Afturelding - 01.12.1962, Blaðsíða 9

Afturelding - 01.12.1962, Blaðsíða 9
AFTURELDING „Fyrst þökkum við Guði, síðan göngum við í veizlusalinn" í 4.—5. tölublaði Aftureldingar þessa árs, var lítillega sagt frá Bandaríska geimfaranum John Glenn ofursta. Eftir að það var birt, barst okkur í hendur grein úr „Chicago Tribune“, sem er stærsta blað heims. I þessu blaði var for- síðugrein um geimfarann, með feit- letraðri fyrirsögn, er hljóðaði svo: „Glenn rides in space with faith in ihe Lord“. — Glenn ferðast gegn- um himinrúmið í trú á Drottin. Afturelding tekur nokkuð upp úr J>essari grein, enda þótt sumt hafi áður verið sagt í Aftureldingu. ,,....Ég sat ekki og baðst fyrir allan tímann í geimskipinu," sagði John Glenn í samtali við öldunga- deildarþingmanninn, Alexander Wilfey. „Ég hafði of mörgum hundr- uðum hluta að sinna á þeim stutta tíma, sem geimferðin stóð yfir til þess að ég gæti það. En ég veit að þar sem ég er, þar er Guð. Auk þess hef ég til margra ára leitazt við að lifa þannig, eins og hver dagur væri minn síðasti dagur. Ég verð þó að viðurkenna 'að mér hefur oft mis- tekizt, en ég byrja alltaf á ný. Frið við Guð og menn hef ég öðlazt fyr- ir mörgum árum. Kristindómur minn er ekki eins og brunalúður, sem lætur heyra í sér á vissum neyð- arstundum í lífi mínu, og svo þegav hættan er liðin hjá, þarf ég ekki á Guði að halda.“ Að þessum orðum Glenns hafði hinn æruverðugi mannfjöldi hlust- að með kirkjukyrrð. En þegar hann sagði þessi orð, kafnaði rödd hans í geysilegu lófaklappi hins mikla mannfjölda. Mörgum kom nú óneitanlega í hug, það sem rússneski geimfarinn, John Glenn Gagarin hafði sagt, eftir sína geim- för, að hann liefði hvergi séð Guð eða orðið hans var. En Glenn ofursti sagði með lotningu, að Guð hafi verið þar sem hann var. Eftir geimferðina voru foreldrar Glenns sóttir til þess að vera við- stödd þá veglegu veizlu, er geim- faranum var gerð af hinu opinbera. Veizlan skyldi fara fram í þekktum skóla. En áður en gengið var til veizlunnar, sagði móðir Glenns við rektor skólans: „Fyrst skulum við þakka Guði fyrir það að John er kominn heill á húfi aftur til jarðar. Síðan göngum við í veizlusalinn.“ Og þannig varð það. Sagt er að þessi ákveðna afstaða geimfarans til Guðs hafi haft mikil áhrif á trú fólks og kristnina al- . mennt í Bandaríkjunum. Sézt það bezt á þeim orðum sem þingmaður úr öldungadeildinni sagði, er hann ávarpaði geimfarann. Þessi þing- maður var Robert Kerr frá Okla- homa, og er forseti öldungadeild- arinnar; Hann þakkaði John Glenn með hrærðum orðum fyrir það, sem hann hefði gefið amerísku þjóðinni, með vitnisburði sínum um lotningar- fulla trú á lifandi Guð. Að lokum sagði forseti öldungadeildarinnar: „Með þessu fordæmi hafið þér gefið þjóð vorri og öllum heiminum ómet- anlega gjöf, andlega gjöf, sem hef- ur hrært hjörtu okkar allra.“ Gera kristniboðarnir nokkurt gagn? „Heldur þú að kristniboðarnir geri nokkurt gagn á Kyrrahafseyj- unum?“ Þessi spurning var lögð fyr- ir ungan, trúaðan sjómann, er hann kom frá siglingu yfir Kyrrahafið. „Ég skal segja þér nokkuð, sem lýsir því fullkomlega,“ svaraði sjó- maðurinn. „I fyrra strandaði skip okkar við eyju, þar sem annað skip hafði strandað árið áður, og þá var öll skipshöfnin myrt. Þú getur sjálf- ur skilið tilfinningar okkar, þegar við sáum, í hve hræðilegan voða, við vorum komnir. Skipið sem við vorum á, var að liðast í sundur á skerinu og við vissum, að ef við reyndum að synda í land, mundum við mæta dauðan- um á ennþá hræðilegri hátt. Þegar birta fór af degi, sáum við okkur til skelfingar, að margir bátar stefndu í áttina til skipsins. Við vissum ek'ki annað, en að okk- ar síðasta stund væri komin. En þegar þessir eyjarskeggjar komu nær, tókum við eftir, að þeir voru klæddir enskum fötum og sum- ir þeirra töluðu ensku. Næsta sunnudag var öll skipshöfn- in komin á samkomu til að hlusta á orð Guðs, og þar fékk ég tækifæri til að taka þátt í brotningu brauðs- ins. Við sungum sálmana, sem við vorum vanir að syngja heima í Skot- landi. Ég veit ékki, hvað þú liugsar um kristniboð, eða hvort þú álítur að kristniboðarnir sem höfðu komið til eyjarinnar á milli skipsstrandanna, sem ég nefndi, hefð'u gert nokkurt gagn. En ég veit hvaða skoðun ég hef á því.“ 73

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.