Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 20

Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 20
lO boðorð fyrir þann sem víll eyðileggja kirkju, söfnuð eða kristilegt slarf 1. Komdu aldrei á samkomur. 2. Ef þú kemur, komdu þá alltaf of seint. 3. Ef veðrið er vont, sittu þá heima. 4. Ef þú silur í samkomu, þá leitaðu að göllum lijá prédikaranum eða öðrum starfsmönnum. 5. Taktu aldrei að þér starf, það er miklu auð- veldara að gagnrýna annarra verk, en gjöra nokkuð sjálfur. 6. Finndu þig særðan, ef þú ert ekki kosinn í nefnd og ef þú ert kosinn, þá starfaðu ekki í nefndinni. 7. Seg þú aldrei meiningu þína meðal bræðra safnaðarins, talaðu heldur á götunni eða svo allir heyra heima, hvernig þú vildir haga málunum. 8. Cer þú aldrei meira en brýn nauðsyn krefur, þegar aðrir meðlimir eru viðbúnir til starfa og vilja gjöra allt, hrópaðu þá út að starf- inu sé stjórnað af klíku. 9. Taklu aldrei þátt í kvöldmáltíð safnaðarins, gefðu enga tíund, fórnaðu aðeins eftir því, hvernig liggur á þér og ástæðum pyngju þinnar. 10. Legg alls ekki á þig að vinna að fjölgun safn- aðarmeðlima, talaðu um veikleika meðbræðra þinna, við þá sem líklegir eru sem nýir með- limir. — Og þú munt sjá árangurinn, þverrandi starf og deyjandi safnaðarlíf. En slíkt og alll sem hér er að ofan talið gefur ekki fyrirheit um eilíft líf, — en „hinir vitru munu skína eins og Ijómi himinhvelfingarinnar og þeir sem leitt hafa marga til réttlætis, eins og stjörn- nrnar um aldur og ævi.“ Lausl. þýtt. Einar J. Gíslason. guðdómlegar lækningar, tákn og undur. Sérstak- lega gerðust mörg tákn og undur í Bretagne. — Vakningin breiddist um allt Frakkland, þar sem Sigaunar fundust. Mcnn telja að margar orsakir hafi legið að þess- ari vakningu. Að heita mátti samtímis fengu ein- stakir kristnir menn og konur og heilir söfnuðir bæði í Ameríku, Svíþjóð og Frakklandi mjög mikla neyö fyrir Sigaunum. Var sem Guð legði bænar- og neyðaranda yfir fjölmarga. Dag einn gekk gamall maður um kring í þorp- inu Lisieux í Normandi í Frakklandi. Sigauna- kona nokkur tók við einu smáriti, er gamli maður- inn rétti að henni. Sex mánuðnm síðar, veiktist eitt af börnum hennar. Á smáritinu, er hún liafði fengið áður, hafði hún séð nafn forstöðumanns Hvítasunnusafnaöar eins. Nú hugsaði hún sér, að leita á náðir þessa manns og biðja liann að biðja fyrir barninu. ForstööumaSurinn gerði það, og barnið varð heilbrigt. Þá gerðist það sama og segir frá í lnisi konungsmannsins í Kana, er barnið læknaðist þar, og öll fjölskylda konungsmannsins sneri sér lil Drottins (Jóh. 4,53). öll þessi Sigauna- fjölskylda sneri sér til Krist. Frá þessari stundu brauzt vakningin út. Arfsögn ein er geymd um Sigauna. Hún er þannig: Meðal margra sem gengu fram hjá krossi Krists, er hann var að deyja, var Sigauni nokkur. Manni þeim voru lausir fingurnir helzt um of. Um leið og hann gengur fram hjá, tekur hann ófrjálsri hendi eitthvað af klæðum Jesú. Fyrir vikið, segir arfsögnin, eru Sigaunar dæmdir til þess að fara hvíldarlausir um í heiminum, og eigandi hvergi föðurland. En til þess að mýkja þrautir og þjáningar hinnar eirðarlausu göngu er þeim gefin í blóðið söng- og hljómlistin. Talið er, að um 5 milljónir Sigauna séu í heiminum. 20

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.