Afturelding - 01.12.1962, Page 8

Afturelding - 01.12.1962, Page 8
AFTURELDING Jól norska sjómannsins Það er ekki svo ýkja langt síðan að þetta bar við, sem hér segir frá. Norskur, ungur maður hafði farið að heiman og ráðið sig í siglingar. í 16 ár hafði hann siglt um fjar- læg höf, en aldrei skrifað heim til móður sinnar á því tímabili. Jóla- morgun einn, eftir 16 ár, gekk hann hryggur í huga um göturnar í hafn- arborginni Cardiffs. Þar gengur hann fram hjá lítilli kirkju og heyrir orgelhljóm og sálmasöng. — Einhver ómótstæðileg tilfinning knýr hann til að ganga inn í þessa litlu kirkju. Eftir prédikunina tilkynnti prest- urinn að næsta dag yrði hátíðasam- koma í kirkjunni og allir sem hér væru viðstaddir þessa guðsþjónustu, væru boðnir velkomnir á þá sam- komu. Norski sjómaðurinn hugsaði sér að koma á þessa samkomu einnig. Hann mætti því réttstundis daginn eftir. Þegar hann var seztur, var honum réttur miði, sem talan 400 var skrifað á. Ut á þetta númer fékk hann síðar i samkomunni lít- inn gjafapakka. Hann braut pakk- ann upp og sá, að það var prjónað handklæði. Gjöf þessi vakti enga gleði hjá honum, enda var hann orðinn vanur verðmeiri hlutum. Áður en hann háttaði þetta kvöld, verður honum þó á, að taka bögg- ulinn upp aftur, og veitir hann því þá athygli, að við handklæðið er fest bréf með títuprjóni. Utan á bréfinu stóðu þessi orð: „Til sjó- mannsins, er móttekur þessa litlu gjöf.“ Norðmaðurinn brýtur um- slagið upp og les innihaldið: „Ég er sjötíu ára gömul, og á þrjá syni, sem allir eru á sjónum. Einn af þeim er búinn að vera 16 ár að heiman, en hefur aldrei skrif- að heim til mín á þessu tímabili. 72 Ég veit því ekkert um hann eða hvar hann er niðurkominn.“ Síðan var greinileg undirskrift, nafn og heimilisfang. Og frá hverj- um haldið þið að bréfið hafi verið? Engri annarri en móður norska sjó- mannsins. — Norðmaðurinn hafði óeyddar af mánaðarkaupi sínu kr. 300.00 í veskinu. Þessar krónur lagði hann til hliðar og keypti síð- an farmiða með fyrsta skipi heim til Noregs, og heim til móður sinnar. Vegir Guðs eru órannsakanlegir. Við endursegjum hér játningu konu forstöðumanns, er við lásum í „The Christian Herald.“ Hún tal- ar hirspurslaust og orð hennar eru markviss. — Langt að kom guðsmaður gangandi. Hann spurði, hvort ég vildi verða eiginkona hans. Ég gaf honum mitt já og mitt hjarta. Frá þeirri stundu höfum við starfað hlið við hlið, jafnt í víngarðinum og musterinu. Lífið hefur verið mér fagurt, ljúflegt og auðugt. — En leyfið mér nú að segja ykkur, systur og bræður, að ég er alls ekki fullkomin. Mér er það ljóst, að ég er allra augnagaman eins og fiskur í lagardýrabúri. Hvað sem ég geri, vita allir um leið. Það sem ég tala er kunngert á torginu. Þar sem ég geng, fylgið þér mér eftir með augum ykkar. Stundum blæs fólk í básúnur fyrir mér, svo að það heyrist bæði yfir borg og byggð. Ég verð alltaf að vera á varðbergi. Komi ég í musterið í nýrri kápu, hvíslar fólkið á bak við mig: „Þetta er alltof dýr kápa fyrir forstöðu- manns konu. Hann fer í skuldir fyr- ir yfirlæti hennar.“ Ef börnin míp leika sér á lóð nágrannans, er undir eins sagt: „Hugsið ykkur, hvað hún Meðal hinna mörgu gjafapakka, er deilt var út þennan jóladag í liafn- arborginni Gardiff, vitum við fyrir víst, að einn gjafapakkinn náði sínu ákveðna marki. Hvers vegna? Vegna þess að í fjarlægum byggðum Nor- egs sat gömul og lífsþreytt móðir, sem daglega bað fyrir sínum týnda syni. Hún vissi ekki, hvar hann var niður kominn, en hún vissi að Guðs augu hvíldu yfir vegum hans, og til þess Guðs bað hún bæn trúarinnar á hverjum degi. elur börnin sín illa upp.“ Og ef ég hirti þau, hrista nágrannarnir höf- uðin og fárast yfir þeirri harðúð og miskunnarleysi, sem ráði í heim- ili forstöðumannsins. Þeir sem koma í heimili mitt renna rannsakandi augum yfir hvern hlut og inn í hvert horn í heimilinu, til að athuga, hvernig ég þrífi og hirði heimili mitt. Vei mér, ef allt er ekki á sínum stað! Ekki sízt í eldhúsinu. Það sem þá er uppgötv- að, er prédikað undir eins á þök- um uppi. Skiljið þið það ekki ennþá, að ég er önnum hlaðin, og ég þarf á margvíslegan hátt að hjálpa manni mínum í starfi hans? Hafið þið gleymt því, að í heimili mínu hefur aldrei heyrzt hljómur af silfurmunum né málrómur þjón- ustukvenna? Sannlega segir ég yður: Vísdóm- ur og náð óska ég að sé mín eina fegurð. Með sjálfsgát og ótta vil ég leitast við að ganga veg minn, alla mína ævidaga. Ég bið að augu mín verði vökul, svo að fótur minn festist ekki í snörunni. Og ég vil leitast við, svo langt sem mér er mögulegt, að vera ykkur allt í öllu, ykkur máttugu og fullkomnu í söfn- uðinum! Játning: konii for§töðuniann§

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.