Afturelding - 01.01.1976, Blaðsíða 20

Afturelding - 01.01.1976, Blaðsíða 20
KRAFTAVERK — Þýtt úr Abundant Life. — Atli Örn Einarsson. Faðir minn Jimmy McCou var að undirbúa einn af stóru bílunum sínum undir að fara út til að sinna verkefni. Eins og flestir litlir drengir, var Jimmy, þá níu ára, heillaður af þeirri hugsun, að hann væri aðstoðarmaður föður síns. Allt í einu skeði harmleikurinn. Áður en nokkur gat gert sér grein fyrir hvað var að ske, króaðist Jimmy af frammi fyrir hinum stóru tvöföldu hjólum bílsins, sem gripu hann og drógu hann undir sig. Það var ekki fyrr en hr. McCoy fann að bíllinn fór yfir óhugnanlega mjúka ójöfnu og hann heyrði óp lítils drengs, að hann gerði sér grein fyrir hvað hafði skeð. Hann stöðvaði bílinn, stökk út úr honum og hljóp fram fyrir hann, þar sem hann sá liggjandi hreyfingarlausan líkama sonar síns. Svört hjól- barðaförin lágu eftir endilöngum líkama Jimmy’s. Hann var eitt blóðstykki. Við getum komið til himinsins, enda þótt við séum sjúk, og erum hvorki fræg eða eigum marga vini, menntun eða margt annarra hluta, sem fólk elskar almennt. En enginn getur komið til himins, sem ekki á Jesúm Krist í lífi sínu og hjarta. 0 Láttu Guð vera síðustu hugsun þína á kvöldin, er þú lokar augum þínum og sofnar. Og þegar þú vaknar á morgnana, gefðu honum þá fyrstu hugsun þína. Gerðu þetta, þá helgast draumar þínir og svefninn verður þér vær, og skilningur þinn hreinsast og vilji þinn fyrir daginn, og störf þín verða framgangsrík. Kuartes. Á.E. Vegaiögreglunni var þegar gert aðvart, um að greiða leið fyrir sjúkrabíl, til að flytja Jimmy til sjúkrahúss í næstu borg. En Rosella McCoy, móðir Jimmys, sá að hann myndi ekki lifa þá ferð, og ákvað að fara með hann til lítils fylkis-sjúkrahúss, 30 kxlómetra frá heimili þeifra. Alla leiðina hélt móðir Jimmys í hendi hans, og sagði í sífellu, , Jimmy, Guð heldur í hendi þína... ekki sleppa hendi hans...” Þó að Jimmy virtist ekki heyra til hennar, hélt hún áfram að biðja og sá frækorni kraftaverks í undirmeðvitund Jimmys. ,,Þegar við komum til sjúkrahússins,” segir frú McCoy, ,,þá féll líkami Jimmys í djúpt meðvitundarleysi. Það virtust vera endalokin. En þökk sé Guði fyrir góða lækna. Þeir lögðu hart að sér, og Jimmy komst aftur til meðvitundar og fór að hósta upp blóði.” Skyndirannskókn leiddi í ljós, að vinstra kinnbeinið var mölbrotið, hægri úlnliður brotinn, og opin sár um allan lxkama hans. En sá vandi er fyrst þurfti að leysa, var augsýnilega innvortis — blæðingarnar. Eftir hvað virðist heil eilífð, sögðu læknarnir. ,,Ef hann tekur ekki við sér á næstu mínútum, þá deyr hann... við verðum bara að bíða og biðja um kraftaverk... ” Hugsunin um kraftaverk var ekki ný fyrir móður Jimmys. McCoy hjónin eiga fimm börn, þar af tvö er þau hafa ættleitt. Ættleiddu börnin þjáðust af starblindu frá fæðingu, en fyrir leikni skurðlæknis, bænir og kærleika, hafa börnin sjón í dag. Fyrir utan dyr slysavarðstofunnar, bað Rosella McCoy Drottin um kraftaverk. Allt í einu leit hún upp, og læknirinn stóð í dyrunum. ,,Mér þykir þetta mjög leitt,” sagði hann. 20

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.