Afturelding - 01.04.1976, Blaðsíða 4

Afturelding - 01.04.1976, Blaðsíða 4
VITNISBURÐUR MINN Jesús sagði: Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð fxnna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða, þvt að sérhver sá öðlast er biður, og sá finnur, er leitar, og fyrir þeim mun upp lokið, er á knýr.” (Matt. 7,7-9). Þegar ég kom til Jesú í einlægni og í trú á hann, sem frelsara minn og Drottin, þá tók hann á móti mér og veitti mér af sinni náð, frið og gleði í hjarta, og gerði mig að nýrri sköpun í sér. Guðs heilaga orð segir okkur, að auðmjúkum veiti hann náð, en standi gegn dramblátum. Ég fékk svo sannarlega að reyna það, hve undursamlegur og náðarríkur Jesús Kristur er. Hér er volaður maður, sem hrópaði, og Drottinn heyrði hann og hjálpaði honum úr öllum nauðum hans.” (Sálm. 34,7). Þannig erjesús, fullur af elsku og kærleika til mannanna, líka til þín, sem ekki hefur ennþá komið til hans, en hann hefur boðið þér eins og mér með orðum sínum: ,,Komið til mín, allir þér, sem erfíðið og þunga eru hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld.” (Matth. 11,28). Sú hvíld er undursamieg og endurnýjast dag frá degi í samfélagi við náðarríkan vilja hans. Hugleiðum hvernig Jesús svaraði Nikódemusi: „Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur séð guðsríki nema hann endurfæðist” (Jóh. 3,3). í sjöunda og áttunda versinu í sama kafla. ,,Undrast þú ekki, að ég sagði þér. Yður ber að endurfæðast. ” Nikódemus, sem var lærimeistari í ísrael og ráðherra meðal Gyðinga, vissi ekki þetta. Eftir upprisuna varð Jesús sjálfur að ljúka upp hugskoti lærisveinanna, til þess að þeir skildu ritningarnar. Og hann sagði við þá: ,,Svo er skrifað, að Kristur eigi að líða og upp rísa frá dauðum á þriðja degi, og að boðað skuli verða í nafni hans "öllum þjóðum iðrun og synda fyrirgefning — en byrjað x Jerúsalem. Þér eruð vottar þessara hluta. Og sjá, ég sendi fyrirheit föður míns yfir yður” (Lúk. 24,46—48). Fyrirheit Guðs eigi firnast, Jesús er í gær og í dag hinn sami og að eilífu, hann opnaði hugskot mitt svo að ég skildi Ritninguna og fann, að ég var syndugur maður og þurfti fyrirgefningu syndanna og hann tók á móti mér, eins og hér að ofan segir. Ég fann það betur en nokkru sinni fyrr, 1. október, 1975, hve indællt og blessað það er, að vera umvafinn af náðarfaðmi Jesú Krists. En þann dag var ég úti á sjó, um borð í M/b. Halldóri Jónssyni, á togveiðum. Það óhapp vildi þá til, að afturvírinn slitnaði, og urðum við því að hífa upp á forvírnum, og síðan eins og venja er, þegar slíkt kemur fyrir, að snörla bobbingalengjuna inn á dekk. Þegar öll lengjan var komin inn á dekk, og við höfðum komið fyrir festingu á vírinn, fyrir framan og neðan bobbingalengjuna, og ég var að draga afturvírinn í rossið þá rikkti í vírinn, svofestinginslitnaði, með þeim afleiðingum, að klafinn og höfuðlínuleggurinn þeyttist út, og lykkja af höfuðlínuleggnum slóst upp á vinstri fót minn og hentist ég með fyrir borð, fastur í lykkjunni. Rossið og keðjan, sem liggur niður í bobbingana, þeyttist einnig út, en rossið hékk í gilsinum. Strax þegar ég kom í sjóinn, greip mig fast sú hugsun, að reyna að ná vírlykkjunni af fætinum, og hugsa ekki um annað en að verða laus úr henni. Þetta tókst mér fyrir Guðs náð. Þegar ég hentist út, losnaði um lykkjuna á fætinum, svo að ég gat með vinstri hendi náð í lykkjuna og smeygt henni niður fyrir fótinn, og var þar með laus. Vegna illra aðstæðna storms og myrkurs, gekk nokkur tími í að ná mér inn, 4

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.