Afturelding - 01.12.1962, Blaðsíða 20

Afturelding - 01.12.1962, Blaðsíða 20
(Geysir og Strokkur á 19. öld). Grátiir á l>ak vid gyllt yfirbord Á síðastliðnu sumri dó hin þekkta kvikmyndastjarna Marílyn Monroe í Hollyvood, eftir að hafa tekið inn 30—40 sterkar svefntöflur. En þessi harmleikur er ekki sá fyrsti í heimi leiklistarinnar. Lupe Veles var aðeins 34 ára gömul, er lífið var orðið henni ó- bærilegt. Áður en hún tók inn „dauðalyf11 sitt í alltof stórum 6kammti af svefntöflum, skrifaði hún til eftirlifandi vina sinna: „Ég sé enga leið.“ Coroly Landis var aðeins 29 ára gömul og hafði verið gift fjórum sinnum, þegar hún hneig undir lífs- byrði sinni. Hún tók af sér lífið á sama hátt — 1948. Á dánarvottorð hennar skrifaði læknir hennar: „Örvænting.“ Bela Lugosi, Alma Rubens og Wallace Reid (sem var tilbeðinn í kvikmyndaheiminum) dóu öll af eiturlyf janotkun). John Barymore, sem var geislandi stjarna í heimi leiklistarinnar, dó sem áfengissjúklingur. Á sama veg lauk lífi þeirra leikaranna: Önnu May Wong, Marie Prevost, John Gil- bert og Gail Russel. Þannig varð með „hetjuna“ í kvikmyndaheimin- um, Errol Flynn, hann beið bana, ekki fyrir löngu síðan, af ofdrykkju. Samkvæmt grein, sem nýlega var birt í „Expressen“ ganga stjörnurn- ar í Hollyvood reglubundið til taugalækna eins og tannlækna. Lana Turner fer vikulega til geð- veikralæknis. Judy Garland lifir ávalt á mörk- um taugaáfalla. Gene Tierny er nýlega komin heim eftir að hafa verið árum saman á hæli fyrir taugasjúklinga. Milljónir og aftur milljónir manna hafa gert þessar ofannefndu kvikmyndastjörn- ur að fyrirmyndum sínum og átrún- aðargoðum. Þannig fannst nokkr- um aðdáendum Marilyn Monroe þeir ekki geta lifað eftir að hún svipti sig lífi s.l. sumar, svo að þeir styttu sér einnig aldur, sumir hverjir. Þetta sýnir, hversu djúpt þessi hjá- guðadýrkun getur þrengt sér niður í sálarlíf fólksins. En hve innilega vildum við ekki óska að allar kvikmyndastjörnur heimsins og aðdáendur þeirra, gætu komið auga á Jesúm Krist, sem hina skæru morgunstjörnu. Hann einn getur leitt mannssálirnar út úr hinni nístandi sálarneyð. Kristur er svarið við allri þessari neyð og þján- ingu, því að hann gefur gleði, hvíld og frið — í friðlausum heimi. D.K. í ..Korsets Budskap" (Finnlandi).

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.