Afturelding - 01.01.1976, Blaðsíða 13

Afturelding - 01.01.1976, Blaðsíða 13
KRISTNIBOÐIÐ Kristniboðsnefnd þakkar öllum velunnurum starfsins gott samstarf á árinu sem leið. Sigurinn er sigur Drottins og uppskeran er Hans. Ánægjulegt er að sjá hversu þátttaka í kristni- boðsstarfínu er almenn, og ört vaxandi, sérstak- lega síðan 1973, þegar hreyfíngin tók til með endurnýjuðum áhuga að vinna að uppbyggingu starfsins í Swazilandi, í samvinnu við norð- menn. Tveir' starfsmenn, þau Frímann Ás- mundsson og Anna Höskulsdóttir, sem þegar hafa farið til starfa í Swazilandi, hafa getið sér góðan orðstír, og er norska kristniboðsstjórnin mjög þakklát fyrir störf þeirra. Rektor Ture Bills magister, sem dvaldi í Swazilandi skólaárið 1975, með framfærslu héðan, er nú kominn heim til Svíþjóðar. En Larz Blystad svæðisstjóri mun leiða Biblíuskólann í ár. Afþeim peningum sem í sjóði eru, er þegar ráðstafað til kirkjubygg- ingar á Golell kr. 450.000.- skv. áætlun þar um, auk þess kr. 100.000,- til lagfæringar á húseign- um og lóð stöðvarinnar. óskað hefur verið eftir viðbótarstyrk til handa Roar Holst og fíölskyldu, en þau eru styrkt frá vinum á Vopnafirði með um 150.000.- kr. á ári. Hefur fjölskyldan stækkað um einn, og allir við góða heilsu. Aftur á móti hefur heilsuleysi gætt hjá konu Sveins Jacobsen, en þau eru styrkt með um 240.000.- kr. frá Akureyri og Reykjavík, biðjum fyrir þessum vinum að Guð mæti þeim í náð sinni, og íklæði með styrk í starfí. Borizt hefur bré frá Pakistan, þar sem óskað er eftir Hallgrími Guðmannssyni til starfa við biblíubréfaskóla hreyfíngarinnar þar x landi, unnið er að þeim málum, en vegabréfsáritun til lengri tíma er vandfengin. Frímann Ásmunds- son og kona hans Aud Hole eru væntanleg til íslands í byrjun febrúar, og munu ferðast eitthvað um landið, en aðallega dvelja á Akureyri enda er Frímann sendur út þaðan og kostaður að öllu leyti, hann er sem sagt „norðan maður’ ’. Á fundi í norsku kristniboðsstj. er ég var staddur á í haust, var mikið rætt um rekstrarkostnað biblxuskólans í Swazilandi, en mikið fíármagn hefur gengið héðan, bæði í sambandi við byggingu og rekstur skólans. Var rætt um að hver söfnuður, sem ætti kristniboða í Swazilandi greiddi sem svarar kr. 2.000,- norskum krónum, sem framlag til skólans, Þar sem vitað er að allir þessir söfnuðir eru lítt aflögufærir, enda flestir með starfsmenn í öðrum heimshlutum líka. Er mál manna að við ættum hér að taka í spottann, enda í beinu framhaldi af því sem áður hefur verið unnið að. Alla þá sem eftir þeim mætti, sem Guð gefur, vinna að framgangi fagnaðarerindisins um Drottinjesúm Krist, hvet ég til bænar þessu mikla máli til framdráttar, þar sem við í smæð okkar höfum aðgang að krafti himneskrar þrenningar þar í gegn, og getum á þann hátt mestu komið til vegar, auk þess sem við leggjum okkar limi, líf og eignir í þjónustu Drottins, eftir því sem Hann veitir okkur náð til. Friður Guðs sé með ykkur öllum. P. Lúthersson. 13

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.