Afturelding - 01.04.1976, Blaðsíða 3

Afturelding - 01.04.1976, Blaðsíða 3
KVEÐJA FRÁ AKUREYRI Davíðs sálmur, 124. Þann 30. maí 1936 var Fíladelfíusöfnuðurinn á Akureyri myndaður. Stofnendur voru 11 talsins. Þrír þeirra eru á lífi og búsettir á Akureyri. Nöfn þeirra eru: Hólmfríður Guðmundsdóttir, og systurnar Vigdís og Guðrún, Jónasdætur. Fyrsti forstöðumaður safnaðarins var kjörinn, Sigmund W. Jacobsen frá Noregi, mesti ágætismaður, grandvar og traustur leiðari. Söfnuðurinn hefur leitast við að varðveita og boða hið heilnæma Orð Guðs. Drottinn hefur í trúfesti sinni varðveitt og leitt söfnuðinn, þessi fjörutíu ár, gegnum skin og skúr, meðlæti og mótlæti. Árið 1938 hóf ,,Barnablaðið” göngu sína, á vegum safnaðarins hér, smávaxið í byrjun, en er nú mjög útbreytt í dag, á vegum Fíladelfíufor- lagsins x Reykjavík. Fyrstu árin rak söfnuðurinn starfsemi sína í leiguhúsnæði, en á árinu 1951 eignaðist söfnuðurinn sitt eigið hús, Lundar- götul2. Annar forstöðumaður safnaðarins var Nils Ramselius, sænskur maður, áður kirkjuhirðir, merkur persónuleiki, góður fræðari, sterkur safnaðarmaður. Hann vann að útgáfu nokkurra bóka á vegum safnaðarins. Þótt söfnuðurinn sé ekki margmennur í dag, vill hann vera hlutverki sínu trúr, að varðveita og boða Guðs ómengaða orð, vinna að sálna frelsi — bæði í heimahögum og á kristniboðs- akrinum 1 Swazilandi, þar sem söfnuðurinn styrkir kristniboð. Einnig vill hann hlúa að velferð æskunnar með sunnudagaskólastarfi. Það sem söfnuðurinn gerir sér ljóst og biður um, er ný Andans úthelling og sálna frelsi, og að Drottinn gefí ungt fólk, sem vill heilshugar þjóna Drottni og halda verki hans áfram, svo framvindan í verki Drottins þróist eðlile^a um land allt. Hið alhliða fagnaðarerindi Jesú Krists er það eina, sem fullnægir þörfum nútíma- mannsins í velferðarríki núrímans. Orð Guðs — fagnaðarerindið, var, er og verður, kraftur Guðs til hjálpræðis, hverjum þeim sem trúir. (Róm. 1,16). Jóhann Pálsson. FíladelfíaAkureyn, vinahópurinn, gömul mynd.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.