Afturelding - 01.04.1962, Blaðsíða 11

Afturelding - 01.04.1962, Blaðsíða 11
AFTURELDING GUSTAV ROBERTS: REYKELSISHÆÐIN Fyrri hluti. I»ar til dagurinn verður svalur or skuffffarnir flýja, vil éff ganpa til myrruhólsins og- til reykelsishæðar- innar. Lj.lj. 2, 17. Á meffal biblíuskýrenda finnast tvær ólíkar skoðanir um það, hver það er, sem talar í þessum versum, hvort það er brúðguminn sjálfur eða brúðurin. Matthew Henry telur að það geti ver- ið hvortveggja. Próf. Myrberg legg- ur orðin óhikað á varir brúðarinnar. En nú eru brúðurin og brúðgum- inn svo samantengd, að myrruhóll- inn og reykelsishæðin tilheyra þeim báðum. Það eru staðir, sem bæði halda sig trúfastlega við. Maður getur ekki staðið á myrruhólnum. án þess að finna nálægð Jesú. Held- ur ekki á reykelsishæðinni. Við skul- um lesa þessi orð á þann veg, að þau séu brúðarinnar, og tala um hina reykelsisilmandi hæð. I. Það er til nokkuð í lífi kristins manns, sem samsvarar reykelsinu. Reykelsið er tákn bænarinnar. Hver endurfædd manneskja á sína reykelsishæð. Það átti Jesús líka. Við finnum hann oft uppi á hæðinni á hans hérvistardögum. í tjaldbúðinni voru tvö altari. Annað var í forgarðinum, en hitt í „hinu allra helgasta“. Það síðara var reykelsisaltarið. Á þessu altari átti Aron að brenna reykelsi á hverj- um i morgni og sömuleiðis hvert kvöld, þegar hann tilreiddi lampana. „Það skal vera stöðug reykelsisfórn frammi fyrir Drottni hjá yöur, frá kyni til kyns.“ 2. Mós. 30, 7—8. Og hvar sem við finnum Guðs fólk þar finnum við einnig reykelsisaltari. Það er ekki til sannur söfnuður Guðs án bænasamfélags. Ef við finnum samfélag, sem kallar sig söfnuð Guðs, en biÖur ekki, þá er það ekki annað en skrípamynd af samfélagi kristinna manna. Það er ekki söfnuöur Guðs, samkvæmt fyr- irmyndinni í Orðinu. Brúðurin kemur frá óbyggðinni ilmandi af reykelsi og myrru. Og þar sem reykelsisaltari er fyrir hendi, þar er einnig prestur, sem kveikir á reykelsinu. Það getur aldrei orðið verulegt bænalíf nema við fáum eld frá himnum. Og það er hinn mikli æðsti prestur, Jesús, sem kveikir þann eld. Við skulum taka vel eftir því, að það stendur „hin daglega reykelsisfórn." — Það er ekki viku, mánaðar eða ársfórn, heldur dagleg fórn! Það þýðir dag- legt samfélag við Guð. Og margir eru þeir, sem iðka slíkt bænasam- félag. Það gerði Daníel. Hann beygði þakkaði Guði sínum. Hann bað jafn kné sín þrisvar á dag og bað og mikið undir venjulegum kringum- stæöum svo að hann þurfti ekki að auka við bænatímann, þegar hann komst í neyð. Þannig ætti það einnig að vera hjá okkur. Þegar Israel forðum flutti sig stað úr stað, mátti ekki skilja neitt eftir, af því sem tilheyrði tjaldbúð- inni. Það varð að taka allt með, jafnvel reykelsisaltarið. Og þar sem veruleg „hreyfing“ er, þar er einnig reykelsisaltari. Ef hin daglega reyk- elsisfórn er vanrækt, staðnar hreyf- ingin. Það verður kyrrstaða, og þannig verður það í allri þjónust- unni. Það átti að brenna reykelsi kvölds og morgna. Það þýðir, að reykelsisilmurinn átti að vara við allan sólarhringinn. Eldurinn á revkelsisaltarinu brann frá morgni til kvölds, og frá kvöldi til morguns. II. Á fleiri stöðum talar Biblían um reykelsi, sem tákn bænarinnar. „Bæn mín sé framborin, sem ilmfórn fyr- ir auglit þitt, upplyfting handa minna, sem matfórn að kveldi.“ Sálm. 141,2. Og í Opinb. 5,8 lesum við um „gullskálar, fullar af reyk- elsi, það eru bænir hinna heilögu.“ Gullskálarnar sjáum við eins og tákn um helguö hjörtu, sem Guð hefur umskapað og umbreytt, svo aö þau eru ker undir reykelsið. Guð vill móta gullskálar á meöal okkar, það eru hrein og helguð hjörtu, þar sem logi bænarinnar brennur stöðugt. Skálarnar voru fullar af reykelsi. Og það þýðir að við eigum að vera fyllt og gagntekin af bænaranda. — Páll útskýrir það á þessa leið: „Með alls konar bæn og beiðni skul- uð þér biðja á hverri tíð í anda.“ Efes. 6,18. — Ó, að allir hinir heil- ögu hefðu skálarnar fullar af reyk- elsi, hjörtu sín full af bæn. Við skulum rannsaka einmitt núna, hvernig ástandið er hjá okkur í þessu efni. Við skulum minnast fleiri orða úr opinberunarbókinni. í kap. 8 og versin 3—4. Það var engill, sem stóð við altarið. „Hann hélt á gullnu glóðarkeri, og honum var fengið mikiö reykelsi, til þess að hann skyldi leggja það við bænir allra hinna heilögu á gullaltarið, sem var frammi fyrir hásætinu. Og reykur- inn af reykelsinu steig upp með bæn- 27

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.