Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 15

Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 15
gömlu austurlenzku borg. En er hann var búinn að vera 6 mánuði á þessum stað, var hann orðinn þreyltur á því öllu saman. „Eg þarf að skoða mig um svolítið meira“, hugs- aði hann. I því augnamiði notaði hann næsta fri- tíma til þess að fara til smáeyjar nokkurrar, á Mal- aja-ströndinni, þar sem loftslagið var ákaflega heil- næmt. En hann var alltof friðlaus til þess að geta notið frístunda sinna, eins og hann hafði hugsað sér. Það var ekkert sem var reglulega gaman. Þegar Pélur snéri aftur til Singapore, hitti hann þegar Davíð, en svo var nafn liins hermannsins. Davíð bauð honum strax með sér á kristilega sam- komu. Pé,ri varð' hilt við. „Ég, að fara á samkomu! Hvað áttu eiginlega við?“ „Jú, komdu bara. Ég skal bjóða þér í góðan mið- degisverð á eftir.“ Loforðið um þennan góða mat var freistandi. En það hefði líklega ekki þýtt mikið fyrir Davíð að nefna þetta, ef Drottinn liefði ekki verið byrj- aður að starfa í hjarta Pélurs. „Já, ég skal koma með þér,“ svaraði Pétur eftir dálitia umhugsun. Þegar þeir komu í kirkjuna og Pétur sá hver það var sein áiti að prédika, varð hann fyrir mikluin vonhrigóuni og sá efiir að liann skyldi hafa látið Davíð hafa áhrif á sig til þess að koma þangað. Þetta var þá aðeins ungur Kínverji. Hvaða kristin- dóm gelur hann kennt inér, hugsaði liann. Eg sem er fæddur og uppalinn í kristnu landi? En þegar ungi maðurinn fór að tala, talaði hann um syndina á þann liátt, að Pétur fann sig alger- lega dæmdan. Mikið langaði hann til að komast út þaðan, en þar sem hann var búinn að lofa Davíð að vera á samkomunni, varð hann að reyna að sitja kyrr. Það var hræðileg barátta í hjarta lians. Nei, það var áreiðanlega ekki hægt að flýja frá Guði. Og þar í lílilli kínverskri kirkju, 8000 míl- ur frá heimili sínu, beygði liann liöfuð sitt, og bað Guð að fyrirgefa sér syndir sínar. „Nú get ég tekið undir uppáhaldssálminn þinn, því að nú liefur Kristur komið inn í hjarta mitt, °g ég hef ákveðið að lifa fyrir hann, það sem eftir er af ævi minni,“ sagði Pétur við Davíð, er þeir félagar fóru út úr kirkjunni. ÆttliSur undir blessun Guðs Frainhald af blH. 8. En nú kom ný reynsla. Itósa Shakarian átti mjög dýrmætt gullarmbandsúr. Einn dag komst hún að raun um, að hún hafði týnt því. Árangurs- laust Ieituðu þau að úrinu, en að Iokum báðu þau Guð að gefa sér það aftur. Svo var það dag nokkurn, þegar Demos og drengurinn hans, Ric- hard, voru á göngu sinni, að þeir sáu mann einn er seldi lítil lifandi kamelljón. Eaðir drengsins lét eftir bæn drengsins og keypti eitt. En móður hans var ekkert um þetta gefið, svo að hjúkrunarkon- an, sem annaðist sjúka drenginn, Stevie, vildi gjarnan hjálpa honum og sagði að einhver leið yrði að finna dýrinu stað úti í bifreiðaskýlinu. Þar var stór hrúga af alls konar pappakössum í mismunandi stærðum, og þau fundu brátt hina réttu stærð. Þegar þau svo opnuðu kassann lá týnda gull- úrið þar. Demos hafði fengið fyrirtæki sitt vel borgað — svo vel að það var tilefni forsíðugreina dagblað- anna. — Hann hóf á ný starfsemi sína, og von bráðar stóð hagur lians með blóma. Margir hafa furðað sig á því, hvernig maður með slíkt risafyrirtæki, sem krefst mikils tíma, geti fórnað jafn miklum tíma fyrir Guðsríki, og raun ber vilni, en hér kemur svar hans. „Faðir minn og ég hjálpum livor öðrum. Báð- ir eigum við fúsleiksanda að þjóna Guðsríki, og þvi meir, sem fyrirtækið vex og blómgast, verðum við að vera heilhjartaðri gagnvart Guði og gefa honum meira af tíma okkar svo að líf okkar sé alltaf brennandi.“ Og nú kemur fjórða kynslóð þessarar ættar, sem hefur svo mikið reynt Guðs blessun og fylgir í fótspor feðranna. Elzti sonurinn Richard vinnur með föður sínum og notar allar frístundir sínar í þjónustu Drottins. Demos Shakarian getur eitt sinn látið börnum sínum eftir miklar cignir, og hinn andlegi arfur er þó enn þá meiri. Og haldi þessi ætt áfram að elska Guð og varð- veita boð hans og tilskipanir sem Biblían greinir frá, þá mun blessun Guðs í ættinni Shakarian aldrei frá þeim liverfa. Þýtt al G. 1.. úr ..Llvets Gang." 15

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.