Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 48

Afturelding - 01.03.1967, Blaðsíða 48
Andlitsmynd forsetans I Hvítahúsinu í Washington, sem er bústaður for- seta Bandaríkjanna, getur aS líta silfurskífu eina. Ef maður virðir hana fyrir sér í nokkurri fjarlægð, sézt naumast nokkuð frábrugðið við hana. En gangi maður nær, sér maður að það er letraö á hana. Og þegar við förum að lesa letrið, er það ekki minna en það, að stjórnarskrá Bandaríkjanna er letruð þarna með forkunnarfögru letri. Athugi maður skífuna enn nánar, sér maður að letri og stafagerð er svo meistaralega fyrirkomið að andlitsmynd af Georg Washington, frelsishetju og fyrsta forseta Bandaríkjanna, birtist þar fyrir sjónum manns — í letrinu. Það er auðvitað mynd þessa merka manns, sem gefur skífunni hennar mikla gildi. Biblían lítur út eins og aðrar bækur, fljótt á litið. Hún felur í sér fjölda bókstafa, sem mynda orð og merkingar. Lesir þú Biblíuna alla, kvnnist þú mörgum mönnum á blööum hennar. Þú kynn- ist spámönnum og postulum, konungum, skrift- lærðum og alþýðumönnum. Áhrifin verða svo marg- þætt og auöug, að þú átt örðugt með að draga þau saman í eina heild. En rannsakir þú Biblíuna ná- kvæmlega verða áhrifin frá einni persónu sterkari en frá öllum öðrum samanlagt. Mynd þessa per- sónuleika kemur alls staðar fram, fögur, björt og geislandi. Það er eins og hver einasta persóna Biblí- unnar, boðskapur og pennadráttur bendi okkur á þessa óviðjafnanlegu mynd, og þessi mynd er Jes- ús Kristur. Enskur prestur, Birch að nafni, heimsótti mann, er lá á banabeöi. Hinn deyjandi rnaður liafði beð- ið hann að tala við sig. — Ég hef sent boð eftir yður, sagði maðurinn, ekki til þess að tala við yður um trúmál, því að ég trúi engu slíku. Hins vegar vil ég fá tækifæri til þess að þakka yður fyrir góðleika yðar og hlý- leika, sem þér hafið ávallt sýnt mér og mínu fólki. — Viljið þér gjöra svo vel að gefa mér svar við einni spurningu? spurði Birch. — Já, ef ég get, og ef það er óviðkomandi öll- um trúmálum. — Eins og yður er ef til vill kunnugt um, þá á ég að tala fyrir mörgu fólki í kvöld. Ég segi mörgu fólki, því að ég býst við því að það verði svo. — Meirihluti þess er fátækt fólk, sem innan skammr- ar ævistundar, stendur allt við dauöans dyr, eins og þér gerið nú. Og nú kemur spurningin: Um hvað á ég að tala við fólkið? —- Það varð löng þögn. Síðan sagði maðurinn með titrandi rödd og augun full af tárum: — Herra Birch! Seg fólkinu frá Jesú. Talaðu um hann, þrátt fyrir allt! Bankamadur nokkur sagði við son sinn — Ég er að hugsa um að kenna þér byrjunar- atriði kaupsýslunnar. Sjáðu nú til! Hérna er hálf- ur dollari. Ef þú þekkir einhvern félaga, sem þú treystir fullkomlega, og sem vill taka þessa upp- hæð að láni, þá skaltu taka vexti af þessum pen- ingum. Ef þú síðan sérð að þessi viöskipti, þó lítil séu, auka höfuðstólinn, þá ertu á réttri leiö. Nokkru seinna vildi faðirinn fá að vita, hvernig viðskiptin hefðu gengið hjá syni sínum, og spurði: „Jæja, sonur minn, hvernig hafa viðskiptin gengið hjá þér?“ — Já, heyrðu pabbi, ég mætti fátækum dreng úti á götunni. Hann átti enga skó, og ekkert til að borða. Ég gaf honum peningana til þess að hann gæti keypt sér mat fyrir þá. — Þú verður aldrei kaupsýslumaður, sagði fað- ir hans nokkuð birstur, og óánægjan hrukkaöi and- litssvip lians. Þú verður að Ieggja þér það á hjarta, að kaupsýslan er kaupsýsla. Ég ætla nú samt að gefa þér annað tækifæri. Sjáðu, hér fæ ég þér heil- an dollara, það er helmingi meira en ég gaf þér í fyrra sinnið. En mundu nú eftir að láta þér tak- asl betur í þetta skipti, að ávaxta peningana, en í fyrra skiptið. Drengurinn hrópaði upp yfir sig af gleöi: — Nei, aldrei hefði ég getað trúað því að það gengi svona fljótt að ávaxta hálfan dollara! Svo bætti hann við: Sunnudagaskólakennarinn sagði einu sinni, að sá, sem lánaði Drottni, mundi fá tvöfalt aftur. En mér datt ekki í hug, að það yrði svona fljótt! 48

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.