Afturelding - 01.04.1976, Blaðsíða 6

Afturelding - 01.04.1976, Blaðsíða 6
SIGURÐUR MINNINGARORÐ Sigurður Lárusson var fæddur í Stykkishólmi 1. nóvember 1895. Hann andaðist að Elliheim- ilinu Grund 1. marz 1976. Lifði hann því hér x heimi 80 ár og 4 mánuðum betur. Foreldrar Sigurðar voru hjónin Lárus Elíasson ættaður frá ísaflrði og Kristín Guðmundsdóttir ættuð frá Búðum. 5 urðu börn þerra hjóna og var Sigurður yngstur og kveður hann síðastur þetta líf, systkina sinna. Sigurður var ekki gamall, þegar hann tók til hendi og fór að vinna. Ungur er hann orðinn sjómaður og var jafnvígur til sjós og lands, öruggur og traustur. Eftir að Sigurður hætti sjómennsku, þá vann hann margvísleg störf og var um árabil starfsmaður Kaupfélags Stykkis- hólms. Gengdi hann þar trúnaðarstarfi, áreið- anlegur og heill, stundvís og trúr alla tíð. 3. apríl árið 1920 giftist Sigurður Elínu Helgadóttur ættaðri af Snæfellsnesi. Um leið gerðist hann stjúpfaðir Laufeyjar Samsonar- dóttur og var gott með þeim Sigurði allt lífið, sem Laufey þakkar nú við leiðarlok. Hjónaband Sigurðar og Elínar stóð í 40 ár og liðlega það. Elín andaðist 25. september 1960. Syrgði Sigurður Elínu mjög og er ekki ofsagt að hann hafi misst meira en helming af sjálfum sér við brottför hennar af þessum heimi. Alla þeirra hjónabandstíð stóð heimili þeirra í Stykkishólmi og lengzt af í Brekkubæ. Drottinn blessaði hjónaband þeirra með þrem börnum sem hér eru talin í aldursröð. Friðrik Óskar, vélsmiður giftur Unu Indriðadóttur. Eiga þau 5 börn. Sigríður Breiðfjörð gift Guðmundi Laxdal Jóhannessyni. Eiga þau 8 börn. Yngstur er Jón Hilberg giftur Emelíu Guðmundsdóttur. Eiga þau 6 börn. Nú þegar Sigurður er allur þá var hann afi 19 barna og langafi 11 barna. Ein dótturdætranna Halldóra Gróa kom í afaheim- LARUSSON Sigurður Lárusson. ilið tveggja ára og var þar til er hún giftist Vilhjálmi Haraldssyni trésmið og búa þau hér í Reykjavík. Þegar Þórarinn heitinn Magnússon hóf starfsemi Hvítasunnumanna í Stykkishólmi árið 1946, þá var Sigurður tíður samkomugestur og einn af þeim fyrstu er tóku opinbera afstöðu með málefninu. Hann gat það, því Sigurður eignaðist bjargfasta trú á endurlauSn Jesú Krists. Sigurði var trú sín ekkert blygðunarefni, einlægur og opinskár játaði hann trú sína, persónulega og á mannamótum. Hafði hann skýra hugsun og góðan talanda. Sigurður var meðlimur í söfnuði Hvítasunnumanna númer 172. Hann tók Biblílega skírn 28. maí 1949 í Stykkishólmi. Nú við kveðjustund Sigurðar, þá er góður drengur kvaddur. Fyrst af börnum sínum og hinum nánustu. Einnig af trúsystkinum, er kveðja góðan og heiðvirðan bróður. Blessuð sé minning hans. EinarJ. Gíslason. 6

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.