Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 25

Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 25
sveit, skammt frá þorpi nokkru. Þar kunni ég aldrei við mig. Eigendur jarðarinnar áttu tvo sonu. Annar þeirra var eldri en ég, en hinn lítið yngri. Þeim var stöðugt lirósað fyrir allt, sem þeir gerðu, en aftur á móti var aldrei sagt hlýlegt viðurkenn- ingarorð við mig, þótt ég ynni sömu verk og þeir, eða jafnvel betur. Allur fatnaður sem ég fékk þarna, eða réttara sagt sá eini fatnaður sem ég fékk, voru mjög notuð föt, tekin af eldri bróðurn- um, þegar hann var búinn að slíta þeim að mestu og þótti ekki sæmilegt að liann væri lengur í þeim. Yngri sonurinn fékk aftur á móti alltaf ný föt. Þetta var mjög særandi fyrir mig. Já, það var svo særandi, að þegar ég var svo háttaður á kvöldin tók gráturinn alltaf yfirhöndina og ég grét mig í svefn. Það skar mig sem sé inn að hjartarótum að sjá þann regin mun, sem gerður var á okkur á öllum sviðum. Ég var látinn vinna frá morgni til kvölds, svo að tíminn leið sæmilega fljótt. Aldrei var mér borgaður einn eyrir fyrir vinnu mína. En það var sagt við mig, að þegar ég væri kominn yfir ferm- ingu, skyldi ég fá að vinna hjá ókunnu fólki fyrir kaup. Og þegar fermingin kom, höfðu húsbændur mínir enga þörf fyrir mig Iengur. Ég réðst því lil bónda nokkurs í nágrenninu. Bóndinn gaf mér fyrirskipanir um allt, sem ég átti að vinna, en laun nefndi liann ekki á nafn, og sjálfur var ég of feiminn og kjarklítill til þess að spyrja neitt um það. Öll störf voru lík því, sem ég átti að venj- ast frá fyrra heimili mínu og „fóslurforeldrar mín- ir“ liöfðu kennt mér. Eftir fjögra mánaða erfiðis- vinnu fór ég þess á leit að ég fengi kaup fyrir vinnu mína. Bóndi varð öskuvondur, og sagði, að ég væri ekki einu sinni verður fæðis míns, hvað þá að ég væri verður þess að fá kaup. Ég varð alveg furðu loslinn, en brast þó djörf- ung til þess að segja nokkuð. En í kyrrþei tók ég þá ákvörðun, að hér skyldi ég ekki vera lengur. Daginn eftir lagði ég svo af stað til þess að leita hamingjunnar á einhverjum nýjum stað. Til þessa heimilis gat ég ekki hugsað mér að hverfa aftur, enda þótt „fósturforeldrar mínir“ mundu senni- lega vilja að ég gerði það. Ég þráði að komast á heimili, þar sem ég mætli nærgætni og skilningi. En livar mundi ég hitta það fyrir? Á göngu minni frá heimili þessu var ég sárhryggur og gráturinn ætlaði að yfirbuga mig hvað eftir annað, því að mér fannst að allir menn mundu vera liamingju- samir, nerna ég einn.“ Nú kemur þessi ungi vinur minn, að þeim kafla- skiplum í lífi sínu er hezt mundi heyra heima í skáldsögu eða ævintýri. „Ég reikaði svo áíram þjóðveginn í leit eftir hagkvæmri vinnu“, heldur ungi maðurinn áfram, „og varð reikað heim á heimili eitt þar sem var smiðja. Þetta heimili var langt inn í dalverpi einu. Jú, smiðurinn þarfnaðist hjálparmanns í smiðjuna með sér. Hann virti mig um stund fyrir sér frá hviríli lil ilja. Sennilega hefur hann séð, sem var að ég var ekki slór bógur, og mundi ekki vera til stórátaka. Eftir gaumgæfilega yfirvegun sagði liann þó: „Þú getur reynt það.“ Hann lofaði mér góðu tímakaupi, fullu fæði og húsnæði. Ég átti að sofa í smiðjunni yfir sumarmánuðina, því að „kerl- ingin“, sem hann var giftur, sagði hann, var svo inikill skapvargur, að hann gat ekki mælt hana máli, en þegar færi að kólna í veðri, skyldi hann sjá mér fyrir betra húsnæði. Nú fannst mér ég vera kominn á græna grein. Hugsaðu þér, að fá föst laun, tímakaup! Vissulega mundi ég sjá nýja tíma. Loksins gæti ég farið að leggja fyrir pen- inga! Langan tíma gekk allt vel enda þótt ég kæm- ist fljótt að því að nýi vinnuveitandi minn væri vínkær nokkuð. Hann varð alltaf að liafa brenni- vín í smiðjunni og gat ekki, eins og hann orðaði það, hafið vinnu fyrr en hann hefði fengið sér góðan sopa að morgninum. Og hvenær sem var var hann vís til að ganga að skáp, sem var þar innbyggður í vegginn. Þar geymdi liann vínflösk- una, sem hann sagði að væri „huggun sín“. Hann bauð mér oft að taka sopa með sér, en ég lét hann skilja, að ég hataði áfengi. Eða því skyldi ég ekki gera það? Var það ekki vínið, sem hafði eyðilagl heimili mitt og gert mig föður -og móður- lausan? Én það sagði ég honum ekki. Enginn ókunnur maður, skyldi komast að því hver ég var og hvernig mér hafði áður liðið. Nei, hér vildi ég vera öllum óþekktur. Og dag- arnir liðu þannig, að ég hamraði járnið alla daga með stóru sleggjunni. í hendi gamla mannsins voru eldranðir járnteinar eins og mjúkir þræðir, er hann gat beygt eins og honum þóknaðist hverju Framliald á bls. 47. 25

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.