Afturelding - 01.01.1976, Blaðsíða 15

Afturelding - 01.01.1976, Blaðsíða 15
I VIÐ sér af því að hann þekkti, hvernig Jesús var — og þess vegna væri sér óhætt að segja, að gæti hann ekk; þreifað á höndumjesú, mundi hann ekki trúa því, að hann væri upprisinn. og hver af hinum lærisveinunum gaf eins skýra játningu um trú á Jesúm upprisinn eins og Tómas, þegar hann sagði við Jesúm: „Drottinn minn og Guð minn”, er hann sá Jesúm upprisinn? — Tómas var enginn vantrúarmaður öðmm mönnum fremur, en sennilega meiri trúmaður en flestir aðrir, eftir að hann fékk áþreifanlegar sannanir fyrir upprisu Jesú, meistara síns. Margir hafa dregið í efa sannleiksgildi guðspjalla-frásagnanna um upprisu Jesú Krists. Þá efasemi þarf þó enginn að óttast. Er yfírleitt nokkur sá sannleiki til, sem aldrei hefur verið móti mælt? — Ég minnist þess, að um 1920 sagði mér það maður íslenskur, sem ég þarf ekki að rengja, að útlendur maður, ung-fullorðinn, sem hann nefndi og égman vel nafnið á, hefði sagt við sig nýlega, að það væri reyndar ekki sannað, að jörðinværihnöttur. Vinurþessara manna beggja, afsamaþjóðerni og útlendi unglingurinn, bað Is- lendinginn, er sagði mérþetta, að láta sem minnst á því bera, að unglingurinn, hefði sagt þessa fjarstæðu. Þessi vinur okkar þessara ungu manna þriggja, sem þá vorum það, blygðaðist sín fyrir, að til var þá fyrir nær fimmtíu árum, einhver flokkur fólks í ættlandi þessara útlendu manna, sem vildi draga í efa, að jörðin væri hnöttur, sem fullsannað var þó öldum fyrr, að er staðreynd. Upprisa Jesú Krists er líka staðreynd. Ef Jesús Kristur hefði ekki risið upp frá dauðum, þá hefðum við engan kristindóm nú. Þá hefði trúar boð Jesú Krists fallið um sjálft sig, og siðakenninga hans að líkindum gætt lítið nú á dögum. Og víst er, að hefði Jesús Kristur ekki risið upp frá dauðum, hefðu lærisveinar hans dreifzt og orðið kraftlausir kennimenn. — Enda verða menn að muna það, að fram til þess tíma, er Jesús var krossfestur og grafínn, héldu hans nánustu vinir dauðahaldi í þá von, að hann, Jesús frá Nazaret, mundi bráðlega gerast kon- ungur á VERALDLEGA VÍSU I LANDI ÞEIRRA, Gyðingalandi. Það var ekkert í lærisveinunum sjálfum, sem gat breytt þeim — að Jesú látnum, en ekki upprisnum — í þá öruggu og kraftmiklu trúboðendur, sem þeir urðu, þeirrar trúar, sem kristin trú er, eins og hún er greind í skrifum postulatímans. _ Lærisveinar Jesú, sem ,,fylltu Jerúsalem” með kenningunni um upprisu Jesú, fáum vikum eftir að hann dó og var grafinn, máttu lxka fullvel vita hvort þeir töluðu sannleika er þeir sögðu, að Jesús hefði birzt þeim upprisinn og talað við þá um margt, sem Guðs ríki heyrir til. — Ef einhverjir lærisveinar Jesú hefðu áreiðanlega verið til nógu margir heiðar- legir menn, til að afsanna slíka sögu. — Til dæmis með því að sýna lík Jesú — og hefði þá upprisu-falsprédikunin fallið um sjálfa sig — en svo var ekki. Af því að Jesús reis upp frá dauðum, hefur prédikunin um upprisu hans aldrei verið fals. Hún hefur alltaf verið og verður sannleikur. — Og eins og einn æðsti maðurþjóðarvorrarsagðixræðu 15. marz 1964, þá er það svo, að ,, án upprisunnar væri enginn kristindómur”. ,,En nú er Kristur upprisinn frá dauðum sem frumgróði þeirra, sem sofnaðir eru”, skrifar Páll postuli í fyrra bréfínu til Korintumanna, fímmtánda kafla. Það er sem morgunsólarskin, sem maður skynjar í sögunum af því, er Jesús birtist lærisveinum sínum eftir upprisuna. Ekkert annað líkist þeim árdagsandblæ, sem við njótum, er við lesum og hugleiðum viðtöl Jesú við þá, sem elskuðu hann, en hann birtist þeim upprisinn. Tökum til dæmis frásögnina x Jóhannesar Guðspjalli, er Jesús birtist þeim við Tíberías-vatnið. Jesús hafði birzt þeim áður eftir upprisuna, og höfðu þeir huggazt og glaðzt ósegjanlega mikið við þá harmabót, að Jesús hafði sigrað dauðann. — Það var í leyndarráði Guðs 15

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.