Afturelding - 01.04.1976, Blaðsíða 13

Afturelding - 01.04.1976, Blaðsíða 13
horflnu og sækja fram á öllum vígstöðvum. Þó fljótara mætti ganga miðar samt. Nýir sigrar nást og skörð fyllast, eins og vegna brottkvaðninga vina af þessum heimi, er síauðugir voru í verki Drottins, á hérvistardögum sínum. í vikunni 5—9- maí var haldin vakningarvika á Selfossi. Hvert kvöld fór fólk úr Reykjavík til aðstoðar heimamönnum, í söng og vitnisburði. 16. apríl s.l. héldu þau Páll Lúthersson og frú og Ásgrímur Stefánsson frá Siglufirði til Noregs. Meiningin var að sitja fund Kristniboðsráðsins fyrir SA-Afríku. Þeir bræður komu aftur heim í byrjun mar og höfðu góða ferð og létu vel af. í fyrsta sinni var íslendingur kosinn í stjórn ráðsins fyrir kristniboðið í SA-Afríku og var söfnuðunum hér heima og kristniboðsvinun- um, færðar miklar þakkir fyrir þátttöku í starfinu þar ytra, og miklar fórnir gefnar til starfsins þar. Þeir þremenningarnir ferðuðust mikið um og Páll fór auk þess um Svíþjóð og England, vegna starfsins hér heima. Ekki er að efa að það mun koma starfinu að góðum notum. Þegar þetta er skrifað, þá er þúið að fúaverja þekkina, sem notaðir verða r stóra tjaldinu. Árni Árnason og Jón Hannesson eru nú að setja þá saman og er það mikið verk. Hér er um að ræða beztu fáanlega bekki, sem hægt er að hugsa sér, bæði í tjald og svo til flutnings. Guðmundur Arason forstjóri og einn aðal eigandi Borgar- smiðjunnar, sér um smíði mastranna, hliðar- stoða og jarðarstoða, sem skiftir mörgum tugum að tölu til, er með sitt verkefni í fullum gangi fyrir okkur. Ekki þarf að spyrja um vandvirkni, eða öruggleika verka hans og manna hans. Það er eins og bezt verður á kosið. Á Hvítasunnudag 6. Júní n.k. verður sjón- varpsguðsþjónustu sjónvarpað, með Hvlta- sunnusöngvum og boðskap, frá Hvítasunnu- kirkjunni Rladelfíu í Reykjavík. Mikill undir- búningur, með bæn og föstu fer nú fram. Árni Arinbjarnarson og Fíladelfíukórinn, ásamt Svavari Guðmundssyni, mun sjá um sönginn. Prédikun flytur Einar J. Gíslason. Sam Giad og Guðni Einarsson, eru þegar þetta er ritað, að ljúka trúboðsferð á Norðfirði, eftir nærri þriggja vikna dvöl þar í bæ. Láta þeir vel aí móttöku Norðfirðinga. 13

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.