Afturelding - 01.01.1976, Blaðsíða 6

Afturelding - 01.01.1976, Blaðsíða 6
YISINDI OG GUÐ Z Nú á tímum eru ljósir fyrir okkur fleiri af leyndardómum náttúrunnar, en voru áður en hinar vísindalegu rannsóknir hófust. En þetta veitir okkur alls enga ástæðu til að trúa því, að Guð geti ekki haldið stöðu sinni á okkar tímum, eins og hann gerði áður en hinar vísindalegu rannsóknir hófust á sköpunarverki hans, með fjarsjám og rafeindatækjum. Þetta segir Wernher von Braun í þessu ágripi að tilvitnun í kjarna málsins: vísindin og Guð. Von Braun er einn af heimsins fremstu geim- vísindamönnum. Hann er yfirmaður Marshall geimrannsóknarmiðstöðvarinnar í Bandaríkjun- um og einn af aðalmönnum, sem unnu að gerð Gemini-áætlunarinnar, sem varð til þess að fyrsta mannaða geimfarið lenti á tunglinu árið 1969. ,,Það er ein af harmsögum okkar ríma, að vísindin og trúarbrögðin hafa komizt í andstöðu hvort við annað. Þessi tvö öfl — vísindin og trúarbrögðin — tvö sterkustu öflin, sem skapað hafa núverandi menningu. Með vísindunum reynir mannkynið að læra meira um leyndar- dóma náttúrunnar. Með trúnni reynir maðurinn að skilja Skaparann. Þessi tvö „sjónarmið” eru ekki háð hvort öðru en fyrir mig er það erfitt að skilja vísindamann, sem ekki skynjar Æðri raunveru- leika bak við uppruna Alheimsins. Eins er það erfitt að skilja guðfræðing, sem afneitar vísinda- legri þróun. Vísindi og trú eru nefnilega fjarri því að vera óháð hvort öðru og þau eru heldur ekki öfl, sem beinast hvort gegn öðru. Þvert á móti má líkja þeim við tvo bræður, sem berjast sameiginlega fyrir betri heimi, á þann hátt, að þegar vísindin reyna að afhjúpa náttúruöflin í kring um okkur, þá reynir trúin að uppgötva öflin, sem í okkur búa, þannig að smám saman komumst við yfir meiri þekkingu á náttúrunni, verðum hrifnari og auðmýkri gagnvart skipu- lagningunni og fullkomnuninni, sem aldrei bregst í náttúrunni. Fremur yfírborðsleg þekk- ing okkar á Alheiminum og lögmálum hans hefur samt viðurkennt og gert okkur kleyft að senda fólk frá þess náttúrulega umhverfi og flytja það örugglega til haka aftur úr geimnum til okkar og jarðarinnar okkar. ÖENDANLEGUR ALHEIMUR. Með geimferðum erum við að byrja tilraunir til þess að opna ,,dyrnar” að óendanlegum Alheimi. Það sem við nú getum séð af leyndardómum Alheimsins ,,gegnum rifuna á þessum dyrum” staðfestir aðeins trú okkar á Skapara hans. Maðurinn getur, með takmörk- uðum skilningi sínum, ekki gert sér grein fyrir alstaðar nálægum, almáttugum, alvitrum og eilífum GUÐI. Hver einasta tilraun til að skapa sér mynd af Guði og síðan lægja hann, reyna að skilja Guð, sannar ennþá betur mikilleika Hans. Ég trúi því, að það bezta sé, að við, með trú okkar, viðurkennum óuð. Það veitir okkur hugsvölun að hugsa okkur Guð sem Föður okkar allra og þar næst sú hugsun, að allir menn eru bræður og systur. Þessi hugsun ætti að vera mælikvarði á allar siðferðislegar hugsanir. Vísindamenn vita aðeins, að ekkert í náttúrunni verður brotið niður og eyðilagt, en verður í staðinn ummyndað og breytt í aðra tegund orku. Hin minnsta smáögn getur ekki horfið sporlaust. í náttúrunni þekkist ekki eyðing, aðeins breyting. Vill maður þá trúa því, að Guð hafi minna aflögu fyrir meistaraverk sitt: Manninn sjálfan. Fyrir mér er ódauðleikinn framhald á andlegri tilveru okkar eftir dauðann. Maðurinn hefur frá árdögum sögunnar borið í brjósti sér trú á líf eftir dauðann. Þessi trú hefur verið grundvallaratriði í öllum frumstæðum menningar- og trúarlegum heimspekihugleið- ingum. Þýðing þessara staðreynda er víða meiri 6

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.