Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 44

Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 44
nærveru Heilags Anda, að það var eins og brjóst mitt myndi bresta. Skömmu fyrir þennan tíma, höfðum við hjónin eitt sinn sótt heim sænskan trúboða, sem hér dvaldi á vegum Hvítasunnumanna og tjáð honum hugsanir okkar og þrár í sambandi við Heilagan Anda. Bænastundin, sem við áttum með honum, var okkur algjörlega ný reynsla. Hér heyrðum við í fyrsta sinn, mann mæla fram spádóm í öðr- um tungum undir krafti Guðs Anda og útleggja þær síðan á sínu eigin máli. Boðskapurinn, sem hann flutti okkur, var á þá leið, að á komandi tímum mundi Guð bænheyra og fylla okkur með Heilögum Anda og eldi og nota okkur síðan til þjónustu fagnaðarerindisins. Eftir samkomur dr. Oswald J. Smith í Reykjavík 1962 var ég beðinn að taka að mér starf, sem umboðsmaður Kristilegrar bókmenntadreifingar á íslandi. Eftir mikla baráttu og bæn tókst ég þetta á hendur, minnugur þess að: „Máttur hans full- komnast í veikleika“. Tíminn sem liðinn er síðan, hefur fært mér heim sanninn um, að þetta var sannarlega köllun frá Drottni sjálfum. Orð Postulasögunnar héldu áfram að orka á mig, og smám saman sá ég ljósar þann veg, sem Drottinn vildi að ég gengi — inn í hið „fullkomna fagnaðarerindi.“ I okt. 1964 skírðumst kona mín og ég niðurdífingarskírn og gengum í Hvítasunnu- söfnuðinn í Reykjavík. Skömmu síðar öðluðumst við þá sömu óviðjafn- anlegu reynslu, sem sagan greinir frá, að menn frá dögum frumkristninnar, gegnum aldirnar og allt til þessa dags, hafi fengið að reyna: „Og þeir urðu, allir fullir af Ileilögum Anda og tóku a'8 lala öðrum tungum, eins og Andinn gaf þeim a8 mœla.“ Post. 2,4. í apríl 1965 varð Drottinn undursamlegur í lífi mínu. Enskur trúboði bað fyrii mér og lagði hend- ur á sjúka brjóstið, sem ég hafði stöðugt þrautir í. Ég varð heill á sama augnabliki. „Jesús frá Naz- aret gekk framhjá“. Ég hef ekki fundið til sjúk- dómsins síðan. Lof sé nafni hans! Eftir því sem starfið óx, fann ég greinilega Guðs vilja í, að ég notaði allan tíma minn til þjón- ustu fagnaðarerindisins. Síðan höfum við fengið að reyna, hvernig það er að lifa út á djúpi fyrir- heita Guðs. Það hefur verið undursamleg reynsla. Guð bregzt aldrei! Að skírast í Heilögum Anda er ekkert lokatak- mark, eins og sumir virðast halda. Heldur að- eins inngangur inn í þetta heilaga leysandi líf í Andanum, sem sérhver lærisveinn þarf á að halda, til þess að geta með djörfung leyst af hendi köll- unarverk sitt á akri Krists. Nú á þessum síðustu alvarlegu tímum, hefur þessi sannleiki lokizt upp fyrir æ fleirum, og við lesum stöðugt um menn og konur um víða veröld frá öllum trúarsamfé- lögum, sem hópum saman hafa tekið á móti fyrir- heitinu: „Gjöf Heilags Anda“. Það var vegna míns eigin ótakmarkaða veikleika, sem ég þurfti svo mjög á þessari „heilögu lind kraftarins af hæðum“ að halda, og ég mun þurfa hennar með hvern einasta dag lífs míns. Sé þér líkt farið, vinur minn, sem lest þessar línur. Hlustaðu þá í dag á orð frelsarans sjálfs: „Ekki er þa8 y8ar a8 vita tima e8a tí8ir, sem fa8irinn setti af sjálfs síns valdi: En þér munu8 öSlast kraft, er Heilagur Andi kemur yfir y8ur, og þér munu8 ver8a vottar mínir bœ8i í Jerú- salem og í allri Júdeu og Samaríu og til yztu endimarka jar8arinnar.“ Kœrleikurinn fórnar Sænskur prestur getur þess, að hann hafi eitt sinn komið í heimsókn til kristins safnaðar i skerjagarði Norður-Svíþjóðar. í söfnuðinum voru um 300 manns. íbúarnir lifðu mest megnis á fisk- veiðum. Á kristniboðsdaginn það ár voru gefnar kr. 1000 sænskar til málefnis Guðs. Það voru ó- hemju miklir peningar á þeim tíma. Presturinn gat ekki orða bundizt. Hann spurði, hvernig þeir gætu fórnað svona miklu, á jafn erf- iðum tímum, sem þá voru. Gamall sjómaður varð fyrir svörum. — Hann sagði: „Hvernig gælum við haft ráð á því að vera nískir og gefa Drottni ekki af eigum okkar, þegar hann gefur okkur allt, sem við þörfnumst til þess að við getum lifað? Gamli maðurinn, sem svaraði svona, lifir meira að segja enn. 44

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.