Afturelding - 01.01.1976, Blaðsíða 22

Afturelding - 01.01.1976, Blaðsíða 22
Enski sjómaðurinn John Newton hafði feng- ið gott uppeldi. Móðir hans var frelsuð kona og áminnti son sinn vel í þeim efnum. Sam- kvæmt þvx, sem John sjálfur segir frá, var hann mjög fráhverfur kristinni trú og var snemma djúpt fallinn í synd. Hann segir, að oft hafi Drottinn talað til sín mitt í syndinni og gjálíf- inu. Fyrst talaði hann til mín, með því að láta mig hljóta hættulega byltu, því að þá þreifaði ég á miskunn hans og varðveizlu frá bráðum dauða. ,,Um nokkurn tíma hætti ég að blóta, en byrjaði aftur þegar frá leið.” Við annað tilfelli vaknaði samvizka hans, svo að ótti við reiði Guðs knúði hann til að gera tilraun til að vanda líferni sitt. Hann vildi efla sitt eigið réttlæti, eins og Gyðingar forðum. En það varð árangurs- laust og bráðlega hætti hann við allar betr- unartiiraunir, og gerðist nú opinber guðníð- ingur. En samt gat hann ekki til fulls svæft rödd samvizkunnar. Svo tók hann þá ákvörðun að verða sjómaður. Einu sinni réðist hann með skipi sem hafði með höndum þrælasölu. Á þessu skipi bar fyrir augu hans lítil bók. Þar las hann þessi orð: , .Hugsaðu um, ef allt þetta er sannleikur — nefnilega, Enginn trúarbragðahöfundur ásetti sér að deyja fyrir eftirkomendur sína. Buddah dó ekki fyrr en hann var áttatíu ára gamall. Konfucius og Zoroaster hugsuðu sér aldrei að fórna sér fyrir velferð annarra. Muhammed grundvaliaði trú sína á því að deyja áður en hann yrði deyddur. Játa má það, að í hinum heiðnu trúarbrögðum finnast mörg umhugsunarverð og fögur ákvæði en engin af þeim bendir áhangendum sínum á endurlausnara. Jesús Kristur er sá einasti eini, sem gaf líf sitt til að frelsa fallinn heim. A. C. Dixon. et himnaríki og helvíti er til — og að enginn kemst til himnaríkis nema þeir einir, sem iðrast synda sinna og trúa ájesúm Krist. Hvað verður þá um þig, ef þú deyrð í syndinni?” Hann lagði frá sér bókina og hét því, að líta aldrei í hana framar og ásetti sér að hugsa aldrei meir um eilífðarmálin. Með þessum ásetningi sofnaði hann um kvöldið. En um nóttina vaknaði hann við það, að ofsaveður var skollið á með miklum sjógangi. I sömu svifum kom stórsjór yflr skipið og fyliti klefa Johns, og frá þilfarinu heyrði hann hrópað: ,,Skipið er að sökkva!” Allt var í fáti og uppnámi, svo að John sá að skelfing var yfirvofandi. Ætlaði hann sér þá að þjóta upp á þilfarið, en mætti skipstjóran- um í stiganum, sem segir við John: ,,Náðu í hníf fyrir mig”. En á meðan John var að leita að hnífnum, gekk annar maður upp sama stiga 22

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.