Afturelding - 01.12.1962, Blaðsíða 7

Afturelding - 01.12.1962, Blaðsíða 7
AFTURELDING FRANK MANGS: ^)óllakagll<ii2uuj Þá eru það aftur jól. Og boðskap jólanna höfum við heyrt svo oft, að við kunnum hann flest utan að: „Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn i borg Davíðs.“ En 'það er eitt að kunna orðin utan að, og annað að fá að reyna raunverulegt innihald þeirra. Aðalatriðið í hinum himneska boðskap til hirðanna á Betlehems- völlum, var Messías, hinn smurði — sá af Guði fyrirheitni hjálpari — sá sem allir trúaðir í Israel, höfðu vænzt og beðið eftir. Og hann var kynntur sem frels- ari og Drottinn, á þennan hátt: „Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur, Drottinn í borg Davíðs.“ Við vitum, hvað frelsari þýðir. Það er sá, sem kemur til hjál|)ar o.g aðstoðar í allri hættu og neyð, þeim mönnum, sem ekki eru sjálf- um sér nógir á neinn hátt. DýrS sé GuSi í upphœSum, og fri&ur á jörSu meS þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á. — Þannig hljómaði söngur englanna, og nú hljómaði hann í hjarta mínu í fyrsta sinni. í blóðinu sem rann á Golgata fann ég hreinsun frá syndum mínum, og ég sneri heim frá helgidómi Guðs sæll og glaður. Náð Guðs er í sannleika óútreikn- anleg, sem dró mig auman syndara inn að hjarta föðurins. —Þar hvíli ég svo lengi sem ég lifi og þar mun ég um eilífð fá að njóta sælu hans. Hvað orðið Drottinn þýðir í þessu sambandi held ég að við skilj- um nokkurn veginn lika. Það er sá sem ákveður, og sá sem hefur þann myndugleika að þegar hann talar, á að taka orð hans með fullri alvöru. Það er sá, sem krefst algerrar hlýðni. Við þörfnumst frelsara, því að Ritningin segir: „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.“ Við erum öll komin í þá skuld, sem ekkert af okkur getur borgað. Og það sem enn verra er, að við höfðum tapað klæðnaði Andans, því hugarfari, því eðli, sem gefur okkur aðgang að himninum, og gerir okkur mögulegt að geta fundið okk- ur heima þar. Það er þessi klæðnaður, sem er nefndur „dýrðin frá Guði“. Hún var töpuð og enginn annar en Guð sjálfur gat gefið mönnunum þessa mestu dýrð aftur til baka. „Og dýrð Drottins ljómaði í kringum j)á, og urðu þeir mjög hræddir.“ En dýrð Drottins átti ekki aðeins að ljóma í kringum þá, hún átti einnig að ljóma og geisla í gegnum þá: „Er hann vildi gera kunnugt, hví- líkur er dýrðarríkdómur þessa leynd- ardóms meðal heiðinna þjóða, sem er Kristur meðal yðar, von dýrð- arinnar.“ Þessi frelsari ber nafnið Manns- sonur. Og það þýðir blátt áfram það, að hann á að hjálpa mönnun- Frank Mangs. um í því vandasama máli, að lifa sem maður. Við þurfum hjálp til að geta hlýðnazt Guði. Þetta vitum við, bæði af persónulegri reynslu okkar, og af því, sem Guðs orð segir. Þetta sama segir rökfræðin okkur. Hefð- um við af eigin ramleik getað lifað velþóknanlega fyrir augliti Guðs, jafnt í hugsanalífi og í verknaði, þá hefðum við ekki þurft neinn frels- ara. En nú eru kringumstæður okk- ar svo vonlausar, að Jesús sagði: „Enginn getur komið til mín nema faðirinn dragi hann. ... og ég mun uppvekja hann á efsta degi.“ Messías, Sonur Guðs, er óumbreyt- anlegur. Hann er alltaf hinn sami. Annað hvort þarf hann að verða frelsari okkar og Drottinn, eða hann verður dómari okkar. Eins sannur og heill, sem Messías er, eins sönn og heil er ráðsályktun hans. Leyfum við honum ekki að verða frelsara okkar og Drottni, þá verður kristindómur okkar aðeins trúarbrögð, á meðal annarra trúar- bragða, en ekki líf, sem hefur sam- band við Guð og menn. Það verða aðeins siðvenjur, með barnaskírn og fermingu, kirkjulega vígslu og kirkjulegar jarðarfarir. 71

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.