Afturelding - 01.01.1976, Blaðsíða 19

Afturelding - 01.01.1976, Blaðsíða 19
þess, og sameinaður í þvx, þegar allur söfnuðurinn þiður Guð um náð og miskunn í hvaða máli sem er, og varðar miklu. Með sama hætti er það eins þýðingarmikið að leggja þakkarefnin fram fyrir Guð. Þær stundir eru sameiginlegar gieðisamkomur fyrir allan söfn- uðinn. Þegar börnin eru blessuð, þá er það þakkar- hátíð. Með sýnilegum og áþreifanlegum hætti bera foreldrarnir þakkarefni sitt framfyrir Guð í viðurvist safnaðarins og samstillt honum í sameiginlegri trú. Barnablessunin er einnig tilefni til fyrir- bænar. Samstaða safnaðarins í þeirri bæn, er tjáning og ákall um það, að Guð veiti foreldrunum náð til þess að gera allt það bezta fyrir barn þetta. Söfnuðurinn biður Drottin að blessa þetta barn. Hafí fyrirbæn og blessunaróskir áhrif og þýðingu, og því trúum við, þá hefur samstæð bæn safnaðarins það ekki sxður, sem gefur að skilja. I þessu sambandi getum við hugsað okkur Isak, þegar hann blessaði sonu sína. Einnig getum við minnzt Móse, þegar hann blessaði ættkvíslir Israels. Þá skyldum við ekki heldur gleyma fyrirbænum frumkristna safnaðarins fyrir postulunum. Sannleikurinn, sem felst í þessum orðum Heilagrar ritningar hefur alltaf reynzt óbrigðull: ,,Bæn réttláts manns megnar mikið”. Fyrir mig er það mikil öryggiskennd, þegar söfnuðurinn biður fyrir barni mínu. Fyrir trúna x andanum skynjum við það, að við tökum hlutdeild í ábyrgðinni um ieið og við biðjum sameiginlega. Þessar bænir vill Guð heyra, taka afstöðu til og varðveita. Hann vill láta ásjónu sína lýsa yfir barnið og framtíð þess. Barnabiessunin er engan veginn sett í staðinn fyrir barnaskírnina. Barnablessunin er forrétt- indi trúaðra foreldra á vondri öld, til halds og verndar fyrir börn þeirra. Þess vegna skyldu allir foreldrar setja barnablessunina á sinn stað, því að hún leysir öfl í hinum ósýnilega heimi til góða fyrir börnin. Tekið úr,, Korsets Budskap ’ Á.E. 10 ÖRUGG RÁÐ — m FRÁFALLS 1. hvern dag skaltu vanrækja bænina og biðja aldrei lengur en 2 mínútur. 2. Lestu aldrei í Biblíunni eða andlegar bækur. Veldu þér heldur sorprit eða skáld- sögur. 3. Komdu aldrei á Brauðsbrotningar, eða Biblíulestra. Aðeins skaltu koma, þegar stórheimsóknir em, eða eitthvað nýtt. 4. Vanræktu ailar vikusamkomur og láttu þér duga sunnudagskvöldin til samkomu- sóknar. 5. Vittnaðu aldrei á vinnustað, eða heima um frelsið ogjesú Krist. 6. Gefðu alls ekki tíund í forðabúrið. Fórnaðu sem allra minnstu og ef þú gefur, þá gerðu það eftir eigin geðþótta. 8. Neyttu áfengis, en farðu fínt í það. Aðeins í vinahópi, veizlum eða með mat. 9. Góður vindill eftir hádegisverð er róandi og skapar góða lykt í stofunni. 10. Þegar söfnuðurinn mætir til bænahalds, sittu heldur heima og dreptu tímann, fyrir framan sjónvarpsskerminn, sama hver myndin er. Á. E. 19

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.