Afturelding - 01.12.1962, Blaðsíða 19

Afturelding - 01.12.1962, Blaðsíða 19
 (Kvöldvaka á Grímsstöðum á Fjöllum á 19. öld). EINS O G ÞAÐ Á AÐ VERA Fyrir rúmlega 70 árum síðan bjó í Barnsley á Englandi maður nokk- ur, James Taylor að nafni. Hann var faðir hins þekkta kristniboða í Kína, Hudson Taylor. James Taylor var góður og á- hugasamur, kristinn maður. Auk sinnar venjulegu vinnu, fór hann oft út að prédika Guðs orð, og talaði djarflega á móti ofdrykkju og þjófn- aði, sem voru hinar algengustu synd- ir þeirra daga. Þessar prédikanir hans urðu stundum tilefni til and- mæla og meira að segja hrundu af stað ofsókn frá þeim sem líkaði ekki að hlusta á hann. Múrsteinum og öðru sem hönd á festi var stundum kastað í hann þar sem hann stóð. Hann var einnig kallaður ýmsum ljótum nöfnum. Dag einn, þegar hann var á gangi, kom ofsalega reið kona hlaup- andi á eftir honum á götunni. Hún var með steikarapönnu í liendinni, og botninn var þakinn sóti. „Hér fæ ég tækifæri til að deila við þennan leiðinlega mann,“ hvæsti hún. Svo nuggaði liún hinni sótugu pönnu á bakið á hinum ljósa frakka hans, sem varð alveg svartur af sóti. Þetta vakti mikinn hlátur hjá fólki sem safnaðist kringum þau. En Taylor snéri sér rólega við, og sagði mjög kurteislega: „Ef þér haf- ið mikla ánægju af því, þá er yður velkomið að sverta frakkann að framanverðu líka.“ Konunni varð bylt við. Svona hlý- legar viðtökur hafði hún ekki hugsað sér. Og skömmustuleg læddist hún í burtu. James Taylor fór nákvæmlega með óvini sína eins og Jesús hefur sagt að við skulum gera. Hann segir í orði sínu: „Slái einhver þig á hægri kinn þína, þá snú þú einnig hinni vinstri að honum.“ Gerir þú það? L

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.