Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 27

Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 27
fyrir henni? Skyldi hún hafa fundið leiS út úr sorglegri tilveru sinni, og orðiS hamingjusöm? ESa skyldi byrSi lífsins hafa orSiS henni of þung, eins og ótal mörgum öSrum, og hún svipt sig líf- inu? Nú lienti þaS, aS ég missti heilsuna, og varS að' dvelja dálítinn tíma á berklahæli. Á meSan ég dvaldi þar bar svo viS, að' haldin var kristileg samkoma í lestrarstofu hælisins. Og vitið’ þiS hvað? Haldið þið ekki að ég haíi séð ungu stúlk- una þarna aftur. Nokkrir unglingar vitnuðu þarna um trú sína á lifandi Guð, og um það, hvaða þýð- ingu það hefði liaft fyrir líf þeirra, að þeir eign- uðust lifandi trú á Krist. Síðust allra steig þessi unga stúlka þarna fram og sagði nokkur orð. Hún talaði hægt en greini- lega. Allir urðu gagnteknir af orðum hennar. Hún lýsti á einfaldan hátt, hvernig allt líf hennar hefði veriö fullt af lífsleiða, trega og tómleika, þrátt fyrir góðar ytri kringumstæður. Hún sagðist hafa átt margt, sem aðrir áttu ekki. Gott heimili, góða foreldra og marga vini. — Og henni hefði gengið vel í skóla. En hún hafði aldrei getað losað sig við þennan nagandi lífsleiða og tómleika í hjartanu, er gerði allt líf hennar óbæri- legt. Að lokum hafði hún tekið ákvörðun um það, að fyrirfara sér, og binda þannig endi á þetta óhamingjusama líf. „Lífið var mér einskis virði,“ sagði hún, „því að engin skemmtun var mér fimm aura virði.“ Ég hrökk við er ég heyrði hana segja þessi orð aftur, eftir öll þessi ár. Fyrir nokkrum árum höfðu þessi orð farið yfir varir hennar, er hún var í dýpstu örvæntingu. En nú var allt breytt. „Svo veiktist ég af berklum,“ sagði hún. „Og ég gat ekki sagt, að ég væri neitt sérstaklega hrygg yfir því. Mér var eiginlega sama hvar ég var. — Móðir mín grét yfir því að ég hafði fengiö þenn- an sjúkdóm. Nú væri framtíð mín alveg eyðilögð, sagði hún. Ég hef aldrei hugsað mér neina fram- tíð, svaraöi ég móður minni. En hér á þessum stað breyttist allt. Hér hitti ég kristna félaga, sem áttu allt það sem mig vantaöi: Framtíð, gleöi og von, sem ekki var bundin við ytri kringumstæður. Hér fann ég Krist. Og í hon- um fann ég allt, sem friðlaust hjarta mitt hafði hrópað eftir daga og nætur. Hann breytti lífi mínu innanverðu frá. Hann gerði allt nýtt.“ Þegar ég seinna um kvöldið lá í rúmi mínu í sjúkrastofu minni, fylllist hjarta mitt ósegjanlegri gleði. — Ég hlustaði á rólegan andardrátt félaga minna, er sváfu í rúmum sínum. Ég heyrði hljóð- ið í lyftunni, sem gekk upp og niður. Og frammi í ganginum voru einhverjir að tala saman í hálf- um hljóðum. Frá einhverri stofunni heyrðist grát- ur, eða var það hlátur, ef til vill. — Ég gat ekki greint það nógu vel. En hugsanir mínar snerust alltaf um það sama. Hugsa sér, þvílík breyting hefur átt sér stað á þessari ungu stúlku. — Fyrir nokkrum árum hafði ég hlustaö á samtal hennar við vini sína, þar sem hún með örvæntingu í rödd- inni hafði sagt: „Það er engin skemmtun fimm aura virði.“ En nú gat hún gengið frain og sagt sigri hrósandi, að Kristur hefði gert alla hluti nýja í lífi hennar. Tekið úr Evangelii Harold. 27

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.