Afturelding - 01.12.1962, Qupperneq 5

Afturelding - 01.12.1962, Qupperneq 5
AFTURELDING Afturhvarf ungs læknis Ég var 27 ára gamall, segir ungur læknir, þegar spurningin: „Ertu Guðs barn?“ snerti hjarta mitt í fyrsta skipti. Þegar frá eru tekin hamingjusöm æskuár, hafði ég allt- af lifað í synd, langt frá lifanda Guði. Þar sem ég var í eðli mínu glaðlyndur, var það einasta ósk mín að njóta lífsins. Að ég ætti ódauð- lega sál, sem á hverjum degi færð- ist nærri eilifðinni, hafði ég engan tíma til að hugsa um. Eitt sinn, síðari hluta hausts, kom ég sem starfandi læknir til heima- borgar minnar. Kálur æskulýðs- hópur bauð mig velkominn. Þeim var öllum kunnugt um, að ég hafði áliuga fyrir skemmtunum, svo það tók ekki langan tíma unz ég var á valdi skemmtanalífsins þar. Ég hafði aldrei, held ég, reynt slíkt haust. Ein skemmtunin tók við eftir aðra, og lausnarorð dagsins var: „Et, drekk og ver glaður, því á morgun deyjum við.“ Innst inn í sál minni kom þó spurning upp einstöku sinnum, hvort til væri líf eftir dauðann, en hún var fljótlega kæfð niður í hringiðu dansins og glamri drykkjarglasanna. Eftir það var löngunin eftir hinu sefjandi skemmtanalífi ennþá sterk- ari en áður. Hve fjölmennur er ekki hópurinn, sem leiðist áfram á þennan hátt, án þess að hugsa um endalokin. Nú voru jólin að koma, þessi blessaða hátíð friðarins, þegar Guðs fólk syngur gleðisöngva um fæðingu frelsarans, meðan heimsfólkið sekk- ur sér æ dýpra niður í innihalds- laust skémmtanalíf. Minning jólanna er glevmd, og náðin í Kristi troð- in niður í svaðið meira en áður. Við höfðum h'ka miklar áætlanir um jólahátíðina í þetta sinn. Alla helgi- daga, já meira að segja næturnar, voru fyrir fram ákveðnar fyrir ýmiss konar skemmlanir. Eg hugs- aði mér sannarlega að njóta þeirra. En Drottinn hafði hugsað öðruvísi. Hann gerði líka skjótan enda á hið fánýta skemmtanalif heimsins. Ég varð allt í einu knúinn til að hugsa um meiningu lífsins, og spurning- una: „Ertu Guðs barn?“ Það var komið kvöld. Ég stóð til- húinn til að fara á kvöldskemmtun, þegar ég var beðinn að koma til manns, sem var mjög veikur. Mér fannst þetta mjög leiðinlegt, en þegar ég lieyrði, hvað hann var þungt haldinn, gat ég ekki neitað að fara. Sjúklingurinn var eldri maður, og var í mjög æstu skapi. Fjölskyldan stóð við sjúkrabeð hans, og var yfir- komin af ótla og kvíða. Sjúkdóm- urinn var mjög alvarlegur. Og þeg- ar ég var búinn að skoða hann, sá ég strax, að allt var vonlaust. Ef til vill gat hann lifað yfir nóttina, en varla lengur. Líf hans var að fjara út. „Herra læknir,“ sagði sjúklingur- inn, um leið og hann starði á mig, og gerði tilraun til að setjast upp í rúminu. „Er ég að deyja?“ Eins og flestir læknar gera venju- lega, reyndi ég í lengstu lög að leyna fyrir sjúklingunum að dauð- inn væri að nálgast. Að þeir ættu ódauðlegar sálir sem þyrftu að frelsast, hugsaði ég aldrei um. Nú hugsa ég með skelfingu um hins mörgu, sem ég á mínum stutta starfstima, sem læknir, hef látið hverfa inní eilífðina, án þess að segja þeim, að þeir væru að deyja, og án þess að gefa þeim viðvörun- arorð, svo að þeir gætu undirbúið sig fyrir hið komandi líf. Ég reyndi einnig nú að komast fram hjá því að segja sannleikann og sagði eins og ég var vanur: „Þér eruð vissu- lega mjög veikur, en nú ætla ég að skrifa lyfseðil og á morgun vona ég að þér verðið mikið betri. Verið fyrir alla muni ekkert órólegur.“ „Herra læknir! Nú megið þér engu gleyma. Ég spyr yður í alvöru. Og ég mun krefjast reikningsskila á orðum yðar á degi dómsins. ■— Er ég að deyja?“ Ég þorði ekki að leyna sannleik- anum Iengur. Ég stóðst ekki þetta augnaráð. „Já, ég er hræddur um að sjúk- dómurinn sé kominn á það stig, að dauðinn sé ekki langt undan.“ „En hve langan tíma get ég lif- að? Hve marga daga, til dæmis?“ „Daga? Það er ómögulegt að vita, Svona getur maður ekkert sagt um fyrirfram.“ „Herra læknir, reynið ekki að komast undan. Hve marga daga getið þér gefið mér?“ „Daga?“ svaraði ég hægt. Af- staða mín var erfið, en ég varð að segja allan sannleikann. „Ekki einu sinni nokkra daga!“ kallaði hann upp. — „þá eru það aðeins klukkustundir sem um er að ræða.“ — „Hversu margar klukku- stundir getið þér gefið mér?“ „Það veit ég ekki. Ef til vill lifið þér þessa nótt, ef til vill ekki.“ — Þá var ég búinn að segja það. — Þá henti hann sér niður í rúmið, og fól andlit sitt í höndum sér. Það var hræðilegt að horfazt í augu við sannleikann. Því næst settist hann upp á ný og hrópaði í mikilli sál- arangist: — „Aðeins klukkustundir, ekki einu sinni öll nóttin! Heims- kingi, á þessari nóttu, verður sál 69

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.