Afturelding - 01.12.1962, Page 16

Afturelding - 01.12.1962, Page 16
AFTURELDING Ef Þetta það sem koma skal? Ritstjóri nokkur i Stokkhólmi, Gunnhild Höglund, stingur upp á því að stjórn kirkjugarðanna þar í borg, fái það verkefni að semja, ekki helgisiðalög (ritúal), heldur handbók með þar til völdum kvæð- um, skáldskap, er megi nota við jarðarfarir guðleysingja. Nefndur ritstjóri heldur því fram, að þar sem trúfrelsi sé í Svíþjóð, beri kirkjum skylda til að opna dyr sínar fyrir jarðarförum guðleysingja, eins og fyrir hinum, sem ekki eru það. Af þessu tilefni kveður prestur einn sér hljóðs. Það er séra Allan Christiern. Segir hann að auðvitað sé það skýlaus réttur, að sérhver maður fái frjálsræði til að vera jarðsunginn í samræmi við þá lífs- skoðun, er hann hafi lifað í og að- hyllzt. En jafnframt leggur séra Christiern ríka áherzlu á það, að ekki komi til mála, að heimilað verði að kirkjurnar verði opnaðar fyrir ekki-kristnum jarðarförum, og útilokað sé að prestar geti veitt slíka þjónustu. Talið er, að það sé dauði hins þekkta guðleysingja, Karls Kill- blóms, sem nú hafi blásið eldinum í þetta mál að nýju í Svíþjóð. — Turne Nerman, en hann virðist vera í stjórn, eða jafnvel stjórnarformað- ur kirkjugarðanna, stingur upp á því að stjórn kirkjugarðanna, skuli hreinlega tilskipa siðameistara guð- leysingja. Hann þykist þess fullviss, að það verði erfitt að fá fólk, sem vilji hjálpa til við slíkar jarðarfar- ir, því að það sé nógu erfitt að fylgja fólki til grafarinnar, segir hann, þótt það sé ekki sér- staklega auglýst að hinn dáni hafi verið guðleysingi. „Hver er Drottinn, að ég skuli 80 hlýða honum,“ sagði Faraó forðum. Þetta, sem hér er vakin athygli á, minnir okkur á orð Heilagrar ritn- ingar: „Heimskinginn segir í hjarta sínu: Enginn Guð!“ Heimspeking- urinn Voltaire reyndi að afsanna Guð. Hann talaði háðulega um Guðs orð, er milljónir manna, bæði í samtíð hans, og fyrir og eftir hana hafa fengið alla sína hugg- un frá, bæði í lífi og dauða. Eftir hundrað ár, sagði hann, verður kristindómurinn eins og þjóðsaga, og þá finnst Biblían ekki nema, sem minjagripur á Jjjóðminjasafni. Voltaire gekk út úr tímanum. Hundrað árin líka, sem voru við- miðun hans upp á varanleika Guðs heilaga orðs! En áður en þau voru liðin var búið að breyta húseign Voltaires í bókasafn, fyrir Biblíur. „Hver er Drottinn, að ég skuli hlýða honum?“ Hitler kom fram. Hann lagði fyrir þjóð sína að setja „Mein Kamp“ alls staðar í staðinn fyrir Biblíuna, og milljónir afvegaleidds æskulýðs hrópuðu: „Heil Hitler!“ En Hiller gekk einnig út úr tímanum með þeirri dulmögnúðu vansæmd, að enginn veit enn með neinni vissu, hvernig hann dó. Á honum rættist Guðs orð: „Staður hans þekkir hann ekki framar.“ Ekki einu sinni hans eigið land, eða hans eigin höf- uðborg þekkir stað hans, sem hann dó á. — Fáum árum eftir að Hitler var horfinn, og enginn vissi hvert, var farið að ræða um það að hans einkakvikmyndahús í Berchtesgaten yrði breytt í fagra kirkju, er rúma skyldi á annað þúsund manns í sæti. — „Hver er Drottinn, að ég skuli hlýða honum?“ Þýzkur guðleysingi sem í ofmetn- aði sínum og drambsemi afneitaði tilveru Guðs, boðaði tákn nokkru fyr- ir dauða sinn, og sagði: „Ef Guð er til, })á munið Jrið finna höggorm á gröf minni, er þið takið gröfina fyrir líkkistu mína.“ í ofmetnaði sínum tók hann til svo fráleitt tákn. Hann gekk út úr tímanum. Hann dó og gröfin var tekin, og hið furðu- lega bar við, að grafarmennirnir fundu, ekki einn höggorm, heldur höggormahreiður, þar sem mælt var fyrir gröfinni. Grafarmennirn- ir héldu sig hafa drepið þá alla. En annað kom á daginn. Eftir að búið var að jarða manninn, sáust aftur og aftur höggormar á gröf hans, al- veg eins og gröf vesalings guðleys- ingjans væri höggormauppspretta. — „Hver er Drottinn, að ég skuli hlýða honum?“ Ásmundur Eiríksson. Enn lifir arísögn þula. LítiS til liSinna alda og gœtiS að: Hver hejur treyst Drottni og orSiS til skammar? E8a hver hejur óttazt Drottin staSfœstlega og veri8 yfirgefinn? E8a hver hrópaSi til hans og fékk eigi áheyrn? Þeir, sem óttast Drottin, undirhúa hjörtu sín, og auSmýkja sálir sínar fyrir honum. Föllum í hendur Drottni, en ekki hendur manna, því a8 miskunn hans er jafnmikil og hátign lians, og verkin eins og nafn hans.

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.