Afturelding - 01.04.1962, Blaðsíða 13

Afturelding - 01.04.1962, Blaðsíða 13
AFTURELDING OLAF BARÁS: Skn«í»;n* flýja FBAMHALDSSAGA Framh. Svo-o, umlar Andor, þaö ert þá þú sem ert á ferð, Jónas! Aðkomu- maðurinn ræskir sig. O-já! Hann lítur lymskulega á Andor. — En hvað þú ert ánægjulegur á svipinn í kvöld. — Gamli maðurinn gengur nokkrum sinnum fram og aftur um gólfið, áð- ur en hann fær sig til að svara. Töfflurnar hans eru gamlar og grá- ar, eins og hann sjálfur, en það er ágætt að hafa svona skó — ekkert hljóð heyrist, þegar hann hreyfir sig. Loks nemur hann staðar á miðju gólfi og athugar Jónas ísmeygilega. — He—ja, Jónas, á ég að segja þér nokkuð! Það er langt síðan að ég hef auðgazt eins og í dag. Ég er búinn að selja hvern einasta dropa, og svo er búið að biðja um svo mikið, að við getum ekki framleitt meira þessa viku. Jónas klórar sér ánægjulega í höfðinu með hægri hendinni. Það var ekkert við þessu að segja. Allt gekk svo vel nú. Nú vantaði aldrei peninga á heimili hans — „Skaret“ lengur. Það var annars ómögulegt að neita því, að þetta var mikill heiður, að Andor skyldi einmitt velja hann — Jónas — fyrir hjálparmann. Hversu margir í sveitinni mundu ekki fegn- ir vilja hafa þessa stöðu, sem gaf svo mikið í aðra hönd og svo ör- yggið? En þessi atvinna krafðist nú mikils líka, því bar ekki að neita. Einu sinni hafði t.d. Andor sagt sem svo, að þeir menn sem ynnu að þessu yrðu að hafa stáltaugar. — Við er- um neyddir til að starfa á meðan aðrir sofa og hvíla sig, hafði hann sagt. Taugar úr stáli, ja — hum — það var einmitt rétta orðið! Andor kunni að koma orðum að því. Jónas hló í hjarta sínu — svo var hann upp með sér yfir þessu. En í kvöld voru það aðrar hugs- anir, sem aftur og aftur gerðu vart við sig. ) — Veiztu nokkuð hvernig Jjetta hefur gengið með Aðólf Láken? spurði hann loks. — Já, Andor hafði ýmislegt heyrt, og hefur frá mörgu að segja. Að öllu sjálfráðu dregst það áreiðan- lega eitthvað áður en Aðólf verður frjáls á ný. Jónas klórar sér hugsandi í höfð- inu. — En hvernig gengur þetta með ísak Lávík? spyr hann. Andor fer á ný að ganga um gólf. — Það gengur ekki vel, svarar hann stuttlega. En það er mátulegt handa honum, hann þurfti ekki að vera að blanda sér í þetta. — Hugsa sér, ef Aðólf Láken segði nú frá því, sem við höfumst að á næturnar, segir Jónas allt í einu. Það er víst komin truflun á stáltaugarnar hans. Andor bætir í eldinn, síðan snýr hann sér að Jónasi. — Ég skrifaði honum í gær og sagði honum að vara sig, því að ef hann leyfði sér að segja nokkuð, þá mætti hann sannarlega vita á hverju hann ætti von, þegar hann losnaði úr fangelsinu — þá skyldi ég — —! Andor kreppir hnefana og starir á Jónas, dimmúðugum augum. Jónasi rennur kalt t vatn milli skinns og hörunds, þegar hann mæt- ir þessu augnaráði. Nei, Andor er víst ekki lamb að leika sér við, ef í það færi. Það er áreiðanlega betra að vera vinur hans en mótstöðumaður. Sennilega hefði hann verið með um sitt af hverju um dagana, eða svo virtist í það minnsta. Jónasi leið miður vel í kvöld. Það var svo mikil þögn fannst honum. Meira að segja úti var allt orðið hljótt. Fyrr um kvöldið hafði verið stormur, en nú hafði veðrið lægt, svo að þegar hann gekk niður eftir í kvöld, var komið næstum blæja logn. Honum líkaði ekki þetta, þögnin gat orðið þreytandi til lengdar. En taugarnar voru af stáli. Hann gat ekki varizt þeirri hugsun, að kann- ski mundi Aðólf segja einu orði of mikið um þessi næturævintýri. Hann var sannfærður um, að hinn slægi Grönne lénsmaður mundi örugglega gera allt, sem í hans valdi stæði til þess að komast að hinu rétta í mál- inu. En — fyrst Andor hafði sent bréfið þangað, þá hlaut öllu að vera óhætt, því að Aðólf var ekki af Jjeirri manntegund, að hann kæmi upp um félaga sína. Það dimmir meir og meir. Lamp- inn er því nær þurr, og kveikurinn er aðeins of stuttur. Það yrði að bæta á hann, ef ekki ætti að verða koldimmt í eldhúsinu. Andor rólar eftir olíukönnunni, og það líður ekki á löngu þar til búið 29

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.