1962, Side 8
AFTURELDING TOMM Y OSBORN: Tommy Osborn er sonur T. L. Osborn, hins bekkta vaknlngarpré- dikara, og er byrjaður að stjórna vakningarsamkomum íyrir æsku- íóik, aðeins sextán ára gamall. Lauslega þýtt úr Faith Digest. Ég er alinn upp á ræðupöllum trú- boðanna út um allan heim. Ég hef horft á útrétta hönd Guðs til lækn- inga og fyrirgefningar, þúsunda, hara á einni samkomu. Fyrir fimm árum síðan skildi ég, að Guð var að kalla mig til þjónustu. Ég var þá ellefu ára. Næstu tvö ár ævi minn- ar prédikaði ég altaf þegar ég var beðinn um það, en hafði aldrei þá smurningu, sem ég hafði þráð. Svo þegar ég var orðinn fjórtán ára, fór ég eins og að flýja frá Guði. Ég komst í sömu afstöðu og Jónas. Ég fann að hönd Guðs lá þungt á mér, og ég hafði heyrt rödd hans, og þegar ég reyndi að komast undan, náði hann mér. Þegar við vorum í Vestur-Afríku, varð ég dauðsjúkur af malaríu og svartavatns hita. Og þá var það, að ég gerði Guði heit um, að ef hann læknaði mig, skyldi ég prédika fagn- aðarerindið og ávallt þjóna honum, með þeim hæfileikum, sem hann vildi gefa mér. Hann læknaði mig og ég hef staðið við loforð mitt. Síðastliðið sumar leyfðu foreldr- ar mínir mér að ferðast með hópi nokkurra trúboða. Ég var ákveðinn í því að öðlast þá smurningu, sem mig raunverulega vantaði. Og meðan ég fastaði og ba3, talaði Drottinn til mín gegn um orð sitt: „Þú munt öðlast kraft“. — „Far þú — og ég mun vera með þér.“ — „Þessi tákn skulu fylgja þeim sem trúa.“ Ég fann, að ég átti öll þessi fyrir- 24 heit. Og þar sem hann hafði lofað mér þessum krafti, þá trúði ég að það væri handa mér. Og síðan ég fylltist Heilögum Anda, bað ég um öll þessi fyrirheit. Á meðan ég bað fyrir samkomu, sem ég átti að leiða, fékk ég smurn- ingu Heilags Anda, sem aldrei fyrr. Ég bað Guð um að frelsa fimmtán sálir um kvöldið, eins og að stað- festa, að hann hefði sent mig. Og þegar ég hætti að kalla fólkið fram, höfðu nákvæmlega fimmtán sálir komið til Krists. Og ég vissi að Guð hafði tekið hönd um líf mitt. Meðan pabbi hafði samkomur í Þýzkalandi, stjórnaði ég sérstökum samkomum fyrir æskufólk. Hundruð æskumanna og kvenna hafa frelsazt og læknazt á samkomunum. Það er undursamlegt að hafa smurningu Guðs Anda! Og þennan sama kraft getur hver ung manneskja öðlazt. Æskufólk, þið eruð musteri morgundagsins. Leyfið Guði að komast að ykkur. Hvar eru Elísa, Móse og Jósúa kom- andi kynslóðar? Hver kynslóð hefur átt menn og konur, sem hafa þjónað Guði. Síð- asta kynslóð átti Billy Sunday, Gypsi Smith, Aimee Mc Pherson og fleiri. Okkar kynslóð Oral Roberts, T. L. Osborn, Billy Graham, Williain Branham og marga fleiri. En hvar eru þeir smurðu morgundagsins? Margt ungt fólk heldur að það þurfi að fá persónulegt kall, eða fá eitthvert sérstakt tákn. En hvaða kall er persónulegra en einmitt þetta: „Leggið hendur yfir sjúka, og þeir munu verða heilbrigðir.“ Ef þú trúir eiga þessi fyrirheit að fylgja þér, og staðfestast með bænalífi þínu. Hver æskumaður getur orðið sálna- veiðari. Æskan leitar hamingjunnar á ótrúlegustu stöðum, á meðan hún gengur allan tímann fram hjá dyrum guðshúsanna þar sem hún getur fundið svör við öllum vanda- málum sínum. Þú og ég erum ábyrg gagnvart Guði, vegna æskunnar í dag! Þú og ég erum þau sem þurfum smurn- ingu frá Guði til að leiða hina týndu æsku til Guðs. Þú getur eignazt kraft til að sigra vald Satans, og orðið þarfur þjónn Krists, ef þú aðeins vilt trúa, og gef- ur líf þitt til þjónustunnar. Frá starfinn I janúar fóru þau til Flateyrar og ísafjarðar, Daníel Jónasson, Gun- Britt Pálsson og Astrid Sundvisson. I ferðalaginu voru þau 3—4 vikur. Meðan þau voru þar, kom Daníel Glad frá Sauðárkróki vestur þangað. Hann var lengur á Vesturlandi, en þau, og að starfi sínu lo'knu þar, kom hann síðan til Reykjavíkur. Á þessum tíma, eða heldur seinna, fór Guðni Markússon til Stykkis- hólms, og tók þátt í samkomum þar um vikutíma. Upp úr því fór Garðar Ragnarsson til Akureyrar, til að taka þátt í vakningarviku í Fíladel- fíu á Akureyri. Þorsteinn Einarsson og Dagbjartur Guðjónsson hafa verið á ferðalögum austur í sýslum, þar til Þorsteinn fór með Guðmundi Markússyni í trúboðsferð til Norð- urlands, kringum 10. marz. Á Norð- urlandi munu þeir hafa samkomur á mörgum stöðum. Vel getur svo verið að Guðmundur fari áfram aust- ur á Vopnafjörð. I það minnsta hef- ur hann verið beðinn að koma þangað. Á

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.