Afturelding - 01.04.1976, Blaðsíða 11

Afturelding - 01.04.1976, Blaðsíða 11
Smyrnakórinn frá Gautaborg kom til Reykja- víkur 31. marz og fór aftur 3. apríl. Þáttakendur voru alls 93, þar af 80 söngmenn og hlj óðfæraleikarar. Allur þessi stóri hópur gisti á heimilum safnaðarmeðlima. Rúm gat verið fyrir fleiri. Söfnuðinum berast miklar þakkir, fyrir að hafa munað eftir Heb. 13.1. — Þarafleiðandi hafa þeir er sýndu gestrisni, hýst engla. Systrafélag Fíladelfíu, tók á móti gestunum með smurðu brauði og tedrykkju, eftir að Páll Axelsson og Kornelíus Traustason höfðu skilað hópnum úr langferðabílum, sem keyrðu fólkinu frá flugvelli og heim. Fyrsta samkoman hófst kl. 21.00 og þegar í stað merktu allir samkomugest- ir, sem var fjöldi manns, að hér var óvanalegt á ferð. Listrænt, þjálfað, þrauthugsað og upp- lifað. í þessum stóra hópi voru læknar, rektorar, kennarar, lögreglumenn, húsmæður, nánast til tekið fólk af öllum stéttum. Þar var Algot Lotsson stýrimaður í sænska flotanum. En honum kynntist ritstjórinn á Siglufirði 1947, er hann þá fiskaði með ,,Dagný” frá Skárhamn 1 Svíþjóð. Þar sótti Lotsson, samkomur í öllum landlegum og um helgi hverja, af mikilli trúfesti. Nú var hann kominn hér með Önnu-Lisu konu sinni, sem búin er að syngja í Smyrnakórnum um mögr ár. Það voru fagnaðar- fundir. I öllum tilfellum þurfti ekki einu sinni 30 ára kynningu, heldur voru hér ailir bræður og systur við fyrstu sýn. Mjög fagurt veður var fímmtudag 1. apríl. Eftir árdegisverð á heimil- unum, var farið 1 sundlaugarnar í Laugardal. Notuðu sér lang flestir gestanna, að fara í- laugarnar. Nutu allir framúrskarandi viðtekta hjá starfsfólki og Ragnari Steingrímssyni for- stjóra. Eftir hádegisverð á heimilunum, þar sem húsfeður og húsmæður sóttu gesti sína að Hátúni 2, þá var haldið í Hallgrímskirkju og klifrað í lyftum turnsins og útsýni borgarinnar skoðað, þaðan. (Jr Hallgrímskirkjuturni, var sezt í kirkju, þar sem séra Karl Sigurbjörnsson, sagði sögu kirkjunnar, séra Hallgríms og að nokkru sögu Biblíunnar. Organisti kirkjunnar Páll Hallbjörnsson var prestinum til aðstoðar. Síðan var haldið í Náttúrugripasafn Islands. Þar vom skoðaðir, steinar frá tunglinu, Geirfugl m. fleim. Liðið var nú fram á dag og tíminn sem eftir var til kvölds notaður til æfinga, fyrir kórinn. Mikill fíöldi fólks sótti samkomuna um kvöldið og gripu engir í tómt. Mikill vakningarandi fylgdi vinum okkar og háþróaður og fallegur söngur gladdi alla viðstadda. Föstudagurinn 2. apríl, bauð upp á leiðinda veður slyddubil og ófæra fjallvegi. Einmitt þennan dag, átti að sýna gestunum Hlaðgerðar- kot, Þingvöll, Gullfoss og Geysi. Aðstæður leyfðu ekkert af þessu. Breytt var því um ferðaleið, farið um Þrengsii og skoðuð gróðurhús í Hveragerði. Heilsuhæli N.F.L.Í. heimsótt, haldin þar söng-Guðsþjón- usta og vom móttökur allar hinar innilegustu af forráðamönnum og starfsfólki og vistfólki. Eftir að þáður hafði verið beini, í ávöxtum var haldið af stað, að Laugarvatni. Gekk ferðin vel eftir aðstæðum og staðnæmzt var við dyr húsmæðra- skóla Suðulands, þar sem þær Jensína Halldórs- dóttir forstöðukona og Gerður Jóhannsdóttir kennari halda um stjórnvölinn. Fíladelfíusöfn- uðurinn í Reykjavík, bauð gestunum þarna til miðdegisverðar, einvörðungu íslenskan mat, sem veittur var af rausn og miklum gæðum. Margt af því sem þar var á borðum höfðu Svíarnir aldrei smakkað. Eftir þetta góða boð, var haldin Guðsþjónusta og kórinn söng og einsöngvararnir voru með, við mikla hrifningu nemenda og starfsfólks. Veðrið lagaðist mikið, er á daginn leið og var hægt að sjá nokkuð af landi okkar, er farið var yfir. Heim var komið klukkutíma fyrir samkomu og vom samkomu- gestir þá þegar farnir að koma I kirkjuna, sem svo var setin til þrengsla þetta síðasta kvöld heimsóknarinnar. Laugardagurinn var frí til hádegis og notuðu menn tímann á ýmsan hátt. Eftir hádegið var mætt við Hátún 2 og var haldið klukkutíma kveðju-samkoma. Áfram vom bekkir vel setnir. Stigið var beint í langferðabílana út úr samkomunni og haldið til Keflavíkur. Stóð allt heima, með ríma og mætingar. Það var glaður hópur er hélt 1 Sv. átt eftir góða daga á íslandi, sem allir óskuðu eftir að hefðu verið fleiri. 11

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.