Afturelding - 01.12.1962, Page 3

Afturelding - 01.12.1962, Page 3
ðeins ein stjarna! Hvað er það meðal alls hins óteljandi aragrúa af stjörn- um, sem blika á himinhvelfingunni? Aðeins ein prédikun meðal hinna T mörgu prédikana, sem fluttar eru. Aðeins ein setning meðal allra setning- anna í heilli prédikun. Hvað hefur það að segja? Og þó getur ein setning haft eilífðargildi fyrir sál þína. Ein setning, eitt orð, getur, ef til vill, flutt þér orðið, eða ljósið, sem sál þín hefur alltaf verið að biða eftir. Aðeins ein stjarna. Og vitringarnir, sem höfðu samband við himininn, komust ekki frá áhrifum hennar. Hún var það, sem orð eilífrar þýðingar hefur fyrir þann, sem fær þá náð að heyra það. — „En á fimmtánda stjórnarári Tiberí- usar keisara.... kom orð Guðs til Jóhannesar Sakaríassonar í óbyggðinni." Þetta orð breytti öllu fyrir Jóhannesi. Þannig var það með stjörnuna. Þessi eina stjarna sem lýsti meðal allra hinna á himinhvelfingunni, breytti öllu fyrir vitringunum vegna þess að hún bar þeim boð- skap. Þeir komust ekki frá áhrifum hennar frekar en maður kemst frá því orði, sem Guð sendir honurn á vitjunartíma hans. Vitringarnir urðu að fylgja stjörnunni, þó að það hefði verið á heimsenda, eins og Jóhannes skírari varð að fylgja orðinu, sem hann fékk frá Guði 1 óbyggð- inni í fangelsið og dauðann. Það er svona með köllun Guðs. Hún er sterkari en dauðinn. Það segir ekkert frá ferðum vitringanna fyrr en þeir koma í Landið helga, landið þar sem lýðurinn bjó, sem átti að varðveita þekkinguna á Guði. — En þar, einmitt þar, misstu vitringarnir, þessir vegmóðu, guðhræddu langferðamenn, sjón- ar á stjörnunni. Þá villtust þeir. Um sandauðnir eyðimerkurinnar höfðu þeir far- ið þverar og endilangar, án þess að villast. En meðal þess lýðs, sem öðrum frem- ur átti að hafa lifandi samband við himininn, þar villtust þeir, þar misstu þeir sjónar á stjörnunui, er þeir höfðu séð austur frá. Það segir um mann einn í Nýja testamentinu, sem langaði til að sjá Jesúm, að hann hafi ekki getað það fyrir mannfjöldanum. Þannig var það með vitring- ana. Þeir gátu ekki séð stjörnuna vegna þess að athygli þeirra hafði beinzt að

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.