Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 9

Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 9
Los Angeles, var áþekkt hinu gamla heimili í Armeníu, samastaður trúaðra Armeníumanna. ísak var aðeins sextán ára gamall er hann missti föður sinn, og hann varð að hefja vinnu í verksmiðju til þess að geta hjálpað heimilinu. •— Tuttugu ára gamall kvæntist hann og keypti 20 ekrur lands, og þrjár mjólkandi kýr. Guðsótti, nægjusemi og dugnaður var undirstaða þess að þetta lánaðist lionum, og 1943 voru 3 kýrnar orðn- ar 3000. Hann varð eigandi stærsta mjólkurbús í heimi. Það var ekki einungis fjölskyldan Shakarian sem hafði lánið með sér, lieldur allir þeir sem hlýðnuðust boðskap Guðs og fluttust til Ameríku, nutu blessunar bæði í andlegum og tímanlegum efnum. Árið 1913 eignuðust ísak og kona hans lítinn drcng, sem þau gáfu nafnið Demos eftir afa sín- um. 1 barnæsku missti hann heyrnina vegna sjúk- dóms. Foreldrar hans og hann sjálfur báðu inni- lega um lækningu. í þrjú ár urðu þau að halda út í bæn, áður en Guð greip inn í kringumstæð- urnar. Það var á samkomu, er Guðs kraftur kom yfir hann. Hann öðlaðist kröftuga skírn í Heilög- um Anda og varð samstundis alheilbrigður. Þá talaði Guð til hans og sagði: „Ætlar þú nokkru sinni að efast um kraft rninn, Dcmos?“ „Herra, ég vil aldrei efast,“ svaraði hann. I'visvar var spurningunni beint að lionum og tvisvar sagði hann, að hann ætlaði ekki að efast. Demos segir sjálfur frá því, að þessi innlifun og loforð lians um að efast ekki, hafi tvímælalaust orðið til ómetanlegrar blessunar fyrir allt sitt kristna líf eftir það. Þcgar hann var fullorðinn gaf faðir hans hon- um 2000 dollara og í samfélagi við vin sinn hóf hann rekstur mjólkurbús. Það gekk vel framanaf, en svo kom hnignunin °g allt misíórst að undanskyldu stofnfénu er hann hafði fengið hjá föður sínum. Það sem hann tók sér svo fyrir hendur, vildi heldur ekki heppnast. Tvítugur að aldri kvæntist hann trúaðri stúlku, Rósu að nafni. Uppúr því hófst liann handa meir en nokkru sinni fyrr að þéna peninga. En aftur misheppnaðist það, þar *'l að lokum, að það rann upp fyrir honum, að hann hafði gleymt að reikna með Guði. Hann 'hafði ekki tekið Guð með í fyrirtæki sitt. Frá þeirri stundu ákvað hann að breyting skyldi verða á því. Guð skyldi verða hinn fyrsti i lífi hans og kaupsýslu. Hann vildi gjarnan þjóna Guði, með því að verða Orðsins þjónn, en þar sem honum lét ekki vel ræðuntennska, hugsaði hann, að vel gæti hann styrkt prédikara. Ilann kynntist ungum brenn- andi trúboða, keypti tjald handa honum, og sam- komurnar urðu til þess að margir gáfu Guði líf sitt. Dag einn varð I’lóra systir hans fyrir hræði- legu bílslysi. Vörubíll með heilu malbiki (asfalt) keyrði á liennar bíl með þeim afleiðingum að malbikið rann yfir hana. Ilún skaðbrenndist svo að segja á öllum líkamanum og fótbrotnaði á báðum fótum, svo að nærri lá að fæturnir hyggust alveg af. Hún var lögð á skurðarborðið og lækn- arnir gerðu allt er í mannlegu valdi stóð. Því miður varð annar fóturinn 31/2 tommu styttri en hinn, og hún þjáðist ákaflega. Auk þess voru bein- flýsar í innri líffærum hennar, og læknarnir sögðu að þó að hún lifði þetta af mundi hún verða krypplingur til æviloka. Demos þekkti vel Charles Price og liann hringdi til lians og bað hann að koma og biðja fyrir Flóru. Vika var liðin frá því að slysið varð og þar til Price kom. Hún þjáðist mjög mikið. Þegar Price bað fyrir henni, skeði kraftaverk samstundis og hún varð alheilbrigð. llöngtenmynd sýndi að styttri fóturinn var eðlilegur, brunasárin læknuð og ekki ein einasta beinflís á óeðlilegum stað. Flóra hefur síðan þjónað Guði með sinni fögru rödd, og sungið á fjölmörgum samkomum til mikillar blessunar. Samfélagið við Guð hefur, eftir því sem árin hafa liðið, stöðuglega dregið Demos og Rósu nær Guði, án þess að halda nokkru eftir, og Guð reyndi heit þeirra. Stuttu seinna átti að halda miklar vakningar- samkomur í annarri borg, sem Demos hafði lof- að að styðja fjárhagslega. Þegar að þeim tíma leið, að samkomur þessar skyldu hefjast, var það mjög erfitt fyrir liann að yfirgefa viðskipti sín. Það varð verðfall skyndilega, svo að væri hann 9

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.