Afturelding - 01.12.1962, Blaðsíða 4

Afturelding - 01.12.1962, Blaðsíða 4
mönnum. Hún var horfin þeim á bak við breiðar herðar æðstuprestanna, sem lagðar voru gylltum axlahlýrum. Þeir skyggðu á stjörnuna, af því að ljósið í þeim var orðið myrkur. En þegar vitringarnir yfirgáfu þá, ljómaði stjarnan á ný, og „fór fyrir þeim þar til hún staðnæmdist þar yfir, sem barnið var.“ — Endanlega stóðu þeir við markið, hinir vegmóðu langferðamenn. Virðið fyrir yður hvernig ævi þeirra lauk, segir Ritningin um þá, sem fylgdu ljósinu, sem Guð hafði gefið þeim. Hér á þetta við. — Virðið fyrir yður, þessa óvenjulegu menn, sem enginn veit hverrar þjóðar voru og enginn veit nöfn á. — Virðið fyrir yður, hvernig ferð þeirra lauk. Þeir náðu alla leið. Þeir náðu mark- inu með leit sinni. Skiptir þá nokkru máli, hvort þrautir ferðarinnar skiptu hundruðum eða voru miklu færri? Er það ekki þess vegna, sem Biblían talar ekk- ert um raunir þeirra á ferðinni. Hún talar ekkert um þá fyrr en þeir koma í Landið helga. Og skiptir það nokkru máli yfir höfuð, hvað við þurfum að líða, meðan við erum á hinni jarðnesku göngu okkar, aðeins að við náum endanlegu marki, frelsi sálna okkar? Vitringarnir, sem sáu stjörnuna, þeir fylgdu henni. Þeir leituðu og fundu Krist. Jólaboðskapurinn, hvort sem við tökum hann frá Matteusar- eða Lúkasarguð- spjalli bregður upp fyrir okkur mynd af því, hvernig menn taka á móti vitjun Guðs, og ganga af stað til að finna frelsara sinn. Matteusarguðspjall sýnir okkur leiðina ofan frá, ef ég má orða það þannig, frá þeim vitru, og til jötunnar. En Lúkasarguðspjall sýnir okkur leiðina neðan frá — frá hinni óupplýstu alþýðu (hirðarnir) til jötunnar. Þar mætast þeir, þar verða állir jafnir — við jötuna. Sama endurtekur sig við krossinn, þegar Kristur deyr. Þar mætist aftur frelsis- þrá tveggja ólíkra manna. Við sjáum auðnuleysingjann koma neðan frá „Dimmu- borgum“ mannfélagsins, þar sem illvirkinn iðrast og mætir Kristi á krossinum, sem frelsara sínum. Jafnhliða sjáum við háttsettan embættismann, frá hinum þáver- andi siðmenntaða heimi, hinn rómverska hundraðshöfðingja, mæta Kristi sem frels- ara sínum — við krossinn. Þessir mjög ólíku fulltrúar þjóðfélagsins mætast báðir við dauða frelsarans. Þar verða þeir báðir jafnir, við krossinn, eins og hinir urðu það við jötuna. Hvar er hrósunin? Hún er útilokuð. Við heyrum Guð tala: Ekki er greinar- munur. — Af náð eruð þér hólpnir orðnir. Gleðileg jól!

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.