Afturelding - 01.12.1962, Síða 10

Afturelding - 01.12.1962, Síða 10
AFTURELDIN G Ráðstöfun Guðs í lok síðustu aldar var lærður að- alsmaður frá Kóreu, Ji, Sang-Jai að nafni, haldinn í fangelsi í tvö ár, vegna óvarkárra ummæla gegn — stjórnarfari Austurlanda, og í byrj- un stríðsins, milli Japana og Rússa, var hann tekinn fastur á nýjan leik, án þess að hann vissi hvers vegna. „í eymd minni,“ sagði hann, „gerði ég það af tilviljun að lyfta upp einni af hinum grófu svefnmottum, sem lágu á gólfinu í fangaklefanum. Þar kom ég auga á litla bók í rauðri kápu, sem hafði kínverska áritun, sem þýddi: Jóhannesar guðspjall. — Þó að ég hefði fundið heilsudrykk, hefði ég ekki getað orðið glaðari. Þetta var einmitt bók sem ég gat lesið. Ó, hvílík bók. Ég las hana til enda þann dag. Já, alla kapi- tulana, 21 talsins. Þetta var brauð lífsins fyrir mig. Daginn eftir las ég allt saman á ný, og meðan ég las, bað ég Guð að opna augu mín. Og þið megið trúa því, að því meira sem ég las, því dýrðlegri varð Jesús fyrir aug- um mínum, sem frelsari. Ég hafði áður haft rangar hugmyndir um hann. Hann er sannarlega sá, sem Jóhannesar guðspjall segir um hatm — sonur Guðs! Þegar ég var búinn að lesa þessa bók tuttugu sinnum, fékk ég morgun einn tilkynningu um það, að ég væri frjáls. „Frjáls!“ endurtók ég við hers- höfðingjann, sem flutti mér tilkynn- inguna. „Hvers vegna kom ég hing- að, og hvers vegna er ég nú frjáls?“ „Ég veit það ekki,“ svaraði hann. „Ég veit aðeins að þú ert frjáls.“ Ég var mjög hugsandi, er ég snéri heim á leið. Og oft hef ég spurt sjálfan mig: „Hvers vegna kom ég i þetta fangelsi, og hvers vegna var 74 ^ S I N Hin heilaga borg. Þegar Ben-Gurion forsætisráð- herra Israels var í heimsókn í Sví- þjóð s.l. sumar, var hann í hádegis- verðarboði hjá borgarstjórn Stokk- hólmsborgar. Við það tækifæri gaf hann Stokkhólmsborg bók um Jerú- salem — „Hin heilaga borg“. Bókin var bundin í silfurband og þótti hin mesta gersemi. Gjöfin vakti mikla athygli. * * * Sannfœring og trú. Við hádegisverðarboð það, sem Ben-Gurion afhenti fyrrnefnda gjöf, sagði hann meðal annars: „Það sem við (ísraelsmenn) þurfum fyrst og fremst, er sannfæring og trú. Þetta tvennt er það, sem hefur hjálpað okkur til að skapa Ísraelsríki. Það er hin gamla Biblíu-trú og sönn vísindi, sem munu umskapa heim- inn. Vísindin verða að sameinazt samvizkunni. Þá, en ekki fyrr, geta þau þjónað mannkyninu. * * * Ráðherra leiðir bibliulestra. Það er vitað mál, að Ben-Gurion forsætisráðherra ísraels, er játning- arkus í trúarefnum. Þetta var vitað löngu áður en hann átti samtal sitt við Morgunblaðið 16. sept. s.l. og ég svo látinn laus? En ég heyri svarið í minni eigin sálu. Það var ráðstöfun Guðs! Ég varð að koma í fangelsið, til þess að læra að þekkja Jesúm þar. Ég þakka Guði fyrir alla umhyggju fyrir mér.“ Þegar Ji, Sang-Jai kom út úr fangelsinu, byrjaði hsnn að starfa fyrir Guð, og varð postuli og kenn- ari í sínu eigin landi, Kóreu, í 24 ár. D U R ^ neitaði þar guðdómi Jesú Krists. í þessu efni er hann samnefnari þjóðar sinnar, sem bíður eftir því að ganga gegnum heitan reynslu- eld, áður en augu þeirra opnast fyr- ir því iað Jesús er sonur Guðs og frelsari allra manna. Samt er hann svo trúaður á Guðs orð í Gamla testamentinu, öruggleika þess og óskeykulleika, að hvern fjórtánda dag leiðir hann vísindalega biblíu- lestra út frá Gamla testamentinu. Biblíulestrar þessir fara alltaf fram í heimili hans. % * * „Var ekki einu sinni nóg?" Samkvæmt fréttum frá Jerúsalem er það í undirbúningi að endur- reisa Sódómu. Meiningin er að hún verði úr hófi fram tízku-skemmti- staður, með spilavítum og öllu hugs- anlegu og óhugnanlegu í þá átt. —- Við Dauðahafið er pottöskugróf, einu minjar, sem minna á, hvar Sódóma var. Einmitt þarna er hug- myndin að endurreisa hina nýju Sódómu. Hinn strangtrúaði stjórn- málaflokkur í ísrael hefur gefið út kröftuga aðvörun til þeirra, sem vinna að þessu, og þeir spyrja: „Var einu sinni ekki nóg?“ * * * Teófílus biskup. Teófílus Matulionis biskup í Kai- siadorys í Lithauen er dáinn fyrir stuttu síðan, 90 ára gamall. En 24 ár af ævi sinni lifði hann í rúss- nesku fangelsi og fangabúðum. * * * Systir einrœðisherrans. Agosta heitir systir Fidel Castros einræðisherra á Kúbu. Hún er mjög þekkt og vinsæl söngkona á Kúbu Hún hefur snúið sér til Krists og syngur síðan mikið á samkomum frjálsra, kristinna safnaða.

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.