Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 38

Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 38
Skýið — vagn Guðs Skýin eru eitt af því, sem Guð hefur skapað. Hve þau eru látlaus að sjá, er þau svífa um himininn. Sum eru stór, önnur lítil. Sum eru björt og létt, önnur dimm og þung, fyrirboði regnsins. Við sjáum þau daglega án þess að hugsa um dásamlega eiginleika þeirra. Ekki getum við stöðvað þau, þótt við vildum. Enginn getur sagt þeim að fara aðra leið. Guð notar skýin í sambandi við margvís- lega þjónustu. Bæði í Gainla testamentinu og því Nýja lét hann skýin þjóna sér á ým- issan liátt. í Jesaja 19, 1 sjáum við að hann notar skýið, sem farartæki: „Sjá Drottinn ekur á léttfæru skýi. ...“ í 3. Mósebók 16,2 er okkur sagt, að Drottinn hafi notað skýið til að leiða Israel. Hann lét skýið og eldinn hylja sig, og hann opinberaði sig í skýinu yfir náðarstólnum, eins og ég hef bent á með tilvísun í 3. Mós. 16,2. Sjá einnig 2. Mós. 40,34. Þetta sýnir, að þegar Móse hafði gert allt eins og Drottinn bauð honum, huldi skýið samfundatjaldið, og dýrð Drottins fyllti tjaldbúðina vegna þess að skýið hvíldi yfir henni. Það var Drottinn, sem var í skýinu, hann notaði það sem hlífð. Nahúm spámaður segir að skýin séu rykið undir fót- um hans. (Nah. 1,3). í Nýja testamentinu er okkur einnig sýnt það, að skýin hafa athyglisverða þýðingu í sambandi við mikla andlega atburði. Þegar Jesús var á ummyndunarfjallinu, kom bjart ský yfir þá alla. (Matt. 17,5). Skýið skyggði yfir þá og þeir fengu að heyra óvenjulega hluti. Dýrð Drottins opinberaðist þar og lærisveinarnir urðu skelfdir og féllu til jarð- ar, fram á ásjónur sínar. Já, þegar dýrð Drottins opinberast, kemur hin heilaga til- beiðsla fram. Þegar Jesús sté upp frá læri- sveinum sínum og fór til himins, segir þann- ig frá því: „Og er þeir störðu til himins, þegar hann fór burt, sjá, þá stóðu tveir menn hjá þeim í hvílum klæðum, er sögðu: „Galíleumenn, hví standið þér og liorfið til himins?“ Og svo bættu þeir við, að hann mundi koma á sama liátt aftur. Það er, hann mun koma á skýjum himinsins. Þegar maðurinn minn E. T. dó fyrir hálfu öðru ári síðan, varð það svo ljóst fyrir mér, að Drottinn notar skýið, sem farartæki. — (Þetta er skrifaö 1961. Ritstj.) Maðurinn var orðinn heilsuveill, en hafði þó fótaferð. Biblían var kærasla eign hans. Dag nokk- urn tók hann hana og fietti upp í Jobsbók og las: „Einnig þig ginnir hann út úr gini neyðarinnar, út á víölendi, þar sem engin þrengsli eru, og það, sem kemur á borð þitt, er fullt af feiti.“ (Job. 36,16). „Þetta orð er til mín,“ sagði maðurinn minn. „Einnig þig ginnir liann út“. Þú mátt reikna með því að ég hverfi brátt á braut. Nokkrir af trúuðum vinum mínum eru farnir á undan mér. Nú stendur burlför mín fyrir dyrum. llm kveldið, er við ætluðum að fara að hátta, sagði hann: „Lestu orðið fyrir mig, sem ég las í dag, því að það er til mín.“ Ég gerði það. Við lögðum okkur til svefns. Um nóttina, klukkan 3 vaknaði ég við það, að einhver gekk hljóðum skrefum um í herberg- inu. Það var maðurinn minn. Hann lagði sig aftur, án þess að segja nokkuð. Ég gekk að rúmi hans og setti mig á rúmbrýkina. Rétt sem það var, sá ég lílið ský, er sté nið- ur og nam staðar rétt yfir andliti hans. Það var Drottinn sem sendi skýið og í því fór maðurinn minn heim til himins. Brátt kemur Drottinn sjálfur í skýjum himinsins til þess að sækja okkur, sem elsk- um hann. Þá hverfum við burtu á „léttfæru skýi“, með Jesú sem leiðsögumanni okkar og endurlausnara. Anna Tr.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.