Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 29

Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 29
„Eins og hindin, sem þráir vatnslindir þráir sál mín þig, ó, Guð.“ Sigríður söng um þessa þrá í sálmum sínum, hvort sem þeir voru frumortir eSa þýddir: „Ég krýp við krossinn þinn, ó, Kristur, Herra minn. Og bið um frelsisfylling, svo fagni hugurinn. MeS afli elsku þinnar, minn eigin vilja deyð. AS sjálfslíf sálar minnar, ei sigri mig á leið. Kór: Ég þrái þig, ó, Herra, sem þorsta svalað fær. Af gnóttum þínum gef mér, þú guðdómsbrunnur skær.“ Bæn hennar fékk svar er hún liafði eftir harða sálarbaráttu tekið afstöðu með kenningum Hvíta- sunnumanna. Á heitri bænastund skírði Drottinn hana í Heilögum Anda. Við munum svo glöggt þessa stund á miðnætti 31. júlí 1948, í Salem á Isafirði. Það var verið að halda hátíðlegt afmæli Ólafíu Gundersen, vinukonu liennar, og gleðin var því tvöföld og við fundum í sannleika þá stund forsmekk guðsríkis eilífu sælu og lofgjörðin steig upp til okkar dýrðlega Frelsara, sem eitt sinn gaf fyrirheitið um Huggarann, Andann Heilaga, er hann vildi senda læriveinum sínum. „Sami í gær og í dag er Drottinn, dýrðleg vissa er sú. Allt þó breytist enn minn Jesús, aldrei breytist þú.“ Sigríður var duglegur bréfritari og átti marga bréfavini. Til síðuslu daga liennar skrifaði hún bréf, er ilmuðu sem fegurstu rósir af trú og von og kær- leika. Trú hennar blikaði gulli skærri gegn um hennar síðustu raun, hert í eldsofni reynslunnar, og langrar trúarþjónustu við Frelsarann, Jesúm Krist. Á jóladag rúmum hálfum mánuði fyrir andlát sitt skrifaði hún vinkonu sinni meðal annars: — „Mikið er Drottins miskunn dásamleg og dýrmæt fyrir angruð hjörtu. Oft gleður mann og huggar blcssað lifandi Orðið lians, svo maður verður end- urnærður í anda sínum þótt svo maður geti ekki komist á samkomu. Því að hans blessaði, Heilagi andi er manni nálægur í einstæðingsskap manns Halló pabbi! Eitt sinn lofaði D.L. Moody að taka lítinn son sinn með sér í gönguför. Willie litli bað mömmu sína að búa sig nógu snemma, svo að hann yrði til- búinn þegar pabbi kæmi. Hún gerði það. Og svo fór Willie út og hugsaði sér að leika sér úti í garðinum þangað til pabbi kæmi. Eftir nokkurn tíma kom pabbi, og Willie liljóp á móti lionum og kallaði: „Halló, pabbi, ég er tilbúinn að fara með þér! „Æ, elsku vinur minn, ég get ekki lofað þér að fara með mér, því að þú ert svo óhreinn í framan.“ „Ég er alveg hreinn í framan, pabbi, því að mamma þvoði mér.“ Pabba hans datt ekki í hug að fara að þræta við barnið. Hann lók bara þegjandi í hönd hans og leiddi hann með sér inn í húsið. Þegar þeir voru komnir inn tók faðir hans fram spegil og lét Willie lita í hann. „Jæja, Willie minn, er andlitið hreint?“ „Nei, sagði sá litli, og flýtti sér til mömmu sinn- ar og bað liana sem skjótast að þvo sér í framan. Þegar Moody sagði frá þessu atviki, bætti liann við: „Biblían er eins og þessi spegill. Hún gerir meira. Hún sýnir okkur hvaða leið við skulum fara til þess að hreinsast: „....blóð Jesú sonar lians (Guðs), hreinsar oss af allri synd“ (1. Jóh. 1,7). og þar af leiðandi angurværð. Oft þreifa ég á því og gleðst. Já, ég verð að lofa hans blessaða nafn, því að hann yfirgefur ekki sína smælingja. Halle- lúja!“ Myndum við ekki öll óska að geta á síðustu stundum lífs okkar tekið undir slíkan vitnisburð? „Fyrir blóð lambsins blíða. Búinn er nú að stríða. Og sælan sigur vann.“ Blessuð sé minning Sigríðar Halldórsdóttur. Kristín Sæmunds. 29

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.