Afturelding - 01.01.1976, Blaðsíða 16

Afturelding - 01.01.1976, Blaðsíða 16
ákveðið, að Jesús, Guðs eingetinn sonur, skyldi gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga, eins og hann sjálfur sagði: Enginn tekur það (lífið)frá mér, heldur legg ég það sjálfviljuglega í sölurnar, til þess að taka það aftur — þ.e.a.s. verða lifandi aftur (Jóh. 10, 17—18). Þegarjesúsí grasgarðinum Getsemane spurði þá, er komu til að handtaka hann, að hverjum þeir leituðu, svöruðu þeir: ,,Að Jesú frá Nazaret’ ’; og þá sagði Jesús: Ég er”. En er hann sagði: ,,Ég er”, hopuðu þeir á hæl og féllu til jarðar. Jesús felldi þá alla að jörðu, er komu til, að handtaka hann, til að sýna, að þeir gætu alls ekki handtekið hann, nema hann gæfi sig sjálfviljuglega á þeirra vald. Hefði það verið að ráði Guðs, að Jesús yrði ekki framseldur í manna hendur, hefði Jesús getað farið á þessari stund sinna ferða og varið þeim, er vildu handtaka hann, að snerta sig, og notað til þess hið óvenju- lega vald, sem hann hafði og notaði, þegar hann vildi. — En „Frelsarinn hvergi flýði, Ástæðan fyrir því að svo margir kristnir menn em leiddir af Guðs ströngu hönd, er sú, að þeir leyfa ekki Guði að koma svo nærri sér, að hann fái leitt þá með auga sínu. A. S. Simpson. Alvarlegustu hindranir, sem verða fyrir þér á vegi þínum, verða það geigvænlegasta sem þú sérð, þegar þú missir sjónar á markinu. Beindu sjónum þínum ávallt til Jesú, þá hverfur geigurinn og vegurinn verður sléttur. Heimurinn verður ekki unninn fyrir Krist gegnum sjálfelska menn og konur. Þeir sem ekki em reiðubúnir að afneita sjálfum sér í sífórnandi starfi og erfiðu, verða lélegir verkmenn í víngarði Guðs. Mennirnir og •konurnar, sem okkur vantar, em þau, sem setja Jesúm og frelsi sálnanna framar og ofar öllu öðm. Hudson Taylor. Fjandmenn þó lægi senn. Herran beið þeirra hinn þýði, Þeim leyfði á fætur enn”, eins og segir í 6. passíusálmi Hallgríms Péturssonar um þennan atburð. Þess í stað segir Jesús við óvini sína og þjóna þeirra: , ,Daglega var ég hjá yður í helgidóminum og kenndi, en þér handtókuð mig ekki; en þetta er yðar rími og vald myrkursins” (Mark. 14, Lúk. 22). Og hann gaf sig í hendur þeirra sjálfviljuglega — í grasgarðinum Getsemane. Er vald myrkyrsins hafði svo kvalið hinn heilaga þjón Guðs, Jesúm, og hann hafði verið lagður lík x jörð — en andinn falinn Guði — þá sagði Guð alvaldur á tilsettum ríma við vald myrkursins: „Hingað og ekki lengra. Hér skulu þínar hreyknu hrannir brotna”. Og mikill landskjálfti varð. Engill Guðs velti steininum frá grafardyrunum, Innsiglið á steinum þeim hinum stóra, er huldi grafardyrnar, var búið að gera sitt gagn\ og sömuleiðis grafarverðir landstjórans. Engillinn settist á steininn og leysti varðmennina af verðinum, en þeir höfðu verið settir á vörð við gröf Jesú, til þess að líki: hans yrði ekki stolið og stðan sagt, að hann væri upprisinn. ,,Hefði ei vaktin geymt og gætt Grafarinnar, sem nú var rætt. Orsök var meiri að efast þá. Hvort upp réð stá Drottinn vor Jesús dauðum frá”, segir Hallgrímur Pétursson í passíusálm- inum um þetta efni. (ps. 50). Jesús Kristur var upprisinn, og það skyldi engillinn auglýsa. Sannanirnar fyrir upprisu Jesú Krists em hvarvetna, hvar sem litið er í rit hins nýja sáttmála, sem vér höfum frá fyrstu boðberum kristinnar trúar, sem Jesús valdi sjálfur fyrir sendimenn og prédikara. Jesús birtist líka eftir upprisuna sínum sendi- boðum, og skýrði fyrir þeim það ,,í öllum ritningunum, er hljóðaði um hann”, eins og segirí Lúkasar guðspjalli, 24. kafla, og gaf þeim af sínum Anda, svo að þeir skildu hann rétt og fengju kraft til að boða trúna eins og HANN ÆTLAÐIST TIL, að þeir gerðu það. Og svo minnzt sé aftur á viðtal Jesú við lærisveinana við Vatnið, þar sem hann uppris- inn talaði við Sxmon Pétur, þá athugast, að 16

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.