Afturelding - 01.04.1962, Blaðsíða 15

Afturelding - 01.04.1962, Blaðsíða 15
AFTURELDING Spurt og svarað SPURT: Hvaða munur er á endur- íæðingu, réttlætingu og helgun í Camla- og Nýja testamentinu? Spyrjandi. SVAR: Hinir trúuðu í Gamla sátt- málanum, lifðu í trú á Guð og fyr- irskipanir hans. í þessari trúaraf- stöðu og hlýðni við þessi ákvæði, áttu þeir sitt frelsi og helgun. í eft- irvænting og von, horfðu þeir fram til hins komandi endurlausnara. Sælir í þessari von, lögðu þeir frá sér pílagrímsstafinn, og gengu trú- aröruggir inn til eilífðarinnar.- Eftir að Jesús deyr á Golgata, og fullkomnar frelsisverkið með dauða sínum, horfum við, í Nýja sáttmál- anum, til þess endurlausnara, sem er ltominn, og öðlumst frelsið gegn- um trúna á hann. Hins vegar er það augljóst mál, að frelsisreynsla Nýja sáttmálans er miklu auðugri, fyllri og áþreifan- legri, vegna orðs Nýja testamentis- ins og fyllingar Heilags Anda. Hún er líka auðugri og víðfemari að því leyti, að það er fyrir allar }>jó8ir, en hinn Gamli sáttmáli var aðeins fyrir Gyðinga eina. Þá voru það aðeins fáir útvaldir sem fylltust Heilögum Anda, en í Nýja sáttmál- anum er þetta gjöf til allra. Þetta undirstrikar Pétur á hvítasunnudag, er hann segir: „Og það mun verða á hinum efstu dögum, segir Guð, að ég mun úthella af Anda mínum yfir allt hold.“ * * * KIUSIINDÓMUEINN. Hann er góður íyrlr gamlar konur og börn, sagðl ungur maður, sem hatðl mlklð állt á sjálfum sér. Koml maður á samkomu, sér maður, að þar eru tíu slnn- um fleirl konur en menn. — Ef tll vill er það rétt, svaraði eldri kona, en koml maður I fangelsi, er t>ar að flnna tlu slnnum flelrl karla en konur. EF TIL VILL VEBST FYKIR FIG SJALFAN. Að samkomu loklnnl I flsklþorpl einu, kom veðurbarlnn sjómaður fram til pré- dikarans. — Þekklð þér mig aftur, spurðl hann. Fyrir um það bll tvelmur árum, töluðuð Þér yflr nokkrum fiskimönnum hér á staðnum. Munið þér eftir, að elnn þeirra gekk fram og sagðl: — Ég get mjög vel komizt af án Guðs. Og minnist þér hverju þér svöruðuð? Þér sögðuð: — Það er líka til önnur hllð á málinu. Guð getur vel komizt af án yðar! Og ekkl er gott að vita hver verður slgurvegarlnn að lokum, þér eða Guð. Ég relddist, blótaðl miklð og fór lelðar minnar. En þótt undarlegt megi virðast, þá gat ég ekkl gleymt þessum orðum. Ég ákvað að segja konu minnl frá þessu, og bjóst við, að hún mundl skemmta sér vel, er hún heyrði þetta, þvi að hún var álika guðlaus og ég. En 1 þetta sklpti hló hún ekki. Af blótsyrðum og formæl- lngum getur aldrei komið nema slæm uppskera, sagðl hún. Þetta urðu tímamót I lifi okkar. TÓMI BEKKVBINN. Tóml kirkjubekkurlnn á mælska tungu. Hlustaðu á hvað hann seglr: Við prédlkarann: — Prédikun þín er ekkl þess verð, að á hana sé hlýtt. Vlð samkomugestinn: — Þú sér, hve okkur líður llla. Við féhirðinn: — Léleg samskot i dag, hvernig á að fylla þarfir næstu mánaðamóta? Við hinn ókunna: — Hugsaðu þlg um, áður en þú hlustar á Guðs orð i þessum söfnuðl. Vlð þann, sem kom af skyldurækni: — Næsta sunnudag geturðu alveg eins setlö helma. Tómi bekkurinn mælir ð mótl prédikunarstólnum. Hann myrðir innblásturinn og leggur bönd á vonlna. Hann deyfir hina hárfinu egg kostgæfn- innar. Tómi bekkurlnn er elns og hlekkur. Hinn fulll bekkur er sem vængur. — Með hvorum bekknum viltu ganga í 110 ? KJALLARAHORNIÐ FJALLA-EYVINDUR. Einu sinni, er þau Fjalla-Eyvindur og Halla voru í hreysi sínu undir Sprengisandi, voru þau komin í op- inn dauðann af bjargarskorti og hungri. Á páskadagsmorgni sagði Eyvindur, að hann vildi lesa húslestur í Vídalíns postillu. Kvaðst hann heldur vilja verða hungurmorða að lestri loknum, en án þess. En Halla sagði sig gilti það einu, hvort væri, þau mundu lítið seðj- ast af lestrinum. Fór svo Eyvindur að lesa. En þegar hann hafði lokið lestrinum, var rjálað við kofahurðina. Eyvindur gekk til dyra og lauk upp. Sá hann þá eldishest selspikaðan standa undir kofa- veggnum. Eyvindur slátraði hestinum og á honum lifðu þau þangað til þau náðu í aðra matbjörg. En svo stóð á hesti þessum að Einar bóndi Brynjólfsson að Barkarstöðum i Fljótshlíð hafði keypt hann ári áður norður í Bárðardal og hafði stríðalið hann um veturinn. En á laugardag fyrir páska hafði hann hleypt hestinum út í vatn og einnig til að liðka hann. En um leið greip hestinn svo mikið strok, að ekkert réðist við hann og hann slapp og stefndi norður í óbyggðir. 31

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.