Afturelding - 01.04.1962, Blaðsíða 12

Afturelding - 01.04.1962, Blaðsíða 12
AFTURELDIN p Kirkja FíladelfíusafnaOarins í Reykjavík um hinna heilögu úr hendi engilsins frammi fyrir Guði.“ Hér opinberast leyndardómur bænalífsins, eða með öðrum orðum, við fáum að skyggnast inn í leyndar- dóm þess. Engillinn, sem hélt á hinu gullna reykelsiskeri, er Jesús Kristur, okkar mikli æðsti prestur í hinum himneska helgidómi. Reyk- elsið, sem honum var gefið, eru bænir hans fyrir okkur. Og það reyk- elsi átti að leggjast við bænir hinna heilögu. Og í krafti þess reykelsis stíga „bænir hinna heilögu upp til Guðs.“ Það er vegna bæna Jesú, að okkar bænir eru teknar til greina frammi fyrir Guði. Við fáum bæna- svör „vegna Jesú.“ „Hann sem ávallt lifir, til að biðja fyrir þeim, sem fyrir hann ganga fram fyrir Guð.“ Og tökum eftir því, að það stendur, hænir allra hinna heilögu. Við höf- um öll sömu réttindi. Jafnvel sá aumasti á meðal okkar hinna heilögu á fyrirheitin um bænasvar. Því jafnvel bænir hans leggjast við reykelsið, sem kemur bæninni til að stíga upp til Guðs. Hallelúja! Hundraðshöfðinginn Kornelíus var frómur og guðhræddur maður. Hann bað stöðugt til Guðs. En það dróst að bænasvarið kæmi. Kannski hafði hann hugsað oftar en einu sinni: „Ætli bænir mínar verði nokkurn tíma heyrðar.“ Hann getur hafa freistazt til að hugsa þannig. En svo dag nokkurn, kemur engill Guðs til hans og sagði: „Kornelíus, bænir þínar og ölmusugerðir eru stignar upp, svo að Guð minnist þeirra.' — Hvílík gleði fyllti hjarta hans. Það var þá ekki til einskis að biðja! Við vitum svo lítið um það, sem skeður hinum megin, þegar við erum að stríða í hæninni hér niðri. En það er líka mikil huggun að vita, að okkar mikli æðsti prestur hefur tekið að sér málefni okkar, og að við hans 28 Sunnudaginn 18. febr. flutti Fíla- delfíusöfnuðurinn í Reykjavík guðs- þjónustur sínar í hina nýju kirkju- byggingu. Að vísu var það ekki að- alkirkjusalurinn, sem við fluttum í, heldur minni salur. Salur sá er þó stærri en gamli salur safnaðarins á Hverfisgötu 44. Hann er mjög vist- legur og allir hafa eitt um það að segja. Utansafnaðarmaður lýsti hon- um með þessum orðum: „Salurinn kemur brosandi á móti manni og vegna höfum djörfung til að bíða eftir bænasvari. Brúðurin sagðist vilja fara til hinn- ar reykelsisilmandi hæðar. — Guð þvingar engan til að fara þangað. Það verður að gerast fríviljuglega. Og vegurinn þangað liggur opinn fyrir alla. Ég vil, segir brúðurin Andinn er reiðubúinn, en holdið er veikt. Það kostar oft harða baráttu að fá holdið með. Við verðum að gleðjast í bæninni, eins og Páll segir. Andinn verður að fá að grípa okkur og knýja. Þá grípumst við af þessu: segir: Velkominn, hér mun þér líða vel!“ Betur er ekki hægt að lýsa því. Um þá sömu helgi, sem guðsþjón- usturnar voru fluttar í þessi nýju húsakynni, fengum við hina ágætustu heimsókn frá Svíþjóð. Það var Tage Sjöberg. Hann prédikaði strax fyrsta kvöldið og hefur talað síðan á samkomum okkar, og fær hann, sem vænta mátti, ákaflega góða áheyrn. Er óráðið, hve lengi hann stanzar, en alltaf eitthvað fram í apríl. „Ég vil fara til reykelsishæðarinnar.“ Stór hópur af helguðu fólki, mönn- um og konum, hafa frá æskuárum átt sínar mestu gleðistundir á reyk- elsishæðinni. Þessi hæð liggur mjög nálægt himninum. ( Og það blæs himneskt andrúmsloft um hana, and- legt háfjallaloft. Og það er heilsu- samlegt fyrir sálina að vera þar. Það gefur guðslífinu kraft og innblástur til þjónustunnar í Drottni. Það eru margir sem þyrftu á loftbreytingu að halda. Kannski ert þú einn af þeim?

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.