Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 18

Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 18
Jósef vildi leita tjalda bræðra sinna, en var fluttur sem fangi til Pýramídanna í Egyptalandi. Það var vegur hans til uppheíðarinnar og til þess að verða „frelsari“ hins austlæga heims — og Israels. Jónas reyndi að flýja til Tarsis — hins for- kunnarfagra Spánar. En í þess stað fór hann inn í kvið stórfisksins. Þar lærði hann listina að bi'öja og hlýða. Þetta var leið hans upp á hæðirnar. Sál Kísson hóf leit að ösnum, en fann konungs- ríkið. Móse vildi rétta hluta þjóðar sinnar með armi máttar síns, en flýði sem útlagi á eyðimörkina og var þar í 40 ár. Þaðan leiddi Guð hann aftur til þess að frelsa þjóð sína og verða mesti þjóðar- leiðtogi allra tíma. Davíð vildi verða hjarðmaður og skáld, en rat- aði í útlegð og niðurlægingu. Þaðan lyfti Guð honum upp í konungshásætið. Daníel var færður, sem ánauðugur ungur mað- ur til Babel, en lyftist þaðan upp í forsætisráð- herraembætti stórveldis. Georg Washington, sem lagði grundvöllinn að Bandaríkjum Norður-Ameríku og var fyrsti forseti þeirra, vildi verða sjómaður. Skipið, er átti að verða fyrsti sjómannaskóli hans, var tilbúið að leggja úr höfn, og Washington var rétt að stíga á landganginn og ganga um borð. Þá varð hon- um litið á móður sína, sem hafði uppalið hann í einlægri sannleiksást og djúpri Guðs trú, árang- urslaust vera að reyna að harka af sér grátinn. Þá kom sú hugsun til hans, að ef til vill sæi móðir sín aldrei glaðan dag eftir þetta. I sömu andrá sneri hann sér að burðarmanninum, er lokið hafði við að bera föng hans um borð, og sagði fast- mæltur og ákveðinn: „Gakk um borð og sæk föng mín öll og berðu þau aftur í land.“ Undrandi horfði móðir hans á hann. Því næst sagði hún við hann, hrærð og djúpt snortin: „Georg, Guð hefur gefið þau forréttindi, að hann skuli blessa þau börn, sem heiðra foreldra sína. Hann mun einnig blessa þig.“ Ákvörðunin þarna á bryggjunni varð snúningsdepill hans að því að verða grundvallarmaður að frelsi Bandaríkjanna og fyrsti og elskaðasti forseti þeirra. Lúlher vildi fara til Wiltenberg, en kom til Wortburg til þess að þýða Heilaga ritningu á mál þjóðar sinnar og leggja hana síðan sem blikandi sverð í hendur allra sannleiksleitandi manna gegn myrkri og ógnun páfadómsins. Saga silkidúks í borginni Springfield í Illinoisfylki er á forn- minjasafni innrammaður lítill silkidúkur, með dökkum blettum. Þótt einhverjum dytti í hug að vilja kaupa hann, mundi hann ekki látinn falur fyrir neitt verð, og það er einmitt vegna þessara dökku bletta, sem fljótt á litið verka sem óhreinka á silkinu. Saga litla silkidúksins er þessi: Þegar Abraham Lincoln, hinn ástsæli Banda- ríkjaforseti var myrtur, sat á aðra hönd honum í leikhúsinu ung stúlka. Þegar skot banamanns for- setans reið að höfði hans hné hann fram yfir sig og um leið það til hliðar, að höfuðið féll í kjöltu ungu stúlkunnar og litaði silkikjólinn hennar blóði sínu. Það er til marks um ástsæld forsetans hjá Banda- rísku þjóðinni, að blóðmerkti dúkurinn var klipptur úr kjól ungu stúlkunnar og innrammaður og settur á minjasafn borgarinnar, þar sem hann hefur ver- ið varðveittur siðan. Þegar íbúar einnar borgar geta metið svo mik- ils blóð eins sona sinna, hve miklu fremur ættu J)á mannanna börn að meta blóð eingetins sonar Guðs, sem gefið er öllum heimi til endurlausnar og fyrirgefningar syndanna. Er ekki vert að íhuga þetta í ljósi ofanritaðs. Biblían segir: „Náð lét hann oss í té í hinum elskaða, en í honum eigum við endurlausnina fyrir hans blóð, fyrirgefning afbrotanna. Er það samkvæmt ríkdómi náðar hans“ (Efes. 1, 6—7). 18

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.