Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 12

Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 12
Byrjaði œgilega, endaði yndislega Bóksali frá Brezka Biblíufólaglnu var á ferð á Ítalíu, fyrir nokkrum árum síðan. I»ar réðst liópur afbrota- manna á hann. En það sem byrjaði ægilega, enti yndis- lega. Það sannar frásaga þessi. Áætlunarbifreiðin nam staðar í nágrenni Neapel. Einmana ferðamaður steig út úr henni. Hann veifaði bifreiðarstjóranum og stóð stundarkorn kyrr á veginum, og horfði á eftir bifreiðinni, sem hélt áfram eftir veginum. Því næst greip hann ferðatösku sína og hélt af stað. Hann lagði leið sína inn á hliðarveg, sem lá að þorpi nokkru, all- langt frá aðalveginum. Maðurinn gekk hægt, því að ferðataska lians var þung. í henni voru bækur, sem hann ætlaði að selja í þorpinu. Hann gekk í þungum þönkum vegna þess að hann vissi ekki hvaða móttökur hann mundi fá. Þorpsbúar voru víst ekki mjög vingjarnlega sinnaðir gagnvart út- lendingum. Eftir að hafa gengið dálítinn spöl af veginum, settist hann niður á vegbrúnina til þess að hvíla sig. Hann opnaði ferðatöskuna, og tók fram Biblíuna sína, og byrjaði að lesa. Þau orð sem augu hans féllu á, voru þessi: „Engill Drott- ins setur vörð kringum þá, sem óttast hann, og frelsar þá.“ Hvað þurfti hann þá að vera órólegur? — Styrktur af orði Guðs, hélt hann áfram ferð sinni, eftir að hafa falið sig í hendur Guðs. í andliti lians endurspeglaðist innri friður, sem fyllti lijarta hans. Hann vissi ekki hvað beið hans, og það var gott. Á hæð nokkurri, skammt frá þorpinu, sátu ung- menni, á aldrinum frá 15 til 20 ára. Þeir höfðu iðkað það upp á síðkastið að safnazt saman í sveit, stofnað til óeirða og illkvittni. En þennan dag höfðu þeir enn alvarlegra markmið. Fyrirliði óaldarflokksins hafði varað fólkið í þorpinu við þessum manni, sem væri að koma þangað, og sátu þeir þar fyrir honum og hiðu lians. Þetla var ágætt tækifæri til að geta svalað ævintýraþrá og villimennsku sinni á honum. En auk þess álitu þeir að þeir væru að hjálpa fólkinu til að losna við hann í eitt skipti fyrir öll. Þeir vissu líka að hann var óvelkominn gestur. Nokkrir þcirra höfðu klifrað upp í tré, til þess að geta séð betur til ferða komumanns. Allt í einu heyrð- ist einn þeirra blístra lágt. Þetta var merkið upp á það, að nú væri maðurinn sýnilegur á veginum. „Nú kemur hann,“ kallaði sá sem hafði blístrað, um leið og hann klifraði niður úr trénu með flýti. Hljóðlcga læddist hópurinn af stað. Það var enginn vandi að finna felustað bak við runna og kjarrskúfa, sem uxu þar meðfram veginum. Þar gátu þeir beðið í ró og næði, án þess að hann yrði þeirra var. Idlutverk livers eins var fyrir- fram ákveðið. Maðurinn sem ekki átti sér nokkurs ills von, kom nær og nær. Og nú var hann kominn alveg á svig við felustað þeirra. Þá var aftur blístrað, og í sömu andrá þaut allur hópurinn fram, til atlögu að honum. Einn þeirra tók ferðatösku lians. Hinir létu hnefahöggin dynja á honum eða slógu bak hans með spýtum. Það mundi hafa farið ver fyrir honum, ef nokkrir verkamenn, sem voru á heim- leið frá vinnu sinni, hefðu ekki gengið þarna hjá, einmitt á þessari stundu. Þeir gengu þegar til atlögu og stökktu glæpaflokknum á flótta. Því næst reistu þeir manninn á fætur og þurrkuðu blóðið af andliti hans. Svo fylgdu þeir honum til baka, þangað til hann var kominn inn á aðal- veginn. Þar tók hann áætlunarbílinn aftur til Neapel. Þeim varð illa við hvernig farið hafði verið með hann, og báðu hann afsökunar á illverkum nágranna þeirra. Daginn eftir sneri hann aftur þangað, til þess að sækja töskuna sína, sem var full af bókum. 12

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.