Afturelding - 01.12.1962, Blaðsíða 14

Afturelding - 01.12.1962, Blaðsíða 14
AFTURELDING Athyglisvert skjal Skjal það, sem hér segir frá, fannst í Westminster Abbey í London. Enginn veit, hve gamalt það er, þvi að á því er engin dagsetning né undirskrift. ÞaS hljóSar svo: Sérhver þjóð mundi búa við stöð- uga blessun, sem ekki léti stjórnast af neinum reglum öðrum, en þeim, sem eru í hinni blessuðu bók, sem við köllum Biblíu. Þar er sagt frá svo fullkomnu kerfi, að það þarf engu við að bæta og ekkert frá að draga. Bókin segir frá hlutum, sem nauðsynlegt er að vita um, og nauðsynlegt að gera. Bókin er skrifuð jafnt fyrir kon- unga og betlara. Hún er ráðgjafi þjóðþinga, valdstétta og embættis- manna. Hún skuldbindur votta, krefst óhlutdrægra dóma af dóm- stólum, og gefur dómurum vizku til að dæma rétta dóma. Hún krefst virðingar við foreldra, og hlýðni af börnum. Hún sýnir tak- markanir ríkisstjórna, og segir hvers yfirvöldin geti krafizt af þeim, sem undir þau eru settir. Hún krefst þess, að þeir, sem þjóna, skuli hlýða yfirboðurum sínum, og hún heitir þeim blessunum ">g varð- veizlu, sem fylgja þeim vegi, er hún fræðir um. Iiún lofar fæði og klæðum. Hún er málsvörn alls réttlætis, og segir, að allir, sem undiroki aðra, verði dæmdir. Hún er bin fyrsta bók, hin bezta bók og hin elzta bók í heim- inum. Hún er hinn bezti leiðarvísir, gefur hina mestu gleði og ánægju, sem hægt er að öðlast. Hún geymir hið bezta lagasafn og segir frá hin- um mesta leyndardómi. Hún flytur þann bezta boðskap og gefur hina rnestu huggun leit- andi, spyrjandi og sorgfullum hjört- 78 um. Hún talar um eilíft líf, og fræð- ir um veginn til eilífrar dýrðar. Hún gefur stutt yfirlit yfir það, sem liðið er, og segir sannleikann um það, sem muni ske í framtíðinni. Hún opinberar okkur liinn eina sanna Guð, og fræðir okkur um veginn til hans. Alla aðra „guði“ setur hún til hliðar, og kennir, að það sé þýðingarlaust að tilbiðja þá. Hún fræðir okkur um það, sem er rétt og rangt. Hún er bók vizkunn- ar, sem dæmir alla heimsku, en gerir hinn einfalda vísan. Hún afhjúpar alla lygi og glappaskot. Hún er lífsins bók, er sýnir veginn frá eyði- leggingunni. Að skilja hana er í sannleika það sama og að vera vitur. En virða hana að vettugi, er vöntun á vizku. Hún geymir fullkomið lagakerfi- Hún fræðir okkur um mannlegt líf, um ferðalög á landi og legi. Hún er hin bezta bók fyrir konunga, og fyrir húsmæður er enginn leiðar- vísir betri. Æskumanninum gefur hún hina beztu leiðsögn. Hún er spennandi fyrir skóladrengi og meist- arastykki fyrir hinn lærða. Og það sem setur kórónuna á verkið, er að höfundur hennar er HANN, sem alltaf er hinn sami, og hjá hverjum er enginn umbreyt- ingarskuggi. Vitnisburður þekktra manna um Biblíuna Ágústínus: Heilög ritning kennir okkur að elska himininn og fyrirlíta hið jarðneska. Hún er æðsta vizka alls vísdóms og þekkingar. Legg stund á það að þekkja hana, les hana mikið. Hún er betri en olía, sann- ari en gull, hreinni en silfur. Hún dregur okkur til Guðs, þvingar okk- ur til að elska Guð,upplýsir hjörtun, helgar sálina, hrekur hurt léttúðina, linar þjáningarnar, gefur von, krýn- ir ellidagana, menntar æskumann- inn og stöðvar reiðina. * * * Walter Scott: Biblían — sú undur- samlega bók. Ekkert jafnast á við hana, sem gefur hverri manneskju hugsvölun í neyð hennar, er gengur á vit hennar. Biblían er sannleikur, sem aldrei verður gamall, hún gef- ur gleði sem maður verður aldrei þreyttur á, kórónu sem aldrei ryðg- ar, hugsvölun við áhyggjum, ró í þrautum, sælurika von og óforgengi- legt líf. Þetta eru þær gjafir, sem Drottinn gefur þeim, sem elska hans Orð. Anders örne: Ég er óendanlega þakklátur Guði fyrir það, að ég fékk að alast upp á litlu sænsku sveitaheimili við strangan foreldra- aga, í kristilegum anda. Foreldrarnir gerðu mig snemma kunnugan því góða forðabúri, sem heitir Biblía. Jafnvel á því tímabili ævi minnar, sem ég varð fráhverfur trúnr.i, hélt ég áfram að lesa Biblí- una og læra af henni, sem hefur inni að halda þann mesta vísdóm, sem hægt er að finna. * * * Óskar prins Bernadotte: Ég hef öðlazt syndafyrirgefningu og frelsis- vissu gegnum fyrirheiti Biblíunnar. Með lestri Biblíunnar hef ég fundið, hvernig Guð hefur fóstrað mig upp, og sýnt mér, hvar vegurinn liggur í fótspor Krists. Rödd samvizkunn- ar nægir ekki í þessu efni. Biblían gaf mér frelsi, ljós og allt. Biblían inniheldur hið hreinasta vatn, sem slekkur þorsta minn og hreinsar sál mína.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.