Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 7

Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 7
L E W I PETHRUS : Ég bjargaðist alein I inngangsorðum að þeirri harmsögu, er hér segir frá, kemst Lewi Pethrus þannig að orði: „Mér hefur verið óbærilegt að hugsa til þess, ef ég, að enduðum lífsdegi mínum á jörðu, stæði frammi fyrir Guði, án þess að hafa unnið eina sál fyrir liann, og hafa þá engan möguleika og ekkert tæki- færi til þess að breyta þeirri niðurstöðu. Að standa einn frelsaður, án nokkurra ávaxta. Það væri voða- legt. Ég mun aldrei gleyma því, heldur hann áfram, er ég eitt sinn hitti mjög merka-konu, frú önnu Spafford í Jerúsalem. Frú Anna er hinn eiginlegi stofnandi að hinni svonefndu „Dalanýlendu“ í Landinu helga, en þangað liafa margir Svíar flutt og sameinast þeim, sem þar eru fyrir. Tildrög að því að þessi Dalanýlenda var stofnuð, voru þau, að frú Anna og maður hennar rötuðu í þá þung- bæru reynslu, að missa allt sem þau elskuðu hér í heimi á einum degi. Eftir þessa reynslu ásettu þau sér að skilja sig frá heiminum og helga sig því hlutverki, sem Guð kynni að ætla þeim. Þau völdu sér svo þann kostinn að flytja til landsins helga, búsetja sig þar, og lielga sig því starfi, er þau hafa staðið fyrir síðan. Frú Anna Spafford var orðin háöldruð, er við hittumst í Jerúsalem. Hún var kona fríð sýnum, sem hafði tekið reynslunni á réttan hátt. Hún lét það þungbæra og erfiða bera sig eins og vagn inn á veg Guðs, þar sem hún gat bæði elskað og þjónað Guði. Hún var eiginkona auðugs lögsögumanns í Chicago. Þau hjónin áttu skrauthýsi mikið, sem lá á bökkum Michiganvatnsins. Þarna lifðu þau hvern dag í allsnægtum og tímanlegum unaði. Einn dag hom þeim saman um J)að, að hún skyldi fara til Evrópu, til hvíldar og uppléttis, og taka dætur þeirra með sér. Þær tóku far með góðum farkosti yfir Atlantshaf, eða þannig var það hugsað. En skipið fórst og sökk í djúp hafsins. Hún sagði mér frá því, hvernig 'hún hefði reynt að brjótast fram að næsta björgunarbát. En í þeirri miklu þvögu af angismrfullu fólki, var lienni hreinlega hrund- ið frá björgunarbátnum. Eftir stóð hún svo þarna á Jjví flaki skipsins, sem ennþá var ofansjávar. Hún horfði á, þegar kennslukonan, sem með þeim var, og þrjár af dætrum hennar sjálfrar hurfu í djúpið. Nú stóð hún eftir á flakinu með yngstu dótt- ur sína á handleggnum. En óðar en varði kom sjór yfir flakið og sleit barnið úr örmum móðurinnar. Um leið féll hún í yfirlið og vissi ekki af sér fyrr en hún vaknaði aftur og fann þá að hún lá á ein- hverju hörðu. En hún hafði það skýra meðvitund, að hún reyndi að liggja grafkyrr. Hún lá nefni- lega á plánka í sjónum — á bakinu. En um leið og hún vaknaði alveg, hrópaði hún nafn minnstu dóttur sinnar, er bylgjurnar slitu síðast af lienni. Hróp hennar heyrði björgunarsveit- in, er réri innan um brakið, til að leita að þeim sem þeir gætu bjargað. Þeir komu ekki auga á hana, en heyrðu hana alltaf lirópa nafn barnsins síns. Eftir nokkra stund fundu þeir hana og björg- uðu henni. Seinna kom svo skip til þeirra, er heyrt hafði neyðarskeytin, og fluttu skipsbrotsmenn alla til Frakklands. Þegar allir, sem björguðust voru komnir í land, sendi hún skeyti til mannsins síns vestur um haf: „Bjargaðist alein. Hvað á ég að gera?“ Lewi Pethrus heldur áfram: Orð þessi hafa komið til mín mörgum sinnum og orðið sem and- leg vakning fyrir mig. Hugsaðu þér, faðir og móðir, ef þú skyldir þurfa að segja þessi orð einn dag: „Ég er frelsaður aleinn, hvað á ég að gera?“ Og ef J>ú vinur, sem ert frelsaður, og vinnur 7

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.