Afturelding - 01.04.1976, Blaðsíða 10

Afturelding - 01.04.1976, Blaðsíða 10
FRÁ VETTVANGI STARFSINS Eftir margar jólasamkomur, þar sem ekki færri en 10 prédikarar komu fram og töluðu Guðs orð í Fíladelfíusöfnuðinum í Reykjavík, þá, hófst strax frá þrettánda, föstu og bænavika. Almenn þátttaka var í bæna- og föstuvikunni. Fjölmargir bættu við sig annarri og jafnvel þriðju vikunni í föstu. Þarna er fólginn leyndardómur, sem fleiri og fleiri læra að höndla. Ekki er blöðum um það að fletta, hvíltk blessum þarna er fólgin, fyrir þá sem ná þessu, bæði fyrir einstaklinga og málefnið í heild. 14. febrúar komu til landsins Majken og Stig Anthin og dvöldust hérlendis til 15. mars. Lang mestan tíma þeirra dvöldu þau í Reykjavík. Fóru norður til Akureyrar og Ólafs- fjarðar, einnig austur fyrir fjall og héldu samkomur í Kirkjulækjarkoti og Þykkvabæ. Alls voru samkomur þeirra hjóna 40 talsins og hlutu þeir blessun af, er nutu. Þrátt fyrir verkföll og dýrtíð, þá hafa verið teknar rismiklar fórnir til Kristinboðsins nú í vetur. Kemur þar fram mikill kærleikur. 7. febrúar komu til landsins Audi og Frímann Ásmundsson, kristniboðar frá Swazilandi. Hafa þau ferðast viða um landið og eru þegar þetta er skrifað á Hjalteyri. Blessun hefur fylgt þessum elskulegu þjónum Drottins hvar sem þau hafa komið. Hugsun þeirra beggja er Swaziland aftur, seinnihluta ársins. Anna Höskuldsdóttir hefur skrifað og lætur vel af sér og starfi sínu þarna úti. Fær hún beztu meðmæli samstarfssystkina sinna. Hefur hún staðið í ströngu með mál innfæddra undanfarið, að auki, sem hún hefur tekið þátt í starfinu. Margt fleira er á dagskrá kristniboðsins og vísast nánar til greinari blaðinu, frá kristniboðs- ritaranum, Páli Lútherssyni. HinnárlegiBiblíudagur bar að þessu sinni upp á 22. febrúar. Aðalfundur féiagsins var haldinr. í Hallgrímskirkju í Reykjavík í 161 sinn. Fundurinn var fjölsóttur og fór vel fram. Einar J. Gíslason forstöðumaður Fíladelfíu var endur- kosinn í stjórn félagsins, til næstu tveggja áfa. Kærleiksfórn til Biblíuféiagsins í Fíladelfíu í Reykjavík nam 121 þús. Þegar minnst er á Biblíufélagið, fer ekki hjá því að geta Ólafs heitins Ólafssonar kristniboða, sem um mörg ár sat í stjórn þess og var framkvæmdastjóri félagsins árum samar.. Ferðaðist um og brýndi menn og hvatti, eins og honum einum var lagið, á sinn sérstaka hátt. Nú er Ólafur allur og fór útför hans fram 6. apríl. Blessuð veri minning hans. Aðalfundur Fíladelfíusafnaðarins í Reykja- vík var haldinn laugardaginn 6. marz. Eru allir þakklátir þeim bræðrum er að bókhaldinu hafa unnið og gert það framkvæm- anlegt, að fundurinn gat haldizt á eðlilegum tíma. Ársvelta starfsins, þá er reiknað með öllum sjóðum safnaðarins og blaða og bókaútgáfunn- ar, ásamt Hlaðgerðarkoti og Kornmúla, varð um 53 milljónir. Ekki eru allar þær tölur dýrtíð, heldur bera þæmott um mikið starf, fórnfýsi og trúmennsku. Hvað yfírstandandi ár ber í skauti sínu, veit enginn um, en mikil þörf er á að rifa ekki seglin, heldur ef mögulegt er, að bæta við, svo vífeðmi starfsins vaxi. Allir möguleikar eru á því, ef mannskapur gefst, að halda tveim stærstu tjöldum landsins úti á komandi sumri. Bekkimirí nýja tjaldið eru komnir til landsins, þegaf þetta er ritað. Liggur þar mikil vinna á bak við og fjárútlát, sem þakka ber Georg Jobansson í Gautaborg, öllum öðrum fremur. 10

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.