Afturelding - 01.12.1962, Qupperneq 11

Afturelding - 01.12.1962, Qupperneq 11
AFTURELDING jSoLfitmfnx) (tá ktLstmbö!)s zt<it(L í september síðastl. var ritstjóri Aft- ureldingar á Kristniboðsmóti í Stokk- hólmi. Þátttakendur í móti þessu voru 'kristniboðar frá Hvítasunnu- hreyfingunni víðsvegar að úr heim- inum. Gáfu þeir hinar athyglisverð- ustu upplýsingar um kristniboðið frá þeim löndum, sem þeir voru full- trúar fyrir innan Hvítasunnuhreyf- ingarinnar. Frá Brasilíu voru nokkr- ir fulltrúar, en þar hefur Hvítasunnu- vakningin haft slíkan framgang að furðu sætir. Upplýst var á móti þessu, að Hvítasunnusöfnuðirnir þar hefðu nú kringum eina milljón með- lima. Þar að auki væru um 200,000 sem væru frelsaðir, en væru ennþá ekki orðnir skráðir meðlimir. Eru um 50 ár síðan fyrstu hvítasunnu- trúboðarnir komu til Brasilíu og alltaf heldur vakningin áfram með sömu vakningareinkennum og hún byrjaði með. Einn af þeim sænsku kristniboð- um, sem standa nú mitt í vaknirig- unni í Brasilíu, er Nils Taranger. Rétt fyrir kristniboðsmótið í Stokk- hólmi birtist grein eftir hann í Evan- gelii Harold, og myndir þær sem hér fylgja með. Afturelding endur- segir greinina hér: „Frá duldri geymd frumskóganna, frá stráhúsunum á hinum endalausu sléttum, frá iðandi gný stórborg- anna, og frá Indíánunum, er mæna frá háum tindum Andesfjallanna, stígur djúpt andvarp frá kvöldum brjóstum: — Komið hingað og hjálpið okkur, og fræðið okkur um veg hjálpræðisins. Þetta er neyðaróp, áfrýjun til alls safnaðar Guðs á jörðu, að senda ljósbera til hins aumstadda fólks, er situr innslungið í myrkri kaþ- ólskunnar, og synda- og glötunar- innar djúpu nótt. Hver er sá, sem í dag vill taka undir með spámann- inum og segja: „Herra, hér er ég, send iþú mig.“ Á fjallstindi á landamærum Chile og Argentínu stendur mikil mynda- stytta af Drottni Jesú Kristi. Styttan er steypt upp úr gömlum fallbyssu- málmi í minningu um friðarsátt- mála, er gerður var án blóðsúthell- ingar, milli þessara tveggja ríkja. Á fótstalli myndastyttunnar stend- ur þetta letur: , Fyrr skulu fjöll þessi verða að ryki, en þjóðir Argen- tínu og Chile brjóti friðarsáttmála þann, er báðar þjóðirnar hafa gert hvor við aðra við fótskör endur- lausnarans!‘

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.