Afturelding - 01.12.1962, Qupperneq 15

Afturelding - 01.12.1962, Qupperneq 15
AFTURELDING ~OaknLngLn kdmut Dr. CHARLES PRICE: Gelum við vænzt þess að fá að lifa endurlífgun af guðsótta hinna gömlu, góðu tíma, áður en Jesús kemur? Getum við vænzt úthelling- ar Heilags Anda, áður en himinn- inn opnast og frelsari heimsins kem- ur til baka, til að sækja sitt endur- leysta fólk? Ég hef fulla vissu um það, að við stöndum frammi fyrir hinni allra mestu vakningu, sem komið hefur hinn síðari tíma. Vissulega er mér vel kunnugt um hið mikla fráfall og bakhvarf frá kirkju og kristin- dómi á hinum síðustu áratugum. Því skyldi maður ekki sjá það, hvernig kirkja og kristni hefur misst tökin á öllum þorra manna. En þrátt fyrir þetta, heyri ég þyt- inn af því lífgefandi regni, sem koma mun. Ég fagna í hjarta mínu yfir því, sem koma skal. Ekki þori ég að segja það, að allar kirkjur eða trúarsamfélög, muni bjargast úr tízkuhrögðunum. En ég trúi því, að Henry Ford: Allt, sem ég veit um góðleika, sannleika, ábyggilegheit og fyrirmynd, hef ég lært af Biblíunni. I skólanum hlustaði ég hvern morg- un, þegar lesinn var kapítuli úr Biblíunni, áður en kennsla hyrjaði. Það var einmitt þá, sem ég fór að elska og virða hina Heilögu bók. Síðan hef ég ígrundað hana, og væri það á mínu færi að koma því í fram- kvæmd, þá mundi ég lögskipa það, að einn kapítuli í Biblíunni væri lesinn hvern morgun í hverri skóla- stofu um þver og endilöng Banda- ríkin. Or bóklnni „Sagt'um Biblluna". heilar byggðir og borgir muni hrær- ast af krafti Heilags Anda. Vakning mitt í fráfallinu! Minn- umst þess að allar vakningar hafa orðið til á tímum dapurleika og deyfðar. Þegar kraftur Andans hefur staðið sem allra lægst, og hjörtun hafa verið tóm af langvarandi vönt- un, hefur einn eða annar Jóhannes skírari komið fram, rödd sem hefur hrópað í eyðimörkinni. Og það var í svona myrkri, sem þeir krossfestu Drottin dýrðarinnar. Af fáum næstkomandi kynslóðum, hrærði eldurinn frá íyrsta hvíta- sunnudeginum keisaradæmin, ger- breitti samsetningi þjóðanna og um- formaði allt Iandabréf heimsins. Hinir Andans fylltu sendiboðar gróðursettu krossinn í sjálfri Róm, og ekkert mannlegt vald megnaði að knésetja fagnaðarerindið á sigurbraut þess. — Frá þeim tíma til okkar daga, hefur vakningin ávallt fæðzt á dimmri nóttu. Það er allra líkast því, sem mannlegt eðli neiti því að leita Guðs, fyrr en neyð og angisl neyðir okkur til þess. Mennirnir vilja ekki spyrja eftir veginum heim, fyrr en það hefur farið svo illa fyrir þeim, að þeir verða að viðurkenna, að þeir hafa farið villir vega. LJt úr þessu myrkri, er hið særða og blæðandi mannkyn ráfar í, verða mennirnir að bjargazt af Andansfylltum söfnuðum og verða leiddir til baka inn í það sólskin, sem skín á fjalli Guðs. Siðaskiptin fæddust á myrkum tíma. Það var hróp glataðra manna og kvenna eftir frelsi, sem það lrafði aldrei þekkt. Þetta hróp fæddi trúna í hjörtum þeirra, er tendraði eld siðaskiptanna í einu landi eftir annað. Þegar Marteinn Lúter stóð upp og hrópaði: „Hinn réttláti mun lifa fyrir trú,“ tendraði hann á ný eld endurfæðingarinnar, sem lýsti á hinni myrku nótt tímans. Vakningin var komin! Við mundum aldrei finna snert- inguna af Guðs mjúku hönd, ef hann sæi engin tár á hvörmum okk- ar, sem hann vildi þerra. Við mund- um aldrei geta vonað á upprisuna, ef engin gröf væri til. Við mund- um aldrei fá að reyna endurfæðing- una, ef við þráðum hana ekki. Að- eins þegar við erum hjálparvana, vitum við, hvernig við skulum biðja um kraftinn. Ég trúi því af öllu mínu hjarta, að núverandi sorglegt ástand kristn- innar, þvingi okkur niður á knén, og svar himinsins, þegar það loks kemur, verði sem hvinur af vold- ugum stormi, er heyrast muni um heim allan. Maðurinn byrjaði líf sitt í Edens aldingarði, og í Eden mun hann enda. Hann byrjaði með þvi að Guð gekk með syndlausum manneskjum og talaði við þær meðfram hægt- hnígandi vötnum og ilmandi blóma- hafi, þar sem hvorki sorg, synd né dauði var þekkt. Það mun enda á sama hátt. Söfnuður Guðs á jörð- unni byrjaði með hvítasunnunni, og hann mun enda skeið sitt með hvíta- sunnu. Söfnuðurinn byrjaði með út- hellingu Andans, gáíum Andans og guðdómlegum krafti, sem ekkert vald á jörðu gat slegið niður eða hindrað. Á síðustu dögum mun Guð úthella Anda sínum yfir allt hold. Þeir hlut- ir og fyrirbæri, sem liggja framund- an okkur, eru miklu meiri, en við höfum hingað til reynt. Það sem við reynum í dag, er ríkara og meira, en það sem við reyndum í gær. — En ég fagna og gle'Sst í hjarta mínu yfir því, sem Guö œtlar sér aS gera á morgun! 79

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.